Skömmin þrífst í þögninni Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Ef maður hefur gert eitthvað rangt er að sjálfsögðu gott að skammast sín, en það getur reynst mjög afdrifaríkt fyrir manneskjur að finna til óverðskuldaðrar skammar, eins og algengt er með fórnarlömb sifjaspella. Óverðskulduð skömm eyðileggur sjálfsmynd barnsins og spillir lífsviðhorfum þess. Börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi trúa því oft sjálf að þau eigi það skilið, að Guð sé að refsa þeim eða að þau hafi valdið því að það gerðist.“ (Ekki líta undan, bls. 177.)Sjálfsásökun Ein algengasta afleiðing kynferðisofbeldis er sjálfsásökun og breytir engu þó að skynsemin, annað fólk, og meira að segja öll rök, vitni um að sökin sé aldrei þess sem fyrir ofbeldinu verður. Margar ástæður liggja þar að baki. Þolendum kynferðisofbeldis er oft sagt að þeir hafi viljað ofbeldið. Þeim er hótað hefndum komist það upp og jafnvel þó að þeim sé ekki hótað er skömmin oft yfirsterkari lönguninni til að segja frá. Sjálfsásökunin á sér einnig upphaf í því að hafa ekki komist undan, að hafa „látið ofbeldið gerast“, eins fáránlegt og það hljómar. Sumir ofbeldismenn gefa fórnarlömbum sínum gjafir, peninga eða annað og mikil skömm hlýst af því að hafa þegið gjafir frá ofbeldismanninum. Kynferðisofbeldi á sér oftast stað á milli einstaklinga sem tengjast. Það fylgir því meiri skömm að faðir, bróðir, afi eða kærasti sé gerandi ofbeldisins en ókunnugur maður í dimmu skuggasundi. Slík áföll trufla þroska barna á mjög djúpstæðan hátt, afskræma sjálfsmyndina og brjóta gegn sjálfsforræði þeirra. Ráðist er á líkamann, hann særður og svívirtur og skömmin er svar við því hjálparleysi sem fylgir slíkri árás á líkamlegt sjálfræði og niðurlægingu í viðurvist annarrar manneskju.Ofmat á því að skila skömminni Skömmin er lykilþáttur í andlegum þjáningum og tilfinningavanda þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og eitt af einkennum áfallastreitu. Hún er greypt í hina kynjuðu menningu þar sem hún er öflugt verkfæri í vopnabúri karla og elur á kynferðislegri skömm hjá konum. Sterkt batamerki þegar unnið er úr afleiðingum kynferðisofbeldis er þegar þolandi finnur að skömmin hefur minnkað. Því miður er sú goðsögn lífseig að þolendur þurfi bara „að skila skömminni“ og þá verði þeir frjálsir og lausir við áfallastreitu, neyslu eða aðrar afleiðingar ofbeldisins. Þetta er ótrúlega mikil einföldun á djúpstæðum tilfinningum. Í fyrsta lagi er með þessu verið að hvetja þolendur til að skila skömminni til ofbeldismannsins sem í langflestum tilvikum er ekkert á því að taka á móti skömm sem hann finnur ekki á nokkurn hátt fyrir! Í öðru lagi er enn og aftur verið að koma ábyrgðinni á verknaðinum yfir á þolandann.Segðu frá Öflugasta leiðin til að losna við skömmina er að tala um ofbeldið. Skömmin fær þrifist í skjóli leyndar. En áríðandi er að frásögnin sé algjörlega á forsendum þolandans og að hún fari í upphafi fram þar sem þolandinn upplifir öryggi, traust og trúnað. Forsíður dagblaða og netmiðla bjóða ekki upp á slíkar aðstæður. Hins vegar þarf að tala opinskátt um kynferðisofbeldi og það ber fyrst og fremst að gera af virðingu við þolendur. Þeir eiga það skilið af samfélaginu og jafnframt að talað sé um gerendur á opinskáan hátt, án allrar meðvirkni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ef maður hefur gert eitthvað rangt er að sjálfsögðu gott að skammast sín, en það getur reynst mjög afdrifaríkt fyrir manneskjur að finna til óverðskuldaðrar skammar, eins og algengt er með fórnarlömb sifjaspella. Óverðskulduð skömm eyðileggur sjálfsmynd barnsins og spillir lífsviðhorfum þess. Börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi trúa því oft sjálf að þau eigi það skilið, að Guð sé að refsa þeim eða að þau hafi valdið því að það gerðist.“ (Ekki líta undan, bls. 177.)Sjálfsásökun Ein algengasta afleiðing kynferðisofbeldis er sjálfsásökun og breytir engu þó að skynsemin, annað fólk, og meira að segja öll rök, vitni um að sökin sé aldrei þess sem fyrir ofbeldinu verður. Margar ástæður liggja þar að baki. Þolendum kynferðisofbeldis er oft sagt að þeir hafi viljað ofbeldið. Þeim er hótað hefndum komist það upp og jafnvel þó að þeim sé ekki hótað er skömmin oft yfirsterkari lönguninni til að segja frá. Sjálfsásökunin á sér einnig upphaf í því að hafa ekki komist undan, að hafa „látið ofbeldið gerast“, eins fáránlegt og það hljómar. Sumir ofbeldismenn gefa fórnarlömbum sínum gjafir, peninga eða annað og mikil skömm hlýst af því að hafa þegið gjafir frá ofbeldismanninum. Kynferðisofbeldi á sér oftast stað á milli einstaklinga sem tengjast. Það fylgir því meiri skömm að faðir, bróðir, afi eða kærasti sé gerandi ofbeldisins en ókunnugur maður í dimmu skuggasundi. Slík áföll trufla þroska barna á mjög djúpstæðan hátt, afskræma sjálfsmyndina og brjóta gegn sjálfsforræði þeirra. Ráðist er á líkamann, hann særður og svívirtur og skömmin er svar við því hjálparleysi sem fylgir slíkri árás á líkamlegt sjálfræði og niðurlægingu í viðurvist annarrar manneskju.Ofmat á því að skila skömminni Skömmin er lykilþáttur í andlegum þjáningum og tilfinningavanda þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og eitt af einkennum áfallastreitu. Hún er greypt í hina kynjuðu menningu þar sem hún er öflugt verkfæri í vopnabúri karla og elur á kynferðislegri skömm hjá konum. Sterkt batamerki þegar unnið er úr afleiðingum kynferðisofbeldis er þegar þolandi finnur að skömmin hefur minnkað. Því miður er sú goðsögn lífseig að þolendur þurfi bara „að skila skömminni“ og þá verði þeir frjálsir og lausir við áfallastreitu, neyslu eða aðrar afleiðingar ofbeldisins. Þetta er ótrúlega mikil einföldun á djúpstæðum tilfinningum. Í fyrsta lagi er með þessu verið að hvetja þolendur til að skila skömminni til ofbeldismannsins sem í langflestum tilvikum er ekkert á því að taka á móti skömm sem hann finnur ekki á nokkurn hátt fyrir! Í öðru lagi er enn og aftur verið að koma ábyrgðinni á verknaðinum yfir á þolandann.Segðu frá Öflugasta leiðin til að losna við skömmina er að tala um ofbeldið. Skömmin fær þrifist í skjóli leyndar. En áríðandi er að frásögnin sé algjörlega á forsendum þolandans og að hún fari í upphafi fram þar sem þolandinn upplifir öryggi, traust og trúnað. Forsíður dagblaða og netmiðla bjóða ekki upp á slíkar aðstæður. Hins vegar þarf að tala opinskátt um kynferðisofbeldi og það ber fyrst og fremst að gera af virðingu við þolendur. Þeir eiga það skilið af samfélaginu og jafnframt að talað sé um gerendur á opinskáan hátt, án allrar meðvirkni.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar