Eitt leyfisbréf fyrir alla kennara er ekki góð hugmynd Anna Kristín Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2018 22:31 Enn og aftur eru leyfisbréf kennara til umræðu og lagt til að gefið verði út eitt leyfisbréf fyrir kennara sem veitir réttindi til að kenna á þremur skólastigum í stað þriggja leyfisbréfa eins og nú er. Núverandi kerfi er ekki gallalaust, en að gefa út eitt og sama leyfisbréfið fyrir kennara á öllum skólastigum, gengur of langt og er ekki til bóta. Í þessu sambandi vega þyngst þau rök að það er ekkert í menntunarbakgrunni framhaldsskólakennara sem gefur til kynna að þeir hafi þekkingu til að kenna í leikskóla eða á yngri stigum grunnskóla. Þar má nefna mikilvæga þekkingu svo sem á málþroska barna, læsi eða lestrarkennslu. Að sama skapi er ekkert í menntunarlegum bakgrunni leikskólakennara sem gefur til kynna þekkingu til að kenna ákveðna faggrein eða faggreinar á unglingastigi grunnskóla eða í framhaldsskóla. Þeirra sérhæfing liggur á öðru sviði. Að halda öðru fram er það sama og segja að það sé nóg að hafa háskólagráðu til að kenna á hvaða skólastigi sem er. Hér er ég að vísa til menntunar kennara eins og hún hefur tíðkast síðustu áratugi, en vissulega er hægt að breyta henni til að hún nái yfir öll skólastig að minnsta kosti að hluta. En þá væri skynsamlegra að byrja á þeim enda. Í öðru lagi vil ég minna á að gott menntakerfi reiðir sig á hæfni og þekkingu kennaranna sem þar starfa og á síðust áratugum hefur skilningur aukist á því hve flókið og vandasamt starf þeirra er. Eitt leyfisbréf grefur undan þessari vitund með því að gefa í skyn að sú sérþekking sem fram til þessa hefur verið talin nauðsynleg sé það alls ekki. Faglegt traust til kennarastéttarinnar jafnt sem faglegt sjálfstraust hennar sjálfrar er grundvöllur menntaumbóta. Stefna ber að því að í skólum landsins sé hvert sæti skipað fólki sem hefur bestu fáanlegu þekkingu og hæfni á hverjum tíma til að gegna viðkomandi starfi. Allar aðgerðir sem slaka á kröfum um faglega sérþekkingu ganga í öfuga átt – þar með talið eitt leyfisbréf kennara fyrir öll skólastig. Í þriðja lagi er vert að hafa í huga hver tilgangurinn með leyfisbréfum er, annar en að veita ákveðin réttindi. Leyfisbréf er formleg staðfesting á því að viðkomandi hafi aflað sér þeirrar þekkingar og hæfni sem viðkomandi starfssvið krefst. Leyfisbréf leikskólakennara til að kenna í framhaldsskóla væri fölsk staðfesting rétt eins og leyfisbréf framhaldsskólakennara til að kenna í leikskóla. Hvers virði eru slík leyfisbréf? Meginrökin sem sett eru fram með því að hafa eitt leyfisbréf eru að skólastjórnendur eigi að hafa tækifæri til að velja hæfasta fólkið til starfa. Vissulega eiga þeir að hafa þau tækifæri, en ég vil draga hér fram sem fjórðu rökin gegn einu leyfisbréfi kennara að slíkt fyrirkomulag getur líka takmarkað svigrúm þeirra til að skipta einum út fyrir annan. Hópur fólks verður með réttindi til að vera í starfi sem það hefur ekki þekkingu til að sinna. Skólastjórnendur væru að sumu leyti betur settir með engin leyfisbréf. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar eru ólíkar stofnanir sem eiga vissulega margt sameiginlegt. Ekkert er heldur rétt eða rangt í því hvernig nemendur skiptast á þessi skólastig eftir aldri. Mörg rök mæla með því að leyfisbréf kennara nái yfir mörk skólastiganna að einhverju leyti, t.d. mætti brúa bilið milli leikskóla og yngri barna stigs grunnskóla eða milli unglingastigs og framhaldsskóla. En eitt leyfisbréf fyrir alla er alltof langt gengið og grefur undan fagmennsku og faglegri ímynd kennarastéttarinnar. Síðast en ekki síst dregur það úr kröfum um þekkingu og hæfni þess hóps sem ætlað er að bera uppi gæði menntakerfisins.Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur eru leyfisbréf kennara til umræðu og lagt til að gefið verði út eitt leyfisbréf fyrir kennara sem veitir réttindi til að kenna á þremur skólastigum í stað þriggja leyfisbréfa eins og nú er. Núverandi kerfi er ekki gallalaust, en að gefa út eitt og sama leyfisbréfið fyrir kennara á öllum skólastigum, gengur of langt og er ekki til bóta. Í þessu sambandi vega þyngst þau rök að það er ekkert í menntunarbakgrunni framhaldsskólakennara sem gefur til kynna að þeir hafi þekkingu til að kenna í leikskóla eða á yngri stigum grunnskóla. Þar má nefna mikilvæga þekkingu svo sem á málþroska barna, læsi eða lestrarkennslu. Að sama skapi er ekkert í menntunarlegum bakgrunni leikskólakennara sem gefur til kynna þekkingu til að kenna ákveðna faggrein eða faggreinar á unglingastigi grunnskóla eða í framhaldsskóla. Þeirra sérhæfing liggur á öðru sviði. Að halda öðru fram er það sama og segja að það sé nóg að hafa háskólagráðu til að kenna á hvaða skólastigi sem er. Hér er ég að vísa til menntunar kennara eins og hún hefur tíðkast síðustu áratugi, en vissulega er hægt að breyta henni til að hún nái yfir öll skólastig að minnsta kosti að hluta. En þá væri skynsamlegra að byrja á þeim enda. Í öðru lagi vil ég minna á að gott menntakerfi reiðir sig á hæfni og þekkingu kennaranna sem þar starfa og á síðust áratugum hefur skilningur aukist á því hve flókið og vandasamt starf þeirra er. Eitt leyfisbréf grefur undan þessari vitund með því að gefa í skyn að sú sérþekking sem fram til þessa hefur verið talin nauðsynleg sé það alls ekki. Faglegt traust til kennarastéttarinnar jafnt sem faglegt sjálfstraust hennar sjálfrar er grundvöllur menntaumbóta. Stefna ber að því að í skólum landsins sé hvert sæti skipað fólki sem hefur bestu fáanlegu þekkingu og hæfni á hverjum tíma til að gegna viðkomandi starfi. Allar aðgerðir sem slaka á kröfum um faglega sérþekkingu ganga í öfuga átt – þar með talið eitt leyfisbréf kennara fyrir öll skólastig. Í þriðja lagi er vert að hafa í huga hver tilgangurinn með leyfisbréfum er, annar en að veita ákveðin réttindi. Leyfisbréf er formleg staðfesting á því að viðkomandi hafi aflað sér þeirrar þekkingar og hæfni sem viðkomandi starfssvið krefst. Leyfisbréf leikskólakennara til að kenna í framhaldsskóla væri fölsk staðfesting rétt eins og leyfisbréf framhaldsskólakennara til að kenna í leikskóla. Hvers virði eru slík leyfisbréf? Meginrökin sem sett eru fram með því að hafa eitt leyfisbréf eru að skólastjórnendur eigi að hafa tækifæri til að velja hæfasta fólkið til starfa. Vissulega eiga þeir að hafa þau tækifæri, en ég vil draga hér fram sem fjórðu rökin gegn einu leyfisbréfi kennara að slíkt fyrirkomulag getur líka takmarkað svigrúm þeirra til að skipta einum út fyrir annan. Hópur fólks verður með réttindi til að vera í starfi sem það hefur ekki þekkingu til að sinna. Skólastjórnendur væru að sumu leyti betur settir með engin leyfisbréf. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar eru ólíkar stofnanir sem eiga vissulega margt sameiginlegt. Ekkert er heldur rétt eða rangt í því hvernig nemendur skiptast á þessi skólastig eftir aldri. Mörg rök mæla með því að leyfisbréf kennara nái yfir mörk skólastiganna að einhverju leyti, t.d. mætti brúa bilið milli leikskóla og yngri barna stigs grunnskóla eða milli unglingastigs og framhaldsskóla. En eitt leyfisbréf fyrir alla er alltof langt gengið og grefur undan fagmennsku og faglegri ímynd kennarastéttarinnar. Síðast en ekki síst dregur það úr kröfum um þekkingu og hæfni þess hóps sem ætlað er að bera uppi gæði menntakerfisins.Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun