Sparnaðarráð Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. september 2018 08:00 Nú liggur fyrir þinginu í annað sinn tillaga þingflokks Samfylkingarinnar um að einn sálfræðingur í það minnsta starfi í hverju fangelsi á Íslandi. Eins og sakir standa starfa þrír sálfræðingar hjá Fangelsismálastofnun, meðan fangar, skjólstæðingar stofnunarinnar, eru um 600. Einn sálfræðingur hefur fasta starfsstöð á Litla-Hrauni, hinir dreifa kröftum sínum um kerfið. Sinna þarf öðrum fangelsum og föngum sem afplána utan múranna – eru í rafrænu eftirliti, á áfangaheimilum, í samfélagsþjónustu, á biðlistum og þar fram eftir götunum. Fangelsismálastjóri hefur í viðtölum látið hafa eftir sér að það blasi við öllum þeim sem þekkja til í fangelsunum að flestir, ef ekki allir, sem sitja í fangelsi glími við einhvers konar fíknivanda. „Að sama skapi blasir það við okkur að það þarf að hjálpa öllu því fólki sem glímir við slíkan vanda. Menn eru að fremja langflesta glæpi undir áhrifum fíkniefna og ef fólki er hjálpað að takast á við slíkt, þá getum við fækkað afbrotum og þar af leiðandi endurkomum inn í fangelsin. Í mínum huga er þetta svo einfalt, að minnsta kosti hjá stórum hluta minna skjólstæðinga,“ sagði fangelsismálastjórinn. Fyrir liggur að fangar glíma oftar en ekki við áföll sem mikilvægt er að vinna úr, hvort sem þau tengjast uppvexti, neyslu, fangelsisvistinni sjálfri eða öðru. Sú sjálfsagða krafa að föngum sé tryggð heilbrigðisþjónusta, þar með talin aðstoð sálfræðinga, er ekki einungis spurning um mannúð og virðingu, heldur hefur margsinnis verið sýnt fram á að þannig má spara ríkinu háar fjárhæðir. Nærri helmingur fanga sem eru í afplánun í íslenskum fangelsum hefur áður mátt dúsa í fangelsi – er að koma í annað, þriðja eða fjórða sinn. Beinn kostnaður ríkissjóðs við hvern fanga er á bilinu níu til tíu milljónir á ári. Fagfólk kann aðferðir sem stuðla að því að fólk haldi sig á beinu brautinni. Þannig má afstýra mikilli óhamingju fanganna sjálfra og allra sem þeim tengjast – barna og fullorðinna. Frelsissvipting er afar íþyngjandi hverjum þeim sem fyrir henni verður. Að sama skapi fylgir mikil ábyrgð því opinbera valdi að svipta einstakling frelsi sínu. Stjórnvöld þurfa að gangast við þeirri ábyrgð og markmiðið hlýtur að vera að fá út úr fangelsi betra fólk en fór þangað inn. Raunveruleg betrun á sér oft stað ef einstaklingi eru færð tæki og tól til þess að takast á við lífið. Fólk getur öðlast trú á lífið og tilveruna og orðið virkir samfélagsþegnar. Fangavistin verður að hafa innihald en ekki vera skammarkrókur fyrir niðurlægt fólk sem við vitum ekkert hvernig við eigum að koma fram við. Fangar þurfa að fá tækifæri til að breyta lífssýn sinni – koma með eitthvað í farteskinu út í samfélagið að nýju. Tillaga Samfylkingarinnar er sparnaðarráð sem dregur úr óhamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir þinginu í annað sinn tillaga þingflokks Samfylkingarinnar um að einn sálfræðingur í það minnsta starfi í hverju fangelsi á Íslandi. Eins og sakir standa starfa þrír sálfræðingar hjá Fangelsismálastofnun, meðan fangar, skjólstæðingar stofnunarinnar, eru um 600. Einn sálfræðingur hefur fasta starfsstöð á Litla-Hrauni, hinir dreifa kröftum sínum um kerfið. Sinna þarf öðrum fangelsum og föngum sem afplána utan múranna – eru í rafrænu eftirliti, á áfangaheimilum, í samfélagsþjónustu, á biðlistum og þar fram eftir götunum. Fangelsismálastjóri hefur í viðtölum látið hafa eftir sér að það blasi við öllum þeim sem þekkja til í fangelsunum að flestir, ef ekki allir, sem sitja í fangelsi glími við einhvers konar fíknivanda. „Að sama skapi blasir það við okkur að það þarf að hjálpa öllu því fólki sem glímir við slíkan vanda. Menn eru að fremja langflesta glæpi undir áhrifum fíkniefna og ef fólki er hjálpað að takast á við slíkt, þá getum við fækkað afbrotum og þar af leiðandi endurkomum inn í fangelsin. Í mínum huga er þetta svo einfalt, að minnsta kosti hjá stórum hluta minna skjólstæðinga,“ sagði fangelsismálastjórinn. Fyrir liggur að fangar glíma oftar en ekki við áföll sem mikilvægt er að vinna úr, hvort sem þau tengjast uppvexti, neyslu, fangelsisvistinni sjálfri eða öðru. Sú sjálfsagða krafa að föngum sé tryggð heilbrigðisþjónusta, þar með talin aðstoð sálfræðinga, er ekki einungis spurning um mannúð og virðingu, heldur hefur margsinnis verið sýnt fram á að þannig má spara ríkinu háar fjárhæðir. Nærri helmingur fanga sem eru í afplánun í íslenskum fangelsum hefur áður mátt dúsa í fangelsi – er að koma í annað, þriðja eða fjórða sinn. Beinn kostnaður ríkissjóðs við hvern fanga er á bilinu níu til tíu milljónir á ári. Fagfólk kann aðferðir sem stuðla að því að fólk haldi sig á beinu brautinni. Þannig má afstýra mikilli óhamingju fanganna sjálfra og allra sem þeim tengjast – barna og fullorðinna. Frelsissvipting er afar íþyngjandi hverjum þeim sem fyrir henni verður. Að sama skapi fylgir mikil ábyrgð því opinbera valdi að svipta einstakling frelsi sínu. Stjórnvöld þurfa að gangast við þeirri ábyrgð og markmiðið hlýtur að vera að fá út úr fangelsi betra fólk en fór þangað inn. Raunveruleg betrun á sér oft stað ef einstaklingi eru færð tæki og tól til þess að takast á við lífið. Fólk getur öðlast trú á lífið og tilveruna og orðið virkir samfélagsþegnar. Fangavistin verður að hafa innihald en ekki vera skammarkrókur fyrir niðurlægt fólk sem við vitum ekkert hvernig við eigum að koma fram við. Fangar þurfa að fá tækifæri til að breyta lífssýn sinni – koma með eitthvað í farteskinu út í samfélagið að nýju. Tillaga Samfylkingarinnar er sparnaðarráð sem dregur úr óhamingju.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun