Félag sem vill alltaf vinna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2018 08:00 Ómar Ingi í leik með íslenska landsliðinu. „Þetta hefur gengið fínt. Það er gott að vera hérna. Þetta er frábært lið með frábæra þjálfara. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, um fyrstu mánuði sína í herbúðum Aalborg. Ómar gekk í raðir Álaborgarliðsins í sumar eftir tveggja ára dvöl hjá Århus. Aalborg er stórt félag sem hefur þrisvar sinnum orðið Danmerkurmeistari, síðast árið 2017 undir stjórn Arons Kristjánssonar. Aalborg varð einnig danskur meistari 2010 og 2013. Ómar segir að stökkið frá Árósum til Álaborgar hafi verið nokkuð stórt. „Þetta er betra lið og stærra félag. Það er aðeins meiri alvara í þessu og meiri stemning,“ segir Ómar. „Það er frábær kúltúr hérna. Þeir eru alltaf meðal fjögurra efstu liða og vilja alltaf vinna.“ Það er engu logið um að Ómar hafi farið vel af stað með Aalborg. Hann hefur skorað 35 mörk í sjö leikjum og er í 9. sæti yfir markahæstu leikmenn dönsku deildarinnar. Skotnýting Selfyssingsins er frábær, eða 71%. Þá er hann næststoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 27 slíkar. „Ég hef reynt að velja réttu færin. Það hefur gengið vel. Það skiptir ekki öllu máli hversu mikið ég skora,“ segir Ómar sem fékk loksins að taka víti í síðasta leik, 31-22 sigri á Mors-Thy. Hann segist þó ekki vita hvort hann sé orðinn aðalvítaskytta Aalborg. „Það kemur bara í ljós en ég er alltaf klár,“ segir Ómar hlæjandi. Hjá Aalborg leikur Ómar með sveitunga sínum, Janusi Daða Smárasyni. Aðstoðarþjálfari Aalborg er svo Arnór Atlason sem lagði skóna á hilluna í vor eftir að hafa leikið með Álaborgarliðinu síðustu árin á ferlinum. Ómar ber Arnóri afar vel söguna. „Mér finnst hann frábær. Hann býr yfir mikilli þekkingu og hefur spilað fyrir frábæra þjálfara. Hann hjálpar mér mikið með öll atriði sem tengjast leiknum,“ segir Ómar. Aalborg er á toppi dönsku deildarinnar með tólf stig eftir sjö umferðir. Ómar segir að stefnan sé sett á að vinna allt sem í boði er á tímabilinu. „Að sjálfsögðu. En þetta er langt mót og þú vinnur ekki neitt í október. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir úrslitakeppnina þegar að henni kemur,“ segir Ómar. Selfyssingurinn hefur verið í íslenska landsliðinu undanfarin tvö ár og farið á tvö stórmót (HM 2017 og EM 2018). Fram undan eru leikir í undankeppni EM og í janúar er svo komið að heimsmeistaramótinu sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. Guðmundur Guðmundsson tók við íslenska landsliðinu eftir EM í byrjun árs og Ómar nýtur þess að spila undir stjórn þessa reynda þjálfara sem er að stýra landsliðinu í þriðja sinn. „Það er æðislegt. Hann er nákvæmur í því sem hann gerir og veit hvað hann vill. Hann stýrir þessu vel. Það er mjög auðvelt að spila undir stjórn hans,“ segir Ómar sem er nokkuð bjartsýnn á gott gengi á HM. „Við getum gert góða hluti. Þetta er spurning um hversu vel við spilum. Ef við gerum það er allt hægt.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
„Þetta hefur gengið fínt. Það er gott að vera hérna. Þetta er frábært lið með frábæra þjálfara. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, um fyrstu mánuði sína í herbúðum Aalborg. Ómar gekk í raðir Álaborgarliðsins í sumar eftir tveggja ára dvöl hjá Århus. Aalborg er stórt félag sem hefur þrisvar sinnum orðið Danmerkurmeistari, síðast árið 2017 undir stjórn Arons Kristjánssonar. Aalborg varð einnig danskur meistari 2010 og 2013. Ómar segir að stökkið frá Árósum til Álaborgar hafi verið nokkuð stórt. „Þetta er betra lið og stærra félag. Það er aðeins meiri alvara í þessu og meiri stemning,“ segir Ómar. „Það er frábær kúltúr hérna. Þeir eru alltaf meðal fjögurra efstu liða og vilja alltaf vinna.“ Það er engu logið um að Ómar hafi farið vel af stað með Aalborg. Hann hefur skorað 35 mörk í sjö leikjum og er í 9. sæti yfir markahæstu leikmenn dönsku deildarinnar. Skotnýting Selfyssingsins er frábær, eða 71%. Þá er hann næststoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 27 slíkar. „Ég hef reynt að velja réttu færin. Það hefur gengið vel. Það skiptir ekki öllu máli hversu mikið ég skora,“ segir Ómar sem fékk loksins að taka víti í síðasta leik, 31-22 sigri á Mors-Thy. Hann segist þó ekki vita hvort hann sé orðinn aðalvítaskytta Aalborg. „Það kemur bara í ljós en ég er alltaf klár,“ segir Ómar hlæjandi. Hjá Aalborg leikur Ómar með sveitunga sínum, Janusi Daða Smárasyni. Aðstoðarþjálfari Aalborg er svo Arnór Atlason sem lagði skóna á hilluna í vor eftir að hafa leikið með Álaborgarliðinu síðustu árin á ferlinum. Ómar ber Arnóri afar vel söguna. „Mér finnst hann frábær. Hann býr yfir mikilli þekkingu og hefur spilað fyrir frábæra þjálfara. Hann hjálpar mér mikið með öll atriði sem tengjast leiknum,“ segir Ómar. Aalborg er á toppi dönsku deildarinnar með tólf stig eftir sjö umferðir. Ómar segir að stefnan sé sett á að vinna allt sem í boði er á tímabilinu. „Að sjálfsögðu. En þetta er langt mót og þú vinnur ekki neitt í október. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir úrslitakeppnina þegar að henni kemur,“ segir Ómar. Selfyssingurinn hefur verið í íslenska landsliðinu undanfarin tvö ár og farið á tvö stórmót (HM 2017 og EM 2018). Fram undan eru leikir í undankeppni EM og í janúar er svo komið að heimsmeistaramótinu sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. Guðmundur Guðmundsson tók við íslenska landsliðinu eftir EM í byrjun árs og Ómar nýtur þess að spila undir stjórn þessa reynda þjálfara sem er að stýra landsliðinu í þriðja sinn. „Það er æðislegt. Hann er nákvæmur í því sem hann gerir og veit hvað hann vill. Hann stýrir þessu vel. Það er mjög auðvelt að spila undir stjórn hans,“ segir Ómar sem er nokkuð bjartsýnn á gott gengi á HM. „Við getum gert góða hluti. Þetta er spurning um hversu vel við spilum. Ef við gerum það er allt hægt.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni