Hvert er erindi VG? Svanur Kristjánsson skrifar 24. september 2018 07:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, var mynduð 30. nóvember 2017 en í þingkosningum skömmu áður hlaut flokkur hennar tæp 17% atkvæða og 11 þingsæti. Í upphafi naut ríkisstjórnin mikilla vinsælda en 70-80% kjósenda studdu stjórnina. Á skömmum tíma dvínuðu vinsældirnar mjög. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallup skiptast kjósendur nú í tvo jafnstóra hópa í afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Engu að síður halda tveir stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, fylgi sínu en VG er í frjálsu falli – mælist einungis með ríflega 11% fylgi. Engin ástæða er til annars en að taka mark á þessum vísbendingum um fylgishrun VG. Skemmst er þess að minnast að flokkurinn hlaut samtals 14.477 atkvæði í síðustu þingkosningum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur en 2.700 atkvæði í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fengu einfaldlega þá stjórnarstefnu sem flokkarnir tveir lofuðu: Slegin er skjaldborg gegn öllum kerfisbreytingum. Engar breytingar gerðar í sjávarútvegi eða landbúnaði. Engar umbætur í húsnæðismálum. Endurskoðun stjórnarskrárinnar háð samþykki forystumanna allra flokka. 1. desember 2018 munu því Íslendingar fagna 100 ára fullveldi án þess að valdaflokkar landsins hafi efnt hátíðleg loforð um að endurskoða bráðabirgðastjórnarskrá lýðveldisins frá 1944. Óbreytt er stjórnarskrá sem í grundvallaratriðum er byggð á stjórnarskrá konungsríkisins Danmerkur – frá 1849! Kjósendur VG kölluðu eftir róttækum breytingum en uppskáru ríkisstjórn stöðnunar. Þingflokkur VG lýsti meira að segja yfir trausti á dómsmálaráðherra sem Hæstiréttur Íslands hefur fundið seka um lögbrot við skipun dómara í einn af dómstólum landsins. Ríkisstjórn undir forystu VG er einnig að stefna landinu í harðvítug stéttaátök, neitar m.a. að afturkalla stórfelldar kauphækkanir til alþingismanna og annarra valdhafa. Umbótaöflin í íslenskri verkalýðshreyfingu og stjórnmálum munu væntanlega sigra án atbeina forystufólks VG. Engu að síður er núverandi erindisleysi og fylgishrun VG ekkert fagnaðarefni. Umbótahreyfingin í landinu yrði sterkari með VG innanborðs. Vonandi að svo megi verða. Varla er erindi forystu VG fyrst og fremst að þjóna ríkjandi valdakerfi í landinu?Höfundur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, var mynduð 30. nóvember 2017 en í þingkosningum skömmu áður hlaut flokkur hennar tæp 17% atkvæða og 11 þingsæti. Í upphafi naut ríkisstjórnin mikilla vinsælda en 70-80% kjósenda studdu stjórnina. Á skömmum tíma dvínuðu vinsældirnar mjög. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallup skiptast kjósendur nú í tvo jafnstóra hópa í afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Engu að síður halda tveir stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, fylgi sínu en VG er í frjálsu falli – mælist einungis með ríflega 11% fylgi. Engin ástæða er til annars en að taka mark á þessum vísbendingum um fylgishrun VG. Skemmst er þess að minnast að flokkurinn hlaut samtals 14.477 atkvæði í síðustu þingkosningum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur en 2.700 atkvæði í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fengu einfaldlega þá stjórnarstefnu sem flokkarnir tveir lofuðu: Slegin er skjaldborg gegn öllum kerfisbreytingum. Engar breytingar gerðar í sjávarútvegi eða landbúnaði. Engar umbætur í húsnæðismálum. Endurskoðun stjórnarskrárinnar háð samþykki forystumanna allra flokka. 1. desember 2018 munu því Íslendingar fagna 100 ára fullveldi án þess að valdaflokkar landsins hafi efnt hátíðleg loforð um að endurskoða bráðabirgðastjórnarskrá lýðveldisins frá 1944. Óbreytt er stjórnarskrá sem í grundvallaratriðum er byggð á stjórnarskrá konungsríkisins Danmerkur – frá 1849! Kjósendur VG kölluðu eftir róttækum breytingum en uppskáru ríkisstjórn stöðnunar. Þingflokkur VG lýsti meira að segja yfir trausti á dómsmálaráðherra sem Hæstiréttur Íslands hefur fundið seka um lögbrot við skipun dómara í einn af dómstólum landsins. Ríkisstjórn undir forystu VG er einnig að stefna landinu í harðvítug stéttaátök, neitar m.a. að afturkalla stórfelldar kauphækkanir til alþingismanna og annarra valdhafa. Umbótaöflin í íslenskri verkalýðshreyfingu og stjórnmálum munu væntanlega sigra án atbeina forystufólks VG. Engu að síður er núverandi erindisleysi og fylgishrun VG ekkert fagnaðarefni. Umbótahreyfingin í landinu yrði sterkari með VG innanborðs. Vonandi að svo megi verða. Varla er erindi forystu VG fyrst og fremst að þjóna ríkjandi valdakerfi í landinu?Höfundur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun