Framtíð laxeldis er í lokuðum kerfum Gísli Sigurðsson skrifar 4. október 2018 07:00 Það er óumdeilt að laxeldi í opnum sjókvíum veldur miklum umhverfisskaða: 1) Almenn mengun spillir nærumhverfinu, 2) sjúkdómar og lúsafaraldrar magnast upp í kringum eldið og laxalúsin leggst bæði á eldisfiskinn og villta laxfiska í 100-200 km fjarlægð frá eldinu og dregur þá til dauða, 3) eldisfiskar sleppa alltaf út og valda erfðablöndun í villtum laxastofnum í allt að 2000 km fjarlægð. Hægt er að kynna sér þessi miklu umhverfisáhrif í skýrslu Norsku ríkisendurskoðunarinnar frá árinu 2012 . Þá er nýkomin skýrsla norska vísindaráðsins um ástand villtra laxa í Noregi þar sem enn eru dregin fram hin neikvæðu umhverfisáhrif eldisins. Vegna þessara miklu og neikvæðu umhverfisáhrifa auglýstu norsk stjórnvöld árið 2015 eftir hugmyndum að þróunarverkefnum í fiskeldi sem gætu undið ofan af þeim mikla skaða sem eldið hafði valdið í Noregi. Veglegir styrkir voru í boði til nýsköpunar á þessu sviði og var tekið á móti umsóknum frá 20. nóvember 2015 til 17. nóvember 2017. Nú hafa átta verkefni af þeim 45 sem tekin voru til efnislegrar skoðunar hlotið styrki til áframhaldandi þróunar. Í fyrravor tóku Samtök norska iðnaðarins (Norsk industri) undir með stjórnvöldum í þessari stefnumótun og settu markið á að árið 2030 yrði hægt að ala lax við Noreg án þeirra neikvæðu umhverfisáhrifa sem rakin voru hér að framan og eru óhjákvæmilegur fylgifiskur opins sjókvíaeldis. Íslensk stjórnvöld ættu að bjóða þessi norsku nýsköpunarverkefni velkomin hingað til lands – þar sem mikill áhugi virðist vera fyrir auknu laxeldi til atvinnu- og verðmætasköpunar hér á landi – með þeim ívilnunum sem stjórnvöld geta veitt vaxtarbroddum í atvinnulífi. Þannig mætti stilla Íslandi upp í fremstu röð og taka strax stefnuna á umhverfisvænt laxeldi í sjó í stað þess að láta okkur taka fortíðarvanda Norðmanna í arf hér á landi – á meðan þeir sjálfir stefna í aðra átt heima hjá sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt að laxeldi í opnum sjókvíum veldur miklum umhverfisskaða: 1) Almenn mengun spillir nærumhverfinu, 2) sjúkdómar og lúsafaraldrar magnast upp í kringum eldið og laxalúsin leggst bæði á eldisfiskinn og villta laxfiska í 100-200 km fjarlægð frá eldinu og dregur þá til dauða, 3) eldisfiskar sleppa alltaf út og valda erfðablöndun í villtum laxastofnum í allt að 2000 km fjarlægð. Hægt er að kynna sér þessi miklu umhverfisáhrif í skýrslu Norsku ríkisendurskoðunarinnar frá árinu 2012 . Þá er nýkomin skýrsla norska vísindaráðsins um ástand villtra laxa í Noregi þar sem enn eru dregin fram hin neikvæðu umhverfisáhrif eldisins. Vegna þessara miklu og neikvæðu umhverfisáhrifa auglýstu norsk stjórnvöld árið 2015 eftir hugmyndum að þróunarverkefnum í fiskeldi sem gætu undið ofan af þeim mikla skaða sem eldið hafði valdið í Noregi. Veglegir styrkir voru í boði til nýsköpunar á þessu sviði og var tekið á móti umsóknum frá 20. nóvember 2015 til 17. nóvember 2017. Nú hafa átta verkefni af þeim 45 sem tekin voru til efnislegrar skoðunar hlotið styrki til áframhaldandi þróunar. Í fyrravor tóku Samtök norska iðnaðarins (Norsk industri) undir með stjórnvöldum í þessari stefnumótun og settu markið á að árið 2030 yrði hægt að ala lax við Noreg án þeirra neikvæðu umhverfisáhrifa sem rakin voru hér að framan og eru óhjákvæmilegur fylgifiskur opins sjókvíaeldis. Íslensk stjórnvöld ættu að bjóða þessi norsku nýsköpunarverkefni velkomin hingað til lands – þar sem mikill áhugi virðist vera fyrir auknu laxeldi til atvinnu- og verðmætasköpunar hér á landi – með þeim ívilnunum sem stjórnvöld geta veitt vaxtarbroddum í atvinnulífi. Þannig mætti stilla Íslandi upp í fremstu röð og taka strax stefnuna á umhverfisvænt laxeldi í sjó í stað þess að láta okkur taka fortíðarvanda Norðmanna í arf hér á landi – á meðan þeir sjálfir stefna í aðra átt heima hjá sér.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun