Gamla gengið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 09:30 Ferðaþjónustan hjálpaði til við að hífa Ísland upp úr lægðum fjármálahrunsins. Nú er tími til að setja metnaðarfullar áætlanir á ís.“ Þetta eru lokaorð Lex-dálksins í Financial Times í liðinni viku. Fjallað var um Icelandair. Slík skrif um íslensk fyrirtæki eru ekki daglegt brauð. Lex er rótgróinn og einn þekktasti blaðadálkur um viðskipti í heiminum. Umfjöllunin er ákveðin upphefð fyrir Icelandair. Hinn nafnlausi höfundur Lex er ekki eingöngu neikvæður í garð Icelandair. Segir félagið eiga eignir sem hjálpi því að greiða úr vanda sínum og tiltekur háar tölur. Bent er á að félagið eigi 52 vélar sem megi selja og leigja aftur til að laga lausafjárstöðuna. Fram kemur að Icelandair hafi þegar gripið til aðgerða – breytt áætlunum, sett hótel í söluferli og skipt yfir í sparneytnari vélar. Fram kemur bjartsýni fyrir hönd flugfélagsins í umleitunum um breytingu á lánaskilmálum. Icelandair er ekki eitt á báti. Rekstrarviðvörun kom frá Eimskip og Sýn, eignarhaldsfélagi Vodafone, í vikunni. Allt í samræmi við spár um að heldur fari að hægja á hagvexti og að verðbólga fari að láta á sér kræla. Krónudraugurinn er vaknaður til lífsins. Svartsýnisrausið má þó ekki yfirtaka umræðuna. Forðast ber að teikna of dökka mynd. Líkt og Icelandair, er Ísland að flestu leyti vel búið til að taka til í hagkerfinu. Undirstöður eru traustar og ríkissjóður skuldar lítið. Engin teikn eru á lofti um að yfirvofandi sé áfall sem verði ríkissjóði ofviða. Rétt eins og hjá fyrirtækjunum í Kauphöllinni sem fengið hafa áminningu frá markaðnum, þarf ríkisstjórnin að bregðast rétt við þeim verkefnum sem fram undan eru. Blikur eru á lofti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hampa norrænu módeli, sem er fullkomlega óraunhæft meðan krónan sveiflast eins og lauf í vindi. Krónublindan og kæruleysi kjararáðs hefur skapað frjóan jarðveg fyrir uppþot í verkalýðshreyfingunni. Frá henni heyrast hugmyndir aftan úr grárri forneskju. Erfitt er að greina á milli hvor röddin er óábyrgari, sú sem hæst talar fyrir munn launþega, eða hin sem mest heyrist í frá hinni hliðinni. Hvorug sér uppvakninginn, krónudrauginn sem við þó þekkjum út og inn af biturri reynslu. Hann kemur aftur og aftur aftan að okkur við svona aðstæður. Fólk fyllist ónotum þegar fyrirtæki auglýsa innfluttan varning sinn úr nýkomnum vörugámi á „gamla genginu“. Slíkar tilkynningar voru síbylja fyrir fáum áratugum. Uppbyggilegustu hugmynd vikunnar reifaði Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður hér í blaðinu um að laun yrðu greidd í erlendri mynt. Þar kveður alla vega við nýjan tón. Útflutningsfyrirtæki gera upp í evrum til að bæta áætlanagerð. Heimili þurfa líka festu við gerð áætlana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hjálpaði til við að hífa Ísland upp úr lægðum fjármálahrunsins. Nú er tími til að setja metnaðarfullar áætlanir á ís.“ Þetta eru lokaorð Lex-dálksins í Financial Times í liðinni viku. Fjallað var um Icelandair. Slík skrif um íslensk fyrirtæki eru ekki daglegt brauð. Lex er rótgróinn og einn þekktasti blaðadálkur um viðskipti í heiminum. Umfjöllunin er ákveðin upphefð fyrir Icelandair. Hinn nafnlausi höfundur Lex er ekki eingöngu neikvæður í garð Icelandair. Segir félagið eiga eignir sem hjálpi því að greiða úr vanda sínum og tiltekur háar tölur. Bent er á að félagið eigi 52 vélar sem megi selja og leigja aftur til að laga lausafjárstöðuna. Fram kemur að Icelandair hafi þegar gripið til aðgerða – breytt áætlunum, sett hótel í söluferli og skipt yfir í sparneytnari vélar. Fram kemur bjartsýni fyrir hönd flugfélagsins í umleitunum um breytingu á lánaskilmálum. Icelandair er ekki eitt á báti. Rekstrarviðvörun kom frá Eimskip og Sýn, eignarhaldsfélagi Vodafone, í vikunni. Allt í samræmi við spár um að heldur fari að hægja á hagvexti og að verðbólga fari að láta á sér kræla. Krónudraugurinn er vaknaður til lífsins. Svartsýnisrausið má þó ekki yfirtaka umræðuna. Forðast ber að teikna of dökka mynd. Líkt og Icelandair, er Ísland að flestu leyti vel búið til að taka til í hagkerfinu. Undirstöður eru traustar og ríkissjóður skuldar lítið. Engin teikn eru á lofti um að yfirvofandi sé áfall sem verði ríkissjóði ofviða. Rétt eins og hjá fyrirtækjunum í Kauphöllinni sem fengið hafa áminningu frá markaðnum, þarf ríkisstjórnin að bregðast rétt við þeim verkefnum sem fram undan eru. Blikur eru á lofti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hampa norrænu módeli, sem er fullkomlega óraunhæft meðan krónan sveiflast eins og lauf í vindi. Krónublindan og kæruleysi kjararáðs hefur skapað frjóan jarðveg fyrir uppþot í verkalýðshreyfingunni. Frá henni heyrast hugmyndir aftan úr grárri forneskju. Erfitt er að greina á milli hvor röddin er óábyrgari, sú sem hæst talar fyrir munn launþega, eða hin sem mest heyrist í frá hinni hliðinni. Hvorug sér uppvakninginn, krónudrauginn sem við þó þekkjum út og inn af biturri reynslu. Hann kemur aftur og aftur aftan að okkur við svona aðstæður. Fólk fyllist ónotum þegar fyrirtæki auglýsa innfluttan varning sinn úr nýkomnum vörugámi á „gamla genginu“. Slíkar tilkynningar voru síbylja fyrir fáum áratugum. Uppbyggilegustu hugmynd vikunnar reifaði Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður hér í blaðinu um að laun yrðu greidd í erlendri mynt. Þar kveður alla vega við nýjan tón. Útflutningsfyrirtæki gera upp í evrum til að bæta áætlanagerð. Heimili þurfa líka festu við gerð áætlana.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar