Lítil dæmisaga Davíð Gíslason skrifar 28. september 2018 07:00 Af ákveðnu tilefni hafa gömul atvik komið upp í huga minn, frá því ég var ungur drengur vestur í Dýrafirði. Ég er yngstur níu systkina og á heimili mínu var afar gestkvæmt. Móðir mín hafði því í mörg horn að líta. Þrátt fyrir það var hún beðin að taka að sér miðaldra, þroskaheftan mann frá Þingeyri, sem orðið hafði fyrir einelti af unglingum og einstaka fullorðnum í þorpinu. Okkur systkinunum brá illa í brún þegar hann birtist eitt kvöldið með móður minni. Þetta breyttist þó fljótt og brátt var þessi nýi heimilismaður öllum hugljúfi og gleðigjafi. Hann gekk alltaf undir gælunafninu Dúddi. Hann var á óræðum aldri, hávaxinn og afar feitlaginn. Hann talaði tungumál, sem enginn annar talaði, og sem við vorum nokkrar vikur að tileinka okkur. Öll æðri tölfræði var honum ókunn og hann kunni skil á aðeins tveimur tölum. Því var hann að eigin sögn níu ára gamall og fimm pund að þyngd. Dúddi varð eins konar lukkutröll á bænum, sem allir sveitungarnir þekktu og umgengust eins og vin og félaga. Einn góður fjölskylduvinur, sem Dúddi hafði miklar mætur á, gerði það eitt sinn að gamni sínu að leggja á borðið fyrir framan hann tveggja krónu pening og fimm hundruð króna seðil og láta Dúdda velja hvort hann vildi heldur. Dúddi var fljótur að velja og hann tók túkallinn. Nokkru seinna, þegar nokkuð margmennt var á heimilinu, lagði sami maður tveggja krónu pening og fimm hundruð krónu seðil á borðið fyrir Dúdda og sagði að hann mætti eiga hvort tveggja. En svo dró hann stóran brjóstsykurspoka upp úr vasa sínum og sagði að Dúddi gæti fengið hann með því að borga hann, annaðhvort með peningnum eða seðlinum. Dúddi var skjótur til og rétti fram seðilinn og tók til sín sælgætispokann og peninginn og ljómaði af gleði, en viðstaddir hlógu hjartanlega, allir nema móðir mín, sem sagði að það væri ljótt að spila með aumingjann. Þetta tiltölulega lítilvæga atvik kom upp í huga minn eftir 65 ár, þegar ég las um þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að senda sjúklinga með ónýta mjaðmaliði til útlanda í aðgerðir, þrátt fyrir þær þjáningar, sem það hlýtur að valda þeim, nýkomnum úr erfiðum aðgerðum, að þurfa að ferðast með flugvélum milli landa. Þetta gerir ráðherrann þótt kostnaður við aðgerðirnar sé þrisvar sinnum meiri erlendis, en ef þær væru gerðar á Íslandi, og ríkissjóður verður af skatttekjum, sem myndi svara til þriðjungs kostnaðarins væru aðgerðirnar gerðar hér heima. Þegar ráðherrann var spurður um þetta háttalag í Kastljósi útvarpsins þann 5. september síðastliðinn svaraði hann þáttarstjórnandanum: „Þú talar eins og ég sé með rassvasann fullan af peningum.“ Þarna virðist ráðherrann bera svipað skynbragð á peninga og Dúddi sem lagði ekkert verðgildi á þá peninga, sem honum áskotnuðust, en fannst túkallinn fallegri og fara betur í hendi. Þeir sem hafa vondan málstað að verja reyna oft að breiða yfir það með mælgi. Dúddi höndlaði með eigin peninga, en ráðherrann er að sólunda skattfé okkar borgaranna. Þar í liggur munurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Af ákveðnu tilefni hafa gömul atvik komið upp í huga minn, frá því ég var ungur drengur vestur í Dýrafirði. Ég er yngstur níu systkina og á heimili mínu var afar gestkvæmt. Móðir mín hafði því í mörg horn að líta. Þrátt fyrir það var hún beðin að taka að sér miðaldra, þroskaheftan mann frá Þingeyri, sem orðið hafði fyrir einelti af unglingum og einstaka fullorðnum í þorpinu. Okkur systkinunum brá illa í brún þegar hann birtist eitt kvöldið með móður minni. Þetta breyttist þó fljótt og brátt var þessi nýi heimilismaður öllum hugljúfi og gleðigjafi. Hann gekk alltaf undir gælunafninu Dúddi. Hann var á óræðum aldri, hávaxinn og afar feitlaginn. Hann talaði tungumál, sem enginn annar talaði, og sem við vorum nokkrar vikur að tileinka okkur. Öll æðri tölfræði var honum ókunn og hann kunni skil á aðeins tveimur tölum. Því var hann að eigin sögn níu ára gamall og fimm pund að þyngd. Dúddi varð eins konar lukkutröll á bænum, sem allir sveitungarnir þekktu og umgengust eins og vin og félaga. Einn góður fjölskylduvinur, sem Dúddi hafði miklar mætur á, gerði það eitt sinn að gamni sínu að leggja á borðið fyrir framan hann tveggja krónu pening og fimm hundruð króna seðil og láta Dúdda velja hvort hann vildi heldur. Dúddi var fljótur að velja og hann tók túkallinn. Nokkru seinna, þegar nokkuð margmennt var á heimilinu, lagði sami maður tveggja krónu pening og fimm hundruð krónu seðil á borðið fyrir Dúdda og sagði að hann mætti eiga hvort tveggja. En svo dró hann stóran brjóstsykurspoka upp úr vasa sínum og sagði að Dúddi gæti fengið hann með því að borga hann, annaðhvort með peningnum eða seðlinum. Dúddi var skjótur til og rétti fram seðilinn og tók til sín sælgætispokann og peninginn og ljómaði af gleði, en viðstaddir hlógu hjartanlega, allir nema móðir mín, sem sagði að það væri ljótt að spila með aumingjann. Þetta tiltölulega lítilvæga atvik kom upp í huga minn eftir 65 ár, þegar ég las um þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að senda sjúklinga með ónýta mjaðmaliði til útlanda í aðgerðir, þrátt fyrir þær þjáningar, sem það hlýtur að valda þeim, nýkomnum úr erfiðum aðgerðum, að þurfa að ferðast með flugvélum milli landa. Þetta gerir ráðherrann þótt kostnaður við aðgerðirnar sé þrisvar sinnum meiri erlendis, en ef þær væru gerðar á Íslandi, og ríkissjóður verður af skatttekjum, sem myndi svara til þriðjungs kostnaðarins væru aðgerðirnar gerðar hér heima. Þegar ráðherrann var spurður um þetta háttalag í Kastljósi útvarpsins þann 5. september síðastliðinn svaraði hann þáttarstjórnandanum: „Þú talar eins og ég sé með rassvasann fullan af peningum.“ Þarna virðist ráðherrann bera svipað skynbragð á peninga og Dúddi sem lagði ekkert verðgildi á þá peninga, sem honum áskotnuðust, en fannst túkallinn fallegri og fara betur í hendi. Þeir sem hafa vondan málstað að verja reyna oft að breiða yfir það með mælgi. Dúddi höndlaði með eigin peninga, en ráðherrann er að sólunda skattfé okkar borgaranna. Þar í liggur munurinn.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar