Rándýr lexía Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Enn á ný liggur framtíð WOW air eins og mara á íslensku viðskiptalífi, en Icelandair hefur fallið frá áformum um kaup á félaginu. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, lætur hins vegar engan bilbug á sér finna og staðhæfir að flugáætlun félagsins fyrir komandi vetur standi óbreytt. Ekki nóg með það heldur boðar Skúli gleðifréttir og segir fjársterkan aðila skoða kaup á félaginu. Þá hefur fjármálastjórinn sagt að laun verði greidd um mánaðamótin. Vonandi tekst Skúla ætlunarverk sitt, en við aðstæður sem þessar dugar ekki bjartsýnin ein og sér. Athygli vakti að WOW losaði sig við fjórar vélar úr flota sínum í vikunni, þá virðist sem Samgöngustofa sé komin í málið en hún er það stjórnvald sem tekur ákvörðun um hvort flugfélög uppfylli skilyrði flugrekstrarleyfis. Án slíks leyfis fer ekki ein einasta flugvél á loft. Markaðurinn bregst vitaskuld ekki vel við þessari óvissu. Nánast öll félög lækkuðu í Kauphöllinni í gær, og nam lækkun úrvalsvísitölunnar rétt tæpum 3%. Miklar sveiflur hafa verið á skuldabréfamarkaði. Markaðurinn og landsmenn allir þurfa að fara að fá einhverja vissu í þessi mál. Varla gengur að félag, þó ekki stærra en WOW air, haldi öllu hagkerfinu í heljargreipum svo vikum skipti. Skyldi þó engan undra að svo sé enda gerir sviðsmyndagreining stjórnvalda vegna falls WOW air ráð fyrir allt að 3% samdrætti í hagvexti og talsverðri veikingu krónunnar fari svo að félagið leggi upp laupana. Einmitt af þessari ástæðu veldur áhyggjum að stjórnvöld virðast ætla að sitja hjá í málinu. Einkum og sér í lagi í ljósi þess að rekstrarvandræði WOW hafa verið fyrirséð um nokkurn tíma, og raunar verið opinbert leyndarmál frá því á síðasta ári. Í þessu samhengi má rifja upp aðgerðir þýskra stjórnvalda þegar ljóst var að Air Berlin væri óstarfhæft. Þýsk stjórnvöld, með samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda, lögðu Air Berlin til 150 milljóna evra lán sem tryggja átti reksturinn til sex mánaða. Sá tími var nýttur til að selja eignir félagsins og sjá til þess að lágmarka tjón þýska hagkerfisins. Vel þótti takast til. Ekkert flug féll niður og lunganum af rekstrinum var komið í hendur Lufthansa. Ljóst er að þær fjárhæðir sem leggja þyrfti til WOW air væru mun lægri en sú fjárhæð sem þýska ríkið innti af hendi. Fjárfestingin væri tiltölulega léttvæg ef horft er til dæmis á það eignatjón sem lífeyrissjóðirnir hafa orðið fyrir vegna lækkandi eignaverðs að undanförnu. Vitaskuld kynnu einhverjir að sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni, en spurningin sem stjórnvöld sitja frammi fyrir er einfaldlega eftirfarandi: Eru hægrimennirnir í ríkisstjórninni svo stífir á meiningunni að þeir ætli að tefla efnahagslegum stöðugleika í tvísýnu til að kenna landsmönnum rándýra lexíu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Enn á ný liggur framtíð WOW air eins og mara á íslensku viðskiptalífi, en Icelandair hefur fallið frá áformum um kaup á félaginu. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, lætur hins vegar engan bilbug á sér finna og staðhæfir að flugáætlun félagsins fyrir komandi vetur standi óbreytt. Ekki nóg með það heldur boðar Skúli gleðifréttir og segir fjársterkan aðila skoða kaup á félaginu. Þá hefur fjármálastjórinn sagt að laun verði greidd um mánaðamótin. Vonandi tekst Skúla ætlunarverk sitt, en við aðstæður sem þessar dugar ekki bjartsýnin ein og sér. Athygli vakti að WOW losaði sig við fjórar vélar úr flota sínum í vikunni, þá virðist sem Samgöngustofa sé komin í málið en hún er það stjórnvald sem tekur ákvörðun um hvort flugfélög uppfylli skilyrði flugrekstrarleyfis. Án slíks leyfis fer ekki ein einasta flugvél á loft. Markaðurinn bregst vitaskuld ekki vel við þessari óvissu. Nánast öll félög lækkuðu í Kauphöllinni í gær, og nam lækkun úrvalsvísitölunnar rétt tæpum 3%. Miklar sveiflur hafa verið á skuldabréfamarkaði. Markaðurinn og landsmenn allir þurfa að fara að fá einhverja vissu í þessi mál. Varla gengur að félag, þó ekki stærra en WOW air, haldi öllu hagkerfinu í heljargreipum svo vikum skipti. Skyldi þó engan undra að svo sé enda gerir sviðsmyndagreining stjórnvalda vegna falls WOW air ráð fyrir allt að 3% samdrætti í hagvexti og talsverðri veikingu krónunnar fari svo að félagið leggi upp laupana. Einmitt af þessari ástæðu veldur áhyggjum að stjórnvöld virðast ætla að sitja hjá í málinu. Einkum og sér í lagi í ljósi þess að rekstrarvandræði WOW hafa verið fyrirséð um nokkurn tíma, og raunar verið opinbert leyndarmál frá því á síðasta ári. Í þessu samhengi má rifja upp aðgerðir þýskra stjórnvalda þegar ljóst var að Air Berlin væri óstarfhæft. Þýsk stjórnvöld, með samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda, lögðu Air Berlin til 150 milljóna evra lán sem tryggja átti reksturinn til sex mánaða. Sá tími var nýttur til að selja eignir félagsins og sjá til þess að lágmarka tjón þýska hagkerfisins. Vel þótti takast til. Ekkert flug féll niður og lunganum af rekstrinum var komið í hendur Lufthansa. Ljóst er að þær fjárhæðir sem leggja þyrfti til WOW air væru mun lægri en sú fjárhæð sem þýska ríkið innti af hendi. Fjárfestingin væri tiltölulega léttvæg ef horft er til dæmis á það eignatjón sem lífeyrissjóðirnir hafa orðið fyrir vegna lækkandi eignaverðs að undanförnu. Vitaskuld kynnu einhverjir að sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni, en spurningin sem stjórnvöld sitja frammi fyrir er einfaldlega eftirfarandi: Eru hægrimennirnir í ríkisstjórninni svo stífir á meiningunni að þeir ætli að tefla efnahagslegum stöðugleika í tvísýnu til að kenna landsmönnum rándýra lexíu?
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar