Ákallið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 07:00 Það er siðferðileg skylda hvers manns að rétta einstaklingi í háska hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því alvarlegri sem háskinn er því mikilvægari er hjálpin. Það er engin tilviljun að í hegningarlögum er ákvæði sem kveður á um að hægt sé að hegna manni sem komi ekki til hjálpar þeim sem staddur er í lífsháska. Þarna er þung áhersla á þá skyldu einstaklinga að bregðast við í slíkri stund, en líta ekki undan. Í íslensku samfélagi er fjöldi fólks í lífshættu vegna óstjórnlegrar fíknar sem er að leggja líf þess í rúst. Fólk visnar, nær ekki að njóta sín og á ekki raunverulega tilveru því fíknin stjórnar lífi þess. Þessir einstaklingar eru í stöðugri nánd við dauðann sem getur hremmt þá hvenær sem er. Fjölskyldur og vinir lifa í ótta um það sem gerast kann og vilja allt reyna til að koma viðkomandi á rétta braut. Fíkn leiðir ógæfu yfir fjölskyldur, eyðileggur líf og deyðir manneskjur. Þegar staðan er orðin svo alvarleg að fíknisjúkdómar eru algengasta banamein fólks á milli átján ára og fertugs þá getur enginn litið undan og látið eins og honum komið málið ekki við – allra síst stjórnvöld. Ekki verða þau dregin fyrir dóm vegna aðgerðarleysis og þeim hegnt, eins og mögulegt er að gera bregðist einstaklingur þeirri skyldu að koma til hjálpar þeim sem er í lífsháska. Samt er það svo að stjórnvöld hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stendur til að koma til hjálpar einstaklingum sem eru í lífshættu. Þegar 600 manns í bráðri hættu eru á biðlista á Vogi eftir áfengis- og vímuefnameðferð þá þarf ekki mikla næmni til að átta sig á að þann biðlista þarf með öllum ráðum að stytta. Þegar ljóst er að 200 milljónir þarf á ári til að losna við biðlistann þá fer ekki milli mála hvað þarf að gera. Það þarf að auka árleg framlög til sjúkrahússins á Vogi og bjarga þannig mannslífum. Á dögunum voru haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar komu fram í ákalli til stjórnvalda um að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu vegna fíknar. Þangað mættu fulltrúar ríkisstjórnarinnar og fluttu ræður þar sem inntakið var: Við stöndum með ykkur. Það dugar ekki að stjórnmálamenn mæti á fund og lýsi þar yfir stuðningi við málstað, en aðhafist síðan ekkert. Það er vitað hvað þarf – 200 milljónir til að bjarga mannslífum. Ótal sinnum, oftar en tölu verður á komið, hafa stjórnvöld bruðlað með fé, hvernig væri að setja pening í verkefni sem bjargar lífi fólks? Það er furðulegt hversu erfitt er fyrir stjórnmálamenn að vakna til meðvitundar í þessu máli. Þá þarf þjóðin að sameinast og vekja þá. Tilraun til þess er gerð á undirskriftasíðunni akall.is en þar hafa þegar tæplega 18.000 skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að veita það sem þarf til að útrýma biðlistum á Vogi. Því ákalli ber stjórnvöldum að hlýða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er siðferðileg skylda hvers manns að rétta einstaklingi í háska hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því alvarlegri sem háskinn er því mikilvægari er hjálpin. Það er engin tilviljun að í hegningarlögum er ákvæði sem kveður á um að hægt sé að hegna manni sem komi ekki til hjálpar þeim sem staddur er í lífsháska. Þarna er þung áhersla á þá skyldu einstaklinga að bregðast við í slíkri stund, en líta ekki undan. Í íslensku samfélagi er fjöldi fólks í lífshættu vegna óstjórnlegrar fíknar sem er að leggja líf þess í rúst. Fólk visnar, nær ekki að njóta sín og á ekki raunverulega tilveru því fíknin stjórnar lífi þess. Þessir einstaklingar eru í stöðugri nánd við dauðann sem getur hremmt þá hvenær sem er. Fjölskyldur og vinir lifa í ótta um það sem gerast kann og vilja allt reyna til að koma viðkomandi á rétta braut. Fíkn leiðir ógæfu yfir fjölskyldur, eyðileggur líf og deyðir manneskjur. Þegar staðan er orðin svo alvarleg að fíknisjúkdómar eru algengasta banamein fólks á milli átján ára og fertugs þá getur enginn litið undan og látið eins og honum komið málið ekki við – allra síst stjórnvöld. Ekki verða þau dregin fyrir dóm vegna aðgerðarleysis og þeim hegnt, eins og mögulegt er að gera bregðist einstaklingur þeirri skyldu að koma til hjálpar þeim sem er í lífsháska. Samt er það svo að stjórnvöld hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stendur til að koma til hjálpar einstaklingum sem eru í lífshættu. Þegar 600 manns í bráðri hættu eru á biðlista á Vogi eftir áfengis- og vímuefnameðferð þá þarf ekki mikla næmni til að átta sig á að þann biðlista þarf með öllum ráðum að stytta. Þegar ljóst er að 200 milljónir þarf á ári til að losna við biðlistann þá fer ekki milli mála hvað þarf að gera. Það þarf að auka árleg framlög til sjúkrahússins á Vogi og bjarga þannig mannslífum. Á dögunum voru haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar komu fram í ákalli til stjórnvalda um að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu vegna fíknar. Þangað mættu fulltrúar ríkisstjórnarinnar og fluttu ræður þar sem inntakið var: Við stöndum með ykkur. Það dugar ekki að stjórnmálamenn mæti á fund og lýsi þar yfir stuðningi við málstað, en aðhafist síðan ekkert. Það er vitað hvað þarf – 200 milljónir til að bjarga mannslífum. Ótal sinnum, oftar en tölu verður á komið, hafa stjórnvöld bruðlað með fé, hvernig væri að setja pening í verkefni sem bjargar lífi fólks? Það er furðulegt hversu erfitt er fyrir stjórnmálamenn að vakna til meðvitundar í þessu máli. Þá þarf þjóðin að sameinast og vekja þá. Tilraun til þess er gerð á undirskriftasíðunni akall.is en þar hafa þegar tæplega 18.000 skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að veita það sem þarf til að útrýma biðlistum á Vogi. Því ákalli ber stjórnvöldum að hlýða.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun