Lífið

Drakk of mikið og svaf á gólfinu í 6 vikur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Brad Pitt við frumsýningu á The Lost City of Z í síðasta mánuði.
Brad Pitt við frumsýningu á The Lost City of Z í síðasta mánuði. Vísir/getty
Brad Pitt viðurkennir að hafa drukkið alltof mikið og greinir frá því að hann hafi gist á gólfi félaga síns í 6 vikur eftir skilnaðinn við Angelinu Jolie. Hann hafi einfaldlega verið „of sorgmæddur“ til að fara heim.Í opinskáu og einlægu viðtali við GQ lýsir Pitt harðri forræðisdeilu við fyrrverandi eiginkonu sína en sama eiga þau 6 börn. Eftir skilnaðinn segist hann hafa að sama skapi skipt úr áfenginu fyrir trönuberjasafa því honum þótti drykkja sín vera orðin vandamál sem ekki yrði litið hjá.Hann segir síðustu 6 mánuði hafa verið „furðulegt“ sjálfskaparvíti.Sjá einnig: Brad Pitt prýðir forsíðu GQ„Ég man eftir nokkrum augnablikum þar sem ég var gjörsamlega búinn að fá nóg af mér - og nú er ég staddur í einu slíku. Slík tímamót hafa alltaf verið miklir vendipunktar í lífi mínu,“ segir Brad Pitt í samtali við GQ.„Frá því að ég lauk háskólagöngunni minnist ég þess ekki að dagur hafi liðið án þess að ég fengi mér bjór eða jónu eða eitthvað. Ég hætti öllu nema drykkjunni þegar ég stofnaði fjölskyldu. Á síðasta ári var ég farinn að drekka of mikið, þetta var bara orðið vandamál.“Leikarinn segist þó ekki hafa snert áfengi í rúmt hálft ár og leitar sér nú aðstoðar hjá sérfræðingum. „Ég er aftur kominn með tilfinningu í fingurgómana,“ segir Pitt í samtali við GQ.Sjá einnig: Segja Brad Pitt nær óþekkjanlegan eftir mikið þyngdartapAngelina Jolie sótti um skilnað í september síðastliðnum og fór fram á fullt forræði yfir þeim Maddox, Pax, Zahara, Shiloh og tvíburunum Knox og Vivienne.„Það hefur tekið gríðarlega, gríðarlega á börnin að fjölskyldan hafi skyndilega splundrast,“ segir pabbi þeirra.


Tengdar fréttir

Jolie tjáir sig í fyrsta skipti opinberlega um skilnaðinn við Pitt

Bandaríska leikkonan Angelina Jolie hefur nú í fyrsta skipti tjáð sig opinberlega um skilnað sinn við leikarann Brad Pitt en þau skildu í fyrra. Í viðtali við BBC 4, sem fjallað er um á vef breska blaðsins Telegraph, segir Jolie að það hafi verið erfiður tími að ganga í gegnum skilnað.

Brad Pitt prýðir forsíðu GQ

Þetta er fyrsta tölublaðið sem að Brad Pitt situr fyrir í eftir skilnaðinn við Angelinu Jolie.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.