Fótbolti

Mikilvægur sigur Alkmaar

Anton Ingi Leifsson skrifar
AZ fagnar sigurmarkinu í kvöld.
AZ fagnar sigurmarkinu í kvöld. vísir/getty
Albert Guðmundsson kom inn á sem varamaður er AZ Alkmaar vann mikilvægan 1-0 sigur á De Graafschap í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en fyrsta og eina mark leiksins kom á 76. mínútu er Mats Seuntjens skoraði eftir undirbúning Fredrik Midtsjo.

Albert byrjaði á varamannabekknum hjá AZ en kom inn á sem varamaður á 61. mínútu. Fimmtán mínútum síðar kom svo sigurmark AZ.

AZ er í fimmta sætinu með fimmtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×