Fórnarlamb vikunnar Óttar Guðmundsson skrifar 8. desember 2018 09:00 Sá einstaklingur sem sætir mestum ofsóknum í fjölmiðlaumræðu samtímans er stundum útnefndur „fórnarlamb vikunnar“. Sigmundur Davíð vinnur titilinn að þessu sinni með yfirburðum, enda er saga hans sérlega raunaleg. Hann hitti nokkra vini sína á bar í miðjum vinnutíma. Umræðuefnið á Alþingi var óvenju leiðinlegt (fjárlögin) svo að hann lét tilleiðast að fá sér í glas (þótt hann langaði ekki til þess). Menn skiptust á skoðunum og létu vaða á súðum. Sigmundur er manna orðvarastur og kunni ekki að meta svona sóðatal. Pólitískir andstæðingar, öryrkjar og samkynhneigðir fá það óþvegið. Menn vega og meta kynþokka alþingiskvenna og stæra sig af pólitískum hrossakaupum. Sigmundur er á móti svona sleggjudómum og kemur vanþóknun sinni skýrt á framfæri þótt hann virðist hlæja og samsinna félögum sínum. Samtalið var tekið upp og sent fjölmiðlum. Samfélagið fór á hliðina Sigmundi til mikillar undrunar. Fólk misskildi og rangtúlkaði allt sem sagt var og lagði út á versta veg. Engu skipti þótt hann segði að aðrir flokksforingjar og alþingismenn væru ekki hótinu skárri. Hann var meira að segja kallaður ofbeldismaður af fyrrum vinkonu sinni. Sigmundi er vorkunn enda lendir hann eins og áður í hringiðu atburðanna án þess að hafa neitt til saka unnið. Hann veit eins og allur almenningur að það er úti um Ísland ef hann verður flæmdur af þingi. Nú er að bera höfuðið hátt, bretta upp ermarnar og stofna nýjan flokk með nýju fólki. Kannski væri þó betra að hafa einhverja bindindismenn með í för þegar farið verður á barinn til að fagna unnum sigrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Sá einstaklingur sem sætir mestum ofsóknum í fjölmiðlaumræðu samtímans er stundum útnefndur „fórnarlamb vikunnar“. Sigmundur Davíð vinnur titilinn að þessu sinni með yfirburðum, enda er saga hans sérlega raunaleg. Hann hitti nokkra vini sína á bar í miðjum vinnutíma. Umræðuefnið á Alþingi var óvenju leiðinlegt (fjárlögin) svo að hann lét tilleiðast að fá sér í glas (þótt hann langaði ekki til þess). Menn skiptust á skoðunum og létu vaða á súðum. Sigmundur er manna orðvarastur og kunni ekki að meta svona sóðatal. Pólitískir andstæðingar, öryrkjar og samkynhneigðir fá það óþvegið. Menn vega og meta kynþokka alþingiskvenna og stæra sig af pólitískum hrossakaupum. Sigmundur er á móti svona sleggjudómum og kemur vanþóknun sinni skýrt á framfæri þótt hann virðist hlæja og samsinna félögum sínum. Samtalið var tekið upp og sent fjölmiðlum. Samfélagið fór á hliðina Sigmundi til mikillar undrunar. Fólk misskildi og rangtúlkaði allt sem sagt var og lagði út á versta veg. Engu skipti þótt hann segði að aðrir flokksforingjar og alþingismenn væru ekki hótinu skárri. Hann var meira að segja kallaður ofbeldismaður af fyrrum vinkonu sinni. Sigmundi er vorkunn enda lendir hann eins og áður í hringiðu atburðanna án þess að hafa neitt til saka unnið. Hann veit eins og allur almenningur að það er úti um Ísland ef hann verður flæmdur af þingi. Nú er að bera höfuðið hátt, bretta upp ermarnar og stofna nýjan flokk með nýju fólki. Kannski væri þó betra að hafa einhverja bindindismenn með í för þegar farið verður á barinn til að fagna unnum sigrum.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar