Sport

Beðnir um að hylja húðflúrin á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá landsliðsmann Samóa í rúgbý með stórt tattú.
Hér má sjá landsliðsmann Samóa í rúgbý með stórt tattú. vísir/getty
HM í rúgbý á næsta ári verður nokkuð sérstakt því þá mun ekki sjást í eitt einasta tattú. Leikmenn eru bara nokkuð sáttir við það.

Mótið fer fram í Japan og tattú þar í landi tengjast oftar en ekki hinum alrædmu Yakuza-samtökum. Hin almenni Japani er því ekki flúraður og víða í Japan er bannað að sýna húðflúr.

Er leikmenn fara í sund eða í líkamsrækt hafa þeir verið beðnir um að fara í þrönga, síðerma undirboli til þess að hylja húðflúrin sín. Nóg er til af flúrúðum rúgbý-leikmönnum.

Skipuleggjendur bjuggust við háværum mótmælum frá leikmönnum en það hefur enginn tekið illa í þessa bón. Leikmenn virðast vilja virða heimamanna og þeirra menningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×