Hrekkjavakning Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. október 2018 07:00 Hópefli elur á hatri og sundrungu og er skýrasta dæmið um að vegurinn til vítis er frá fyrsta skrefi varðaður góðum áformum. Flokkshollusta er fyrirtaksdæmi um hversu mannfjandsamlegt og hugsjónalaust hópefli er í eðli sínu. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru saman í ríkisstjórn, þið vitið? Hópeflisdagar eru annað ömurlegt dæmi enda ógnvekjandi hversu auðvelt er að láta mannkyn virkra í athugasemdum troða sig út af rjómabollum einn daginn, gefa blóm, éta sér til óbóta af söltuðu kjöti eða graðga í sig hlandleginni skötu. Hrekkjavakan er eini heilbrigði hópeflisdagurinn vegna þess að hún er alvöru karnival sem ruglar bæði öfgahægribullurnar sem og ringlaðan rétttrúnaðinn til vinstri. Þetta er fjölþjóðleg gleði þar sem heiðni og kaþólska renna saman, rétt eins og sósíalisminn og kapítalisminn; múgurinn kallar eftir ölmusu, í ákveðnum hótunartón og þeir sem lúra á gæðunum kasta gúmmelaðinu, endurgjaldslaust, yfir lýðinn. Á hrekkjavökunni fer allt skemmtilega liðið, sem kúgandi eingyðistrúarbrögðin fordæma, á kreik. Vampírur, nornir, mórar og skottur taka völdin og allir fá að vera með vegna þess að þegar maður er í dulargervi getur enginn dæmt mann fyrir húðlit, kynhneigð, umframkíló, trú eða stjórnmálaskoðun. Við fáum frelsi til þess að vera við sjálf með því að vera ekki við sjálf og er ekki líklegt að manni líði betur, til dæmis sem raðmorðingja með hvíta grímu og búrhníf frekar en í gervi hugsjónalauss komma í köflóttri skyrtu eða réttþenkjandi fasista í jakkafötum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hópefli elur á hatri og sundrungu og er skýrasta dæmið um að vegurinn til vítis er frá fyrsta skrefi varðaður góðum áformum. Flokkshollusta er fyrirtaksdæmi um hversu mannfjandsamlegt og hugsjónalaust hópefli er í eðli sínu. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru saman í ríkisstjórn, þið vitið? Hópeflisdagar eru annað ömurlegt dæmi enda ógnvekjandi hversu auðvelt er að láta mannkyn virkra í athugasemdum troða sig út af rjómabollum einn daginn, gefa blóm, éta sér til óbóta af söltuðu kjöti eða graðga í sig hlandleginni skötu. Hrekkjavakan er eini heilbrigði hópeflisdagurinn vegna þess að hún er alvöru karnival sem ruglar bæði öfgahægribullurnar sem og ringlaðan rétttrúnaðinn til vinstri. Þetta er fjölþjóðleg gleði þar sem heiðni og kaþólska renna saman, rétt eins og sósíalisminn og kapítalisminn; múgurinn kallar eftir ölmusu, í ákveðnum hótunartón og þeir sem lúra á gæðunum kasta gúmmelaðinu, endurgjaldslaust, yfir lýðinn. Á hrekkjavökunni fer allt skemmtilega liðið, sem kúgandi eingyðistrúarbrögðin fordæma, á kreik. Vampírur, nornir, mórar og skottur taka völdin og allir fá að vera með vegna þess að þegar maður er í dulargervi getur enginn dæmt mann fyrir húðlit, kynhneigð, umframkíló, trú eða stjórnmálaskoðun. Við fáum frelsi til þess að vera við sjálf með því að vera ekki við sjálf og er ekki líklegt að manni líði betur, til dæmis sem raðmorðingja með hvíta grímu og búrhníf frekar en í gervi hugsjónalauss komma í köflóttri skyrtu eða réttþenkjandi fasista í jakkafötum?
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar