Lífið

„Það hefur einu sinni komið út kjaftasaga um mig“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emil opnaði sig í viðtali við Snorra Björns.
Emil opnaði sig í viðtali við Snorra Björns.
„Þetta eru bara mín gildi og það hefur bara einu sinni komið út kjaftasaga um mig. Ég held að stundum séu ákveðin rök fyrir því að kjaftasögur komi fram. Sumar eiga ekkert rétt á sér, en sumar eiga rétt á sér. Ég veit bara um eina kjaftasögu um mig,“ segir landsliðsmaðurinn og atvinnumaðurinn Emil Hallfreðsson í nýjasta hlaðvarpsþætti Snorra Björns en þar fer hann ítarlega yfir feril sinn sem atvinnumaður og lífið sjálft.

Emil segir að knattspyrnumenn hafi oft á tíðum slæmt orð á sér og það eigi alls ekki alltaf við rök að styðjast.

„Eina kjaftasagan um mig er: hefur Emil bara sofið hjá einni konu? Það er stundum slæm ímynd um fótboltamenn um að þeir séu bara með hinum og þessum og halda að þeir séu voða spaðar og þéni fullt af peningum en það eru ekkert allir svoleiðis,“ segir Emil sem gekk í það heilaga árið 2012 með Ásu Maríu Reginsdóttur.

Sjá einnig: Forsetinn stóð með hníf fyrir framan Emil sem varð að horfa í augun á honum

„Ég held að það sé ástæða fyrir því að það séu ekki til neinar kjaftasögur um mig. Það væri ekki hægt að segja eitthvað kjaftæði um mig því þú setur þig oft í aðstæður til að hægt sé að segja einhverjar kjaftasögur. Það væri bara ekki hægt um mig. Fótboltamenn eru ekkert meiri drullusokkar en bankastarfsmaðurinn eða flugmaðurinn.“

Hér að neðan má heyra þegar Emil talar um þessa einu kjaftasögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×