Kópavogsbúar segja nei takk við samgönguáætlun Andri Steinn Hilmarsson skrifar 25. október 2018 08:16 Ný samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar er vonbrigði fyrir Kópavogsbúa. Þar er framkvæmdum við síðasta áfanga Arnarnesvegar frestað, kaflanum frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessari framkvæmd er frestað, en hún var inni á áætlun fyrir árin 2019-2022 eftir að hafa verið ýtt aftast í samgönguáætlun áranna 2011-2022. Af hverju að eyða tíma og peningum í að gera og skrifa áætlanir þegar þeim er breytt eftir hentisemi? Kópavogsbúar hafa sýnt biðlund þrátt fyrir mikla þörf á þessari nýju vegtengingu. Um 12 þúsund bílar fara í gegnum Vatnsendahverfi á sólarhring og eru gatnamót Breiðholtsbrautar og Vatnsendavegar löngu sprungin. Efri byggðir Kópavogs eru ekki innan viðbragðstíma hjá slökkviliði og sjúkarflutningum á höfuðborgarsvæðinu og miklar umferðartafir eru inn í hverfi á háannatímum. Þessi framkvæmd getur ekki mætt afgangi enn eitt kjörtímabilið. Á síðustu tíu árum hefur aðeins 16 prósent af öllu nýframkvæmdafé vegasamgangna farið til höfuðborgarsvæðisins, þar sem 70 prósent íbúa landsins búa, og er ástandið í samgöngumálum farið að skerða lífsgæði fólks á suðvesturhorninu nokkuð. Fólk eyðir lengri tíma í og úr vinnu sem mætti miklu frekar nota með fjölskyldu eða í áhugamál. Ég skora á samgönguráðherra að standa við gefin loforð til Kópavogsbúa og ljúka við Arnarnesveg á kjörtímabilinu og að lögð verði fram sjálfstæð samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið til framtíðar.Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ný samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar er vonbrigði fyrir Kópavogsbúa. Þar er framkvæmdum við síðasta áfanga Arnarnesvegar frestað, kaflanum frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessari framkvæmd er frestað, en hún var inni á áætlun fyrir árin 2019-2022 eftir að hafa verið ýtt aftast í samgönguáætlun áranna 2011-2022. Af hverju að eyða tíma og peningum í að gera og skrifa áætlanir þegar þeim er breytt eftir hentisemi? Kópavogsbúar hafa sýnt biðlund þrátt fyrir mikla þörf á þessari nýju vegtengingu. Um 12 þúsund bílar fara í gegnum Vatnsendahverfi á sólarhring og eru gatnamót Breiðholtsbrautar og Vatnsendavegar löngu sprungin. Efri byggðir Kópavogs eru ekki innan viðbragðstíma hjá slökkviliði og sjúkarflutningum á höfuðborgarsvæðinu og miklar umferðartafir eru inn í hverfi á háannatímum. Þessi framkvæmd getur ekki mætt afgangi enn eitt kjörtímabilið. Á síðustu tíu árum hefur aðeins 16 prósent af öllu nýframkvæmdafé vegasamgangna farið til höfuðborgarsvæðisins, þar sem 70 prósent íbúa landsins búa, og er ástandið í samgöngumálum farið að skerða lífsgæði fólks á suðvesturhorninu nokkuð. Fólk eyðir lengri tíma í og úr vinnu sem mætti miklu frekar nota með fjölskyldu eða í áhugamál. Ég skora á samgönguráðherra að standa við gefin loforð til Kópavogsbúa og ljúka við Arnarnesveg á kjörtímabilinu og að lögð verði fram sjálfstæð samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið til framtíðar.Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun