Seinni bylgjan: „Körfuboltinn er að verða harðari íþrótt en okkar“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. september 2018 13:00 S2 Sport Olísdeildin stendur best að vígi þegar kemur að spilatíma ungra leikmanna en er hún enn grjóthörð þrátt fyrir nýja reglubreytingu? Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport verður með nýjan lið í vetur sem heitir „Lokaskotið“ þar sem sérfræðingarnir ræða þrjú af stærstu málum hverrar umferðar. Í þætti gærkvöldsins tóku þeir Tómas Þór Þórðarson, Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson fyrir útlendingana í deildinni, reglubreytingar á gulum spjöldum og hvort deildin yrði jafnari en fyrirfram var talið. Oft er fjöldi erlendra leikmanna talinn neikvæður, sérstaklega í fótboltanum er það talið neikvætt ef lið eru með of mikið af erlendum leikmönnum sem taka spilatíma af þeim ungu. „Ég held við séum sú deild sem er hvað öflugust í að leyfa ungum leikmönnum að spila. Ég held að lið eins og Akureyri og KA hafi gert allt sem að þau gátu til þess að fá íslenska leikmenn, það gekk ekki, og þá verða þau að fá til sín erlenda leikmenn,“ sagði Jóhann Gunnar.Gult spjald fer að verða sjaldgæfari sjón í handboltanumVísir/Andri MarinóÞað var ný regla innleidd í Olísdeildina í vetur og voru sérfræðingarnir ekki á sömu skoðun um hana. Áður fyrr voru þrjú gul spjöld gefin áður en leikmenn fá tveggja mínútna brottvísun. Því hefur verið breytt í bara eitt gult spjald. „Þetta fjölgar brottvísunum mikið, kannski fyrir brot sem við erum aldir upp við að sé bara gult spjald,“ sagði Sebastian. „Við vitum það bara að það var alltaf sagt í klefanum, fyrstu tíu höfum við þrjú gul, hömrum þá og verum grófir. Nú er það ekki leyft,“ sagði Jóhann Gunnar. „Gula spjaldið var tilgangslaust.“ Sebastian var ekki sammála Jóhanni og rifust þeir félagar aðeins um málið. „Hvar endar þetta, körfuboltinn er að verða harðari íþrótt en okkar íþrótt.“ Þessar skemmtilegu rökræður, umræðuna um erlendu leikmennina og hversu jöfn deildin er má sjá í spilaranum hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Olísdeildin stendur best að vígi þegar kemur að spilatíma ungra leikmanna en er hún enn grjóthörð þrátt fyrir nýja reglubreytingu? Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport verður með nýjan lið í vetur sem heitir „Lokaskotið“ þar sem sérfræðingarnir ræða þrjú af stærstu málum hverrar umferðar. Í þætti gærkvöldsins tóku þeir Tómas Þór Þórðarson, Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson fyrir útlendingana í deildinni, reglubreytingar á gulum spjöldum og hvort deildin yrði jafnari en fyrirfram var talið. Oft er fjöldi erlendra leikmanna talinn neikvæður, sérstaklega í fótboltanum er það talið neikvætt ef lið eru með of mikið af erlendum leikmönnum sem taka spilatíma af þeim ungu. „Ég held við séum sú deild sem er hvað öflugust í að leyfa ungum leikmönnum að spila. Ég held að lið eins og Akureyri og KA hafi gert allt sem að þau gátu til þess að fá íslenska leikmenn, það gekk ekki, og þá verða þau að fá til sín erlenda leikmenn,“ sagði Jóhann Gunnar.Gult spjald fer að verða sjaldgæfari sjón í handboltanumVísir/Andri MarinóÞað var ný regla innleidd í Olísdeildina í vetur og voru sérfræðingarnir ekki á sömu skoðun um hana. Áður fyrr voru þrjú gul spjöld gefin áður en leikmenn fá tveggja mínútna brottvísun. Því hefur verið breytt í bara eitt gult spjald. „Þetta fjölgar brottvísunum mikið, kannski fyrir brot sem við erum aldir upp við að sé bara gult spjald,“ sagði Sebastian. „Við vitum það bara að það var alltaf sagt í klefanum, fyrstu tíu höfum við þrjú gul, hömrum þá og verum grófir. Nú er það ekki leyft,“ sagði Jóhann Gunnar. „Gula spjaldið var tilgangslaust.“ Sebastian var ekki sammála Jóhanni og rifust þeir félagar aðeins um málið. „Hvar endar þetta, körfuboltinn er að verða harðari íþrótt en okkar íþrótt.“ Þessar skemmtilegu rökræður, umræðuna um erlendu leikmennina og hversu jöfn deildin er má sjá í spilaranum hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira