Heimsmarkmið Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. október 2018 07:00 Við sem reglulega skrifum um loftslagsmál vitum hversu vandasamt það getur verið að vekja áhuga fólks á þessum mikilvæga málaflokki. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að hinn almenni lesandi bregðist við með tómlæti þegar enn ein fréttin um yfirvofandi hörmungar birtist honum. Þægilegra er að fela umhverfisverndarsinnum, vísindamönnum og stöku stjórnmálamanni að axla þessa ábyrgð. Þetta viðmót er eðlilegt, þá sérstaklega í ljósi þess hversu margslungin vísindi veðrakerfa og veðurfars eru. Hugsanlega er önnur ástæða fyrir áhugaleysi margra á loftslagsmálunum. Sú áskorun sem felst í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda og mildun áhrifa loftslagsbreytinga er slík að hún virðist óyfirstíganleg. Af einhverjum ástæðum höfum við, sem lifum á öld hagsældar sem ekki eru fordæmi fyrir í gjörvallri mannkynssögunni, talið okkur í trú um að áhrif og máttur einstaklingsins séu minni háttar eða jafnvel ekki fyrir hendi. Vandamálin sem við glímum við og verðum að yfirstíga á næstu áratugum eru nær öll tilkomin vegna velgengni okkar sem tegundar. Loftslagsbreytingar falla sannarlega í þennan flokk, sama má segja um sýklalyfjaónæmi og öll þau vandamál og áskoranir sem fylgja hækkandi lífaldri. Við tökumst á við loftslagsbreytingar því við beisluðum nýja orkugjafa sem lagði grunninn að aukinni framleiðni og byltingu í framleiðsluháttum. Við tökumst á við sýklalyfjaónæmi því við uppgötvuðum pensillín fyrir slysni og byltum í kjölfarið heilbrigðisþjónustu. Við verðum eldri því framfarir okkar mynda grunninn að hraustri kynslóð. Það eru forréttindi að fá að takast á við þessi vandamál. Enda mun úrlausn þeirra vafalaust leiða til enn betra samfélags. Þeim mun sorglegri er sú staðreynd að á ákveðnum sviðum er okkur að mistakast ætlunarverkið. Sérstaklega á sviðum sjálfbærni og loftslagsmála. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt voru af fulltrúum allra aðildarríkja samtakanna í september árið 2015, eru mikilvægur leiðarvísir í átt að úrlausn margra af stærstu óvissuþáttum um velsæld komandi kynslóða. Markmiðin, sem gilda til ársins 2030, eru 17 talsins og taka til innanlandsmála og alþjóðasamstarfs. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er útilokað að öllum markmiðunum verði náð. Líklega þurfum við að velja hvaða mál mæta afgangi. Verður það jafnrétti? Eða verður það hreint vatn fyrir alla? Samkvæmt þessum nýju upplýsingum, sem byggðar eru á rannsóknum sænsku vistverndarstofnunarinnar og norska viðskiptaháskólans, felst vandamálið í því að mikilvægustu lífkerfi Jarðarinnar munu ekki þola álagið sem fylgir þeim hagvexti sem þarf til að standast áskorun heimsmarkmiðanna. Þetta vandamál hefur legið fyrir í um 50 ár, en er fyrst núna að taka á sig mynd óyfirstíganlegs vandamáls. Heimsmarkmiðin eru metnaðarfull markmið, en á móti kemur að við, hagsældarkynslóðin mikla, eigum að krefjast metnaðar. Við eigum að krefjast hans af kjörnum fulltrúum okkar, þeim vísindamönnum sem við höfum falið að stuðla að frekari framförum, og við eigum að krefjast metnaðar af okkur sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við sem reglulega skrifum um loftslagsmál vitum hversu vandasamt það getur verið að vekja áhuga fólks á þessum mikilvæga málaflokki. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að hinn almenni lesandi bregðist við með tómlæti þegar enn ein fréttin um yfirvofandi hörmungar birtist honum. Þægilegra er að fela umhverfisverndarsinnum, vísindamönnum og stöku stjórnmálamanni að axla þessa ábyrgð. Þetta viðmót er eðlilegt, þá sérstaklega í ljósi þess hversu margslungin vísindi veðrakerfa og veðurfars eru. Hugsanlega er önnur ástæða fyrir áhugaleysi margra á loftslagsmálunum. Sú áskorun sem felst í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda og mildun áhrifa loftslagsbreytinga er slík að hún virðist óyfirstíganleg. Af einhverjum ástæðum höfum við, sem lifum á öld hagsældar sem ekki eru fordæmi fyrir í gjörvallri mannkynssögunni, talið okkur í trú um að áhrif og máttur einstaklingsins séu minni háttar eða jafnvel ekki fyrir hendi. Vandamálin sem við glímum við og verðum að yfirstíga á næstu áratugum eru nær öll tilkomin vegna velgengni okkar sem tegundar. Loftslagsbreytingar falla sannarlega í þennan flokk, sama má segja um sýklalyfjaónæmi og öll þau vandamál og áskoranir sem fylgja hækkandi lífaldri. Við tökumst á við loftslagsbreytingar því við beisluðum nýja orkugjafa sem lagði grunninn að aukinni framleiðni og byltingu í framleiðsluháttum. Við tökumst á við sýklalyfjaónæmi því við uppgötvuðum pensillín fyrir slysni og byltum í kjölfarið heilbrigðisþjónustu. Við verðum eldri því framfarir okkar mynda grunninn að hraustri kynslóð. Það eru forréttindi að fá að takast á við þessi vandamál. Enda mun úrlausn þeirra vafalaust leiða til enn betra samfélags. Þeim mun sorglegri er sú staðreynd að á ákveðnum sviðum er okkur að mistakast ætlunarverkið. Sérstaklega á sviðum sjálfbærni og loftslagsmála. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt voru af fulltrúum allra aðildarríkja samtakanna í september árið 2015, eru mikilvægur leiðarvísir í átt að úrlausn margra af stærstu óvissuþáttum um velsæld komandi kynslóða. Markmiðin, sem gilda til ársins 2030, eru 17 talsins og taka til innanlandsmála og alþjóðasamstarfs. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er útilokað að öllum markmiðunum verði náð. Líklega þurfum við að velja hvaða mál mæta afgangi. Verður það jafnrétti? Eða verður það hreint vatn fyrir alla? Samkvæmt þessum nýju upplýsingum, sem byggðar eru á rannsóknum sænsku vistverndarstofnunarinnar og norska viðskiptaháskólans, felst vandamálið í því að mikilvægustu lífkerfi Jarðarinnar munu ekki þola álagið sem fylgir þeim hagvexti sem þarf til að standast áskorun heimsmarkmiðanna. Þetta vandamál hefur legið fyrir í um 50 ár, en er fyrst núna að taka á sig mynd óyfirstíganlegs vandamáls. Heimsmarkmiðin eru metnaðarfull markmið, en á móti kemur að við, hagsældarkynslóðin mikla, eigum að krefjast metnaðar. Við eigum að krefjast hans af kjörnum fulltrúum okkar, þeim vísindamönnum sem við höfum falið að stuðla að frekari framförum, og við eigum að krefjast metnaðar af okkur sjálfum.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun