Lífið

Brad Pitt og Angelina Jolie á leiðinni í harða forræðisdeilu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Saman á Óskarnum á sínum tíma.
Saman á Óskarnum á sínum tíma.
Leikkonan Angelina Jolie og leikarinn Brad Pitt virðast vera á leiðinni í mjög harða forræðisdeilu ef marka má fréttir TMZ.Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt í september árið 2016 en þau giftu sig við leynilega athöfn árið 2014 á landareign sinni í Frakklandi, Chateau Miraval. Pitt bað Angelinu tveimur árum áður en þá höfðu þau verið saman í fjölda ára.Jolie-Pitt börnin eru sex talsins og heita; Maddox Chivan, Pax Thien, Zahara Marley, Shiloh Nouvel og tvíburarnir Knox Leon og Vivienne Marcheline.Nú er skilnaðurinn genginn í gegn og höfðu þau bæði komist að samkomulagi um umgengni við börnin.Samkvæmt TMZ vill Angelina Jolie nú fá fullt forræði en Pitt sækist eftir fimmtíu prósent forræði til jafns við Jolie.


Tengdar fréttir

Jolie tjáir sig í fyrsta skipti opinberlega um skilnaðinn við Pitt

Bandaríska leikkonan Angelina Jolie hefur nú í fyrsta skipti tjáð sig opinberlega um skilnað sinn við leikarann Brad Pitt en þau skildu í fyrra. Í viðtali við BBC 4, sem fjallað er um á vef breska blaðsins Telegraph, segir Jolie að það hafi verið erfiður tími að ganga í gegnum skilnað.

Brad Pitt hreinsaður af ásökunum um ofbeldi

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur tilkynnt að hún muni ekki halda áfram rannsókn sinni á ásökunum um að leikarinn Brad Pitt hafi beitt eitt barna sinna ofbeldi
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.