Að brjóta af sér Heiðar Guðjónsson skrifar 16. nóvember 2018 06:30 Mikið hefur verið fjallað um aðför Seðlabanka Íslands að Samherja hf. Hæstiréttur hefur nú staðfest að bankinn braut stjórnsýslulög. Bankinn neitar hins vegar að viðurkenna ábyrgð á þessum misgjörðum sínum, eins og annarri misbeitingu á valdi sínu við framkvæmd gjaldeyrishafta. Seðlabanki Íslands kærði félag mitt, Ursus ehf., ranglega fyrir að brjóta lög um gjaldeyrismál árið 2010 þegar Ursus var hæstbjóðandi ásamt öðrum í opnu söluferli Sjóvár. Sérstakur saksóknari féllst ekki á málatilbúnað Seðlabankans og lét málið niður falla. Seðlabankinn kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun sérstaks saksóknara með löngu skammarbréfi til bankans. Félag mitt hafði engin lög brotið og einungis fært íslenskar krónur á milli reikninga í Íslandsbanka. Ríkissaksóknari benti m.a. á, að það færi gegn stjórnarskrá að beita mig viðurlögum vegna þessara viðskipta. Eftir að niðurstaðan lá fyrir boðaði Seðlabankinn æðsta handhafa ákæruvalds í landinu á sinn fund og sagði við fjölmiðla að í niðurstöðu ríkissaksóknara kæmi fram „grundvallarmisskilningur varðandi eðli fjármagnshreyfinga og framkvæmd gjaldeyrishafta, enda um flókið sérfræðimálefni að ræða“! Í samtali við blaðamann sagði svo fulltrúi Seðlabankans: „Hann slapp í þetta skiptið.“ Þessi orð hafa síðan verið endurtekin oftsinnis, nú síðast í tilfelli Samherja, og lýsa forherðingu Seðlabankans. Það er fjöldinn allur af málum sem Seðlabankinn hefur stofnað til sem hafa skaðað einstaklinga og fyrirtæki. Þeir hafa kært tugi mála en orðið afturreka með þau öll. Seðlabankinn hefur líka lagt stjórnvaldssektir á fjölda fyrirtækja en engin þessara sekta hefur staðist lög og þær jafnan verið felldar úr gildi af dómstólum. Nú síðast 8. nóvember í máli Samherja. Bankinn segir að tæknileg atriði valdi því að ekkert í málatilbúnaði hans standist. En ekki hvað? Þarf bankinn ekki að fara eftir settum lögum eins og aðrir? Getur verið að forsvarsmenn bankans séu haldnir grundvallarmisskilningi um eðli réttarríkisins og framkvæmd laga gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum. Aðfarir Seðlabankans taka yfir tæpan áratug og strax í upphafi var ljóst hvílík sneypuför var í uppsiglingu. En það hefur ekkert hamið kærugleði bankans sem alltaf hefur látið niðurstöðu ákæruvalds sem vind um eyru þjóta. Kostnaður bankans fyrir samfélagið, fyrirtæki og einstaklinga nemur milljörðum króna. Ásetningur bankans hefur verið einbeittur og yfirlýsingar forystumanna bankans á umliðnum árum lýsa fádæma forherðingu og valdhroka. Eru starfsmenn Seðlabankans einu aðilarnir í samfélaginu sem geta brotið af sér án þess að gjalda þess? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samherji og Seðlabankinn Skoðun Heiðar Guðjónsson Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um aðför Seðlabanka Íslands að Samherja hf. Hæstiréttur hefur nú staðfest að bankinn braut stjórnsýslulög. Bankinn neitar hins vegar að viðurkenna ábyrgð á þessum misgjörðum sínum, eins og annarri misbeitingu á valdi sínu við framkvæmd gjaldeyrishafta. Seðlabanki Íslands kærði félag mitt, Ursus ehf., ranglega fyrir að brjóta lög um gjaldeyrismál árið 2010 þegar Ursus var hæstbjóðandi ásamt öðrum í opnu söluferli Sjóvár. Sérstakur saksóknari féllst ekki á málatilbúnað Seðlabankans og lét málið niður falla. Seðlabankinn kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun sérstaks saksóknara með löngu skammarbréfi til bankans. Félag mitt hafði engin lög brotið og einungis fært íslenskar krónur á milli reikninga í Íslandsbanka. Ríkissaksóknari benti m.a. á, að það færi gegn stjórnarskrá að beita mig viðurlögum vegna þessara viðskipta. Eftir að niðurstaðan lá fyrir boðaði Seðlabankinn æðsta handhafa ákæruvalds í landinu á sinn fund og sagði við fjölmiðla að í niðurstöðu ríkissaksóknara kæmi fram „grundvallarmisskilningur varðandi eðli fjármagnshreyfinga og framkvæmd gjaldeyrishafta, enda um flókið sérfræðimálefni að ræða“! Í samtali við blaðamann sagði svo fulltrúi Seðlabankans: „Hann slapp í þetta skiptið.“ Þessi orð hafa síðan verið endurtekin oftsinnis, nú síðast í tilfelli Samherja, og lýsa forherðingu Seðlabankans. Það er fjöldinn allur af málum sem Seðlabankinn hefur stofnað til sem hafa skaðað einstaklinga og fyrirtæki. Þeir hafa kært tugi mála en orðið afturreka með þau öll. Seðlabankinn hefur líka lagt stjórnvaldssektir á fjölda fyrirtækja en engin þessara sekta hefur staðist lög og þær jafnan verið felldar úr gildi af dómstólum. Nú síðast 8. nóvember í máli Samherja. Bankinn segir að tæknileg atriði valdi því að ekkert í málatilbúnaði hans standist. En ekki hvað? Þarf bankinn ekki að fara eftir settum lögum eins og aðrir? Getur verið að forsvarsmenn bankans séu haldnir grundvallarmisskilningi um eðli réttarríkisins og framkvæmd laga gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum. Aðfarir Seðlabankans taka yfir tæpan áratug og strax í upphafi var ljóst hvílík sneypuför var í uppsiglingu. En það hefur ekkert hamið kærugleði bankans sem alltaf hefur látið niðurstöðu ákæruvalds sem vind um eyru þjóta. Kostnaður bankans fyrir samfélagið, fyrirtæki og einstaklinga nemur milljörðum króna. Ásetningur bankans hefur verið einbeittur og yfirlýsingar forystumanna bankans á umliðnum árum lýsa fádæma forherðingu og valdhroka. Eru starfsmenn Seðlabankans einu aðilarnir í samfélaginu sem geta brotið af sér án þess að gjalda þess?
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar