Eitt leyfisbréf fyrir alla kennara er ekki góð hugmynd Anna Kristín Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2018 22:31 Enn og aftur eru leyfisbréf kennara til umræðu og lagt til að gefið verði út eitt leyfisbréf fyrir kennara sem veitir réttindi til að kenna á þremur skólastigum í stað þriggja leyfisbréfa eins og nú er. Núverandi kerfi er ekki gallalaust, en að gefa út eitt og sama leyfisbréfið fyrir kennara á öllum skólastigum, gengur of langt og er ekki til bóta. Í þessu sambandi vega þyngst þau rök að það er ekkert í menntunarbakgrunni framhaldsskólakennara sem gefur til kynna að þeir hafi þekkingu til að kenna í leikskóla eða á yngri stigum grunnskóla. Þar má nefna mikilvæga þekkingu svo sem á málþroska barna, læsi eða lestrarkennslu. Að sama skapi er ekkert í menntunarlegum bakgrunni leikskólakennara sem gefur til kynna þekkingu til að kenna ákveðna faggrein eða faggreinar á unglingastigi grunnskóla eða í framhaldsskóla. Þeirra sérhæfing liggur á öðru sviði. Að halda öðru fram er það sama og segja að það sé nóg að hafa háskólagráðu til að kenna á hvaða skólastigi sem er. Hér er ég að vísa til menntunar kennara eins og hún hefur tíðkast síðustu áratugi, en vissulega er hægt að breyta henni til að hún nái yfir öll skólastig að minnsta kosti að hluta. En þá væri skynsamlegra að byrja á þeim enda. Í öðru lagi vil ég minna á að gott menntakerfi reiðir sig á hæfni og þekkingu kennaranna sem þar starfa og á síðust áratugum hefur skilningur aukist á því hve flókið og vandasamt starf þeirra er. Eitt leyfisbréf grefur undan þessari vitund með því að gefa í skyn að sú sérþekking sem fram til þessa hefur verið talin nauðsynleg sé það alls ekki. Faglegt traust til kennarastéttarinnar jafnt sem faglegt sjálfstraust hennar sjálfrar er grundvöllur menntaumbóta. Stefna ber að því að í skólum landsins sé hvert sæti skipað fólki sem hefur bestu fáanlegu þekkingu og hæfni á hverjum tíma til að gegna viðkomandi starfi. Allar aðgerðir sem slaka á kröfum um faglega sérþekkingu ganga í öfuga átt – þar með talið eitt leyfisbréf kennara fyrir öll skólastig. Í þriðja lagi er vert að hafa í huga hver tilgangurinn með leyfisbréfum er, annar en að veita ákveðin réttindi. Leyfisbréf er formleg staðfesting á því að viðkomandi hafi aflað sér þeirrar þekkingar og hæfni sem viðkomandi starfssvið krefst. Leyfisbréf leikskólakennara til að kenna í framhaldsskóla væri fölsk staðfesting rétt eins og leyfisbréf framhaldsskólakennara til að kenna í leikskóla. Hvers virði eru slík leyfisbréf? Meginrökin sem sett eru fram með því að hafa eitt leyfisbréf eru að skólastjórnendur eigi að hafa tækifæri til að velja hæfasta fólkið til starfa. Vissulega eiga þeir að hafa þau tækifæri, en ég vil draga hér fram sem fjórðu rökin gegn einu leyfisbréfi kennara að slíkt fyrirkomulag getur líka takmarkað svigrúm þeirra til að skipta einum út fyrir annan. Hópur fólks verður með réttindi til að vera í starfi sem það hefur ekki þekkingu til að sinna. Skólastjórnendur væru að sumu leyti betur settir með engin leyfisbréf. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar eru ólíkar stofnanir sem eiga vissulega margt sameiginlegt. Ekkert er heldur rétt eða rangt í því hvernig nemendur skiptast á þessi skólastig eftir aldri. Mörg rök mæla með því að leyfisbréf kennara nái yfir mörk skólastiganna að einhverju leyti, t.d. mætti brúa bilið milli leikskóla og yngri barna stigs grunnskóla eða milli unglingastigs og framhaldsskóla. En eitt leyfisbréf fyrir alla er alltof langt gengið og grefur undan fagmennsku og faglegri ímynd kennarastéttarinnar. Síðast en ekki síst dregur það úr kröfum um þekkingu og hæfni þess hóps sem ætlað er að bera uppi gæði menntakerfisins.Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur eru leyfisbréf kennara til umræðu og lagt til að gefið verði út eitt leyfisbréf fyrir kennara sem veitir réttindi til að kenna á þremur skólastigum í stað þriggja leyfisbréfa eins og nú er. Núverandi kerfi er ekki gallalaust, en að gefa út eitt og sama leyfisbréfið fyrir kennara á öllum skólastigum, gengur of langt og er ekki til bóta. Í þessu sambandi vega þyngst þau rök að það er ekkert í menntunarbakgrunni framhaldsskólakennara sem gefur til kynna að þeir hafi þekkingu til að kenna í leikskóla eða á yngri stigum grunnskóla. Þar má nefna mikilvæga þekkingu svo sem á málþroska barna, læsi eða lestrarkennslu. Að sama skapi er ekkert í menntunarlegum bakgrunni leikskólakennara sem gefur til kynna þekkingu til að kenna ákveðna faggrein eða faggreinar á unglingastigi grunnskóla eða í framhaldsskóla. Þeirra sérhæfing liggur á öðru sviði. Að halda öðru fram er það sama og segja að það sé nóg að hafa háskólagráðu til að kenna á hvaða skólastigi sem er. Hér er ég að vísa til menntunar kennara eins og hún hefur tíðkast síðustu áratugi, en vissulega er hægt að breyta henni til að hún nái yfir öll skólastig að minnsta kosti að hluta. En þá væri skynsamlegra að byrja á þeim enda. Í öðru lagi vil ég minna á að gott menntakerfi reiðir sig á hæfni og þekkingu kennaranna sem þar starfa og á síðust áratugum hefur skilningur aukist á því hve flókið og vandasamt starf þeirra er. Eitt leyfisbréf grefur undan þessari vitund með því að gefa í skyn að sú sérþekking sem fram til þessa hefur verið talin nauðsynleg sé það alls ekki. Faglegt traust til kennarastéttarinnar jafnt sem faglegt sjálfstraust hennar sjálfrar er grundvöllur menntaumbóta. Stefna ber að því að í skólum landsins sé hvert sæti skipað fólki sem hefur bestu fáanlegu þekkingu og hæfni á hverjum tíma til að gegna viðkomandi starfi. Allar aðgerðir sem slaka á kröfum um faglega sérþekkingu ganga í öfuga átt – þar með talið eitt leyfisbréf kennara fyrir öll skólastig. Í þriðja lagi er vert að hafa í huga hver tilgangurinn með leyfisbréfum er, annar en að veita ákveðin réttindi. Leyfisbréf er formleg staðfesting á því að viðkomandi hafi aflað sér þeirrar þekkingar og hæfni sem viðkomandi starfssvið krefst. Leyfisbréf leikskólakennara til að kenna í framhaldsskóla væri fölsk staðfesting rétt eins og leyfisbréf framhaldsskólakennara til að kenna í leikskóla. Hvers virði eru slík leyfisbréf? Meginrökin sem sett eru fram með því að hafa eitt leyfisbréf eru að skólastjórnendur eigi að hafa tækifæri til að velja hæfasta fólkið til starfa. Vissulega eiga þeir að hafa þau tækifæri, en ég vil draga hér fram sem fjórðu rökin gegn einu leyfisbréfi kennara að slíkt fyrirkomulag getur líka takmarkað svigrúm þeirra til að skipta einum út fyrir annan. Hópur fólks verður með réttindi til að vera í starfi sem það hefur ekki þekkingu til að sinna. Skólastjórnendur væru að sumu leyti betur settir með engin leyfisbréf. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar eru ólíkar stofnanir sem eiga vissulega margt sameiginlegt. Ekkert er heldur rétt eða rangt í því hvernig nemendur skiptast á þessi skólastig eftir aldri. Mörg rök mæla með því að leyfisbréf kennara nái yfir mörk skólastiganna að einhverju leyti, t.d. mætti brúa bilið milli leikskóla og yngri barna stigs grunnskóla eða milli unglingastigs og framhaldsskóla. En eitt leyfisbréf fyrir alla er alltof langt gengið og grefur undan fagmennsku og faglegri ímynd kennarastéttarinnar. Síðast en ekki síst dregur það úr kröfum um þekkingu og hæfni þess hóps sem ætlað er að bera uppi gæði menntakerfisins.Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar