Möguleikar Selfyssinga fyrirfram mestir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2018 09:00 Haukur Þrastarson er lykilmaður í liði Selfossi. vísir/bára Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í 2. umferð EHF-bikars karla í handbolta um helgina. Klukkan 18.00 í kvöld tekur Selfoss á móti slóvenska liðinu Riko Ribnica. Selfyssingar þurfa að vinna upp þriggja marka forskot Slóvenanna frá fyrri leiknum sem endaði með 30-27 sigri heimamanna. Möguleikar Selfyssinga eru ágætir en þeir þurfa að spila betri vörn en í fyrri leiknum ef þeir ætla sér að komast í næstu umferð. Selfoss vann ÍBV í Eyjum í Olís-deildinni á miðvikudaginn, 25-27, þar sem landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson fór á kostum á lokakaflanum. Á morgun mætir ÍBV franska liðinu Pays d’Aix á útivelli. Eyjamenn unnu frábæran sigur í fyrri leiknum, 24-23, sem Theodór Sigurbjörnsson og Kolbeinn Aron Ingibjargarson áttu risastóran þátt í að landa. Theodór skoraði síðustu tvö mörk ÍBV og Kolbeinn Aron varði lokaskot Frakkanna. Eins marks forskot er ekki mikið og það er hætt við að það dugi skammt gegn sterku liði Pays d’Aix sem franska goðsögnin Jérome Fernandez stýrir. Pays d’Aix hefur reyndar farið rólega af stað heima fyrir og aðeins unnið tvo af fyrstu sex deildarleikjum sínum. FH-ingar eru mættir til Lissabon í Portúgal þar sem þeir mæta Benfica. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli portúgalska liðsins. Fyrri leikurinn, sem telst heimaleikur Benfica, fer fram í dag og á morgun er komið að „heimaleik“ FH. Benfica hefur sterku liði á að skipa sem endaði í 3. sæti portúgölsku deildarinnar á síðasta tímabili. Í liði Benfica má finna leikmenn á borð við Kévynn Nyakos, heims- og Evrópumeistara með Frakklandi, og makedónska markvörðinn Borko Ristovski sem hefur leikið með liðum á borð við Barcelona og Rhein-Neckar Löwen. Á þarsíðasta tímabili komst Benfica í riðlakeppni EHF-bikarsins. FH var hársbreidd frá því að komast þangað í fyrra og vantaði aðeins eitt mark til að slá Tatran Presov frá Slóvakíu úr leik í 3. umferð keppninnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í 2. umferð EHF-bikars karla í handbolta um helgina. Klukkan 18.00 í kvöld tekur Selfoss á móti slóvenska liðinu Riko Ribnica. Selfyssingar þurfa að vinna upp þriggja marka forskot Slóvenanna frá fyrri leiknum sem endaði með 30-27 sigri heimamanna. Möguleikar Selfyssinga eru ágætir en þeir þurfa að spila betri vörn en í fyrri leiknum ef þeir ætla sér að komast í næstu umferð. Selfoss vann ÍBV í Eyjum í Olís-deildinni á miðvikudaginn, 25-27, þar sem landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson fór á kostum á lokakaflanum. Á morgun mætir ÍBV franska liðinu Pays d’Aix á útivelli. Eyjamenn unnu frábæran sigur í fyrri leiknum, 24-23, sem Theodór Sigurbjörnsson og Kolbeinn Aron Ingibjargarson áttu risastóran þátt í að landa. Theodór skoraði síðustu tvö mörk ÍBV og Kolbeinn Aron varði lokaskot Frakkanna. Eins marks forskot er ekki mikið og það er hætt við að það dugi skammt gegn sterku liði Pays d’Aix sem franska goðsögnin Jérome Fernandez stýrir. Pays d’Aix hefur reyndar farið rólega af stað heima fyrir og aðeins unnið tvo af fyrstu sex deildarleikjum sínum. FH-ingar eru mættir til Lissabon í Portúgal þar sem þeir mæta Benfica. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli portúgalska liðsins. Fyrri leikurinn, sem telst heimaleikur Benfica, fer fram í dag og á morgun er komið að „heimaleik“ FH. Benfica hefur sterku liði á að skipa sem endaði í 3. sæti portúgölsku deildarinnar á síðasta tímabili. Í liði Benfica má finna leikmenn á borð við Kévynn Nyakos, heims- og Evrópumeistara með Frakklandi, og makedónska markvörðinn Borko Ristovski sem hefur leikið með liðum á borð við Barcelona og Rhein-Neckar Löwen. Á þarsíðasta tímabili komst Benfica í riðlakeppni EHF-bikarsins. FH var hársbreidd frá því að komast þangað í fyrra og vantaði aðeins eitt mark til að slá Tatran Presov frá Slóvakíu úr leik í 3. umferð keppninnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira