Möguleikar Selfyssinga fyrirfram mestir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2018 09:00 Haukur Þrastarson er lykilmaður í liði Selfossi. vísir/bára Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í 2. umferð EHF-bikars karla í handbolta um helgina. Klukkan 18.00 í kvöld tekur Selfoss á móti slóvenska liðinu Riko Ribnica. Selfyssingar þurfa að vinna upp þriggja marka forskot Slóvenanna frá fyrri leiknum sem endaði með 30-27 sigri heimamanna. Möguleikar Selfyssinga eru ágætir en þeir þurfa að spila betri vörn en í fyrri leiknum ef þeir ætla sér að komast í næstu umferð. Selfoss vann ÍBV í Eyjum í Olís-deildinni á miðvikudaginn, 25-27, þar sem landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson fór á kostum á lokakaflanum. Á morgun mætir ÍBV franska liðinu Pays d’Aix á útivelli. Eyjamenn unnu frábæran sigur í fyrri leiknum, 24-23, sem Theodór Sigurbjörnsson og Kolbeinn Aron Ingibjargarson áttu risastóran þátt í að landa. Theodór skoraði síðustu tvö mörk ÍBV og Kolbeinn Aron varði lokaskot Frakkanna. Eins marks forskot er ekki mikið og það er hætt við að það dugi skammt gegn sterku liði Pays d’Aix sem franska goðsögnin Jérome Fernandez stýrir. Pays d’Aix hefur reyndar farið rólega af stað heima fyrir og aðeins unnið tvo af fyrstu sex deildarleikjum sínum. FH-ingar eru mættir til Lissabon í Portúgal þar sem þeir mæta Benfica. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli portúgalska liðsins. Fyrri leikurinn, sem telst heimaleikur Benfica, fer fram í dag og á morgun er komið að „heimaleik“ FH. Benfica hefur sterku liði á að skipa sem endaði í 3. sæti portúgölsku deildarinnar á síðasta tímabili. Í liði Benfica má finna leikmenn á borð við Kévynn Nyakos, heims- og Evrópumeistara með Frakklandi, og makedónska markvörðinn Borko Ristovski sem hefur leikið með liðum á borð við Barcelona og Rhein-Neckar Löwen. Á þarsíðasta tímabili komst Benfica í riðlakeppni EHF-bikarsins. FH var hársbreidd frá því að komast þangað í fyrra og vantaði aðeins eitt mark til að slá Tatran Presov frá Slóvakíu úr leik í 3. umferð keppninnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í 2. umferð EHF-bikars karla í handbolta um helgina. Klukkan 18.00 í kvöld tekur Selfoss á móti slóvenska liðinu Riko Ribnica. Selfyssingar þurfa að vinna upp þriggja marka forskot Slóvenanna frá fyrri leiknum sem endaði með 30-27 sigri heimamanna. Möguleikar Selfyssinga eru ágætir en þeir þurfa að spila betri vörn en í fyrri leiknum ef þeir ætla sér að komast í næstu umferð. Selfoss vann ÍBV í Eyjum í Olís-deildinni á miðvikudaginn, 25-27, þar sem landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson fór á kostum á lokakaflanum. Á morgun mætir ÍBV franska liðinu Pays d’Aix á útivelli. Eyjamenn unnu frábæran sigur í fyrri leiknum, 24-23, sem Theodór Sigurbjörnsson og Kolbeinn Aron Ingibjargarson áttu risastóran þátt í að landa. Theodór skoraði síðustu tvö mörk ÍBV og Kolbeinn Aron varði lokaskot Frakkanna. Eins marks forskot er ekki mikið og það er hætt við að það dugi skammt gegn sterku liði Pays d’Aix sem franska goðsögnin Jérome Fernandez stýrir. Pays d’Aix hefur reyndar farið rólega af stað heima fyrir og aðeins unnið tvo af fyrstu sex deildarleikjum sínum. FH-ingar eru mættir til Lissabon í Portúgal þar sem þeir mæta Benfica. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli portúgalska liðsins. Fyrri leikurinn, sem telst heimaleikur Benfica, fer fram í dag og á morgun er komið að „heimaleik“ FH. Benfica hefur sterku liði á að skipa sem endaði í 3. sæti portúgölsku deildarinnar á síðasta tímabili. Í liði Benfica má finna leikmenn á borð við Kévynn Nyakos, heims- og Evrópumeistara með Frakklandi, og makedónska markvörðinn Borko Ristovski sem hefur leikið með liðum á borð við Barcelona og Rhein-Neckar Löwen. Á þarsíðasta tímabili komst Benfica í riðlakeppni EHF-bikarsins. FH var hársbreidd frá því að komast þangað í fyrra og vantaði aðeins eitt mark til að slá Tatran Presov frá Slóvakíu úr leik í 3. umferð keppninnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni