Halldór Jóhann: Nokkrar ákvarðanir alveg glórulausar Arnar Helgi Magnússon skrifar 7. október 2018 21:39 Halldór á hliðarlínunnni fyrr í vetur. vísir/bára „Við gerðum okkur erfitt fyrir í seinni hálfleik. Mér fannst við vera við vera mjög góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega varnarlega. Það var mikill agi en við vorum að klikka svo lítið í byrjun á skotunum,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigur á Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. „Við hefðum viljað vera 6-7 mörkum yfir í hálfleik vegna þess að Stjörnuliðið er alltaf hættulegt, þeir eru komnir með alla sína menn til baka. Við vissum að þeir ætluðu að bíta frá sér og því var þetta bara þeim um skemmtilegra að klára þetta í lokin.” „Við vorum sjálfum okkur verstir þegar við missum niður forystuna. Við misstum aðeins fæturnar í vörninni og á sama tíma smá óðagot á okkur sóknarlega. Ég er bara heilt yfir mjög ánægður með það hvernig við klárum leikinn.” „Við lendum tveimur mörkum undir á síðustu átta mínútum leiksins og við komum til baka. Þetta mátti ekki tæpara standa. Ég er virkilega sáttur að klára þetta gegn góðu Stjörnuliði.” „Þeir eru búnir að tapa öllum sínum leikjum en þeir voru komnir með alla sína menn til baka í dag og við vissum að þeir yrðu sterkir.” Halldór vill ekki tjá sig um dómgæsluna í leiknum en segir þó að dómgæslan hafi bitnað meira á Stjörnunni heldur en hans liði. Á tímabili í síðari hálfleik voru Stjörnumenn þremur mönnum færri en þrír leikmenn þeirra fengu tveggja mínútna brottvísun á svipuðum tíma. Halldór segir að það hafi kveikt í Stjörnunni: „Já, við skorum þrjú mörk á þessum kafla en síðan missum við það bara aftur niður, við vorum ekki nógu klókir. Ég ætla ekkert að tjá mig um hvernig dómgæslan var en það voru nokkrar ákvarðanir alveg glórulausar." „Það bitnaði kannski meira á þeim heldur en okkur. Þegar það verða sveiflur í þessu þá verða sveiflur í leiknum." FH heldur nú út til Portúgals þar sem að þeir mæta Benfica í EHF-keppninni. Halldór segist spenntur fyrir þeim viðureignum. „Á föstudaginn fljúgum við til Benfica og spilum þar tvo leiki á móti ógnarsterku liði. Þetta er frábært verkefni fyrir allan hópinn á móti mjög sterku liði. Þeir eru búnir að mæta við sig mjög sterkum leikmönnum frá því í fyrra.” „Þeir eru komnir með makedónískan landsliðsmarkmann og svo frönskum landsliðsmanni. Þeir eru með leikmenn að spila í bestu landsliðum í heimi. Það verður gaman að mæla sig við þessi lið,” sagði Halldór Jóhann í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
„Við gerðum okkur erfitt fyrir í seinni hálfleik. Mér fannst við vera við vera mjög góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega varnarlega. Það var mikill agi en við vorum að klikka svo lítið í byrjun á skotunum,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigur á Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. „Við hefðum viljað vera 6-7 mörkum yfir í hálfleik vegna þess að Stjörnuliðið er alltaf hættulegt, þeir eru komnir með alla sína menn til baka. Við vissum að þeir ætluðu að bíta frá sér og því var þetta bara þeim um skemmtilegra að klára þetta í lokin.” „Við vorum sjálfum okkur verstir þegar við missum niður forystuna. Við misstum aðeins fæturnar í vörninni og á sama tíma smá óðagot á okkur sóknarlega. Ég er bara heilt yfir mjög ánægður með það hvernig við klárum leikinn.” „Við lendum tveimur mörkum undir á síðustu átta mínútum leiksins og við komum til baka. Þetta mátti ekki tæpara standa. Ég er virkilega sáttur að klára þetta gegn góðu Stjörnuliði.” „Þeir eru búnir að tapa öllum sínum leikjum en þeir voru komnir með alla sína menn til baka í dag og við vissum að þeir yrðu sterkir.” Halldór vill ekki tjá sig um dómgæsluna í leiknum en segir þó að dómgæslan hafi bitnað meira á Stjörnunni heldur en hans liði. Á tímabili í síðari hálfleik voru Stjörnumenn þremur mönnum færri en þrír leikmenn þeirra fengu tveggja mínútna brottvísun á svipuðum tíma. Halldór segir að það hafi kveikt í Stjörnunni: „Já, við skorum þrjú mörk á þessum kafla en síðan missum við það bara aftur niður, við vorum ekki nógu klókir. Ég ætla ekkert að tjá mig um hvernig dómgæslan var en það voru nokkrar ákvarðanir alveg glórulausar." „Það bitnaði kannski meira á þeim heldur en okkur. Þegar það verða sveiflur í þessu þá verða sveiflur í leiknum." FH heldur nú út til Portúgals þar sem að þeir mæta Benfica í EHF-keppninni. Halldór segist spenntur fyrir þeim viðureignum. „Á föstudaginn fljúgum við til Benfica og spilum þar tvo leiki á móti ógnarsterku liði. Þetta er frábært verkefni fyrir allan hópinn á móti mjög sterku liði. Þeir eru búnir að mæta við sig mjög sterkum leikmönnum frá því í fyrra.” „Þeir eru komnir með makedónískan landsliðsmarkmann og svo frönskum landsliðsmanni. Þeir eru með leikmenn að spila í bestu landsliðum í heimi. Það verður gaman að mæla sig við þessi lið,” sagði Halldór Jóhann í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira