Handbolti

Haukar hefndu ófaranna gegn KA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar stýrir liði Hauka.
Gunnar stýrir liði Hauka. vísir/ernir

Haukarnir lentu ekki í miklum vandræðum með KA í bikarkeppni Coca-Cola en þeir rauðklæddu úr Hafnarfirði eru komnir í 16-liða úrslitin með sigri norðan heiða, 30-23.

KA vann stórsigur á Haukum í deildinni fyrr í vetur, 31-20, og náðu því Haukarnir að hefna ófaranna frá því í deildinni en KA er nýliði í Olis-deildinni.

Haukarnir byrjuðu af miklum krafti og eftir stundarfjórðung leiddu gestirnir með sex mörkum, 9-3. Þeir voru svo sex mörkum yfir er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 16-10.

Gestirnir héldu hreðjartökum á leiknum í síðari hálfleik en sóknarleikur heimamanna var afar stirður. Munurinn varð að endingu x mörk, x-x, og Haukarnir komnir áfram í 16-liða úrslitin.

Hornarmaðurinn ungi, Orri Freyr Þorkelsson, fór á kostum í vinstra horninu hjá Haukum en hann skoraði ellefu mörk. Orri á ekki langt að sækja hæfileikana því hann er sonur Þorkels Magnússonar, fyrrum Íslandsmeistara með Haukum.

Hjá KA var það Tarik Kasumovic sem var atkvæðamestur með sex mörk en það vantaði hjá heimamönnum að fleiri tæku af skarið. Næstur kom Jóhann Einarsson með fjögur mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.