Handbolti

Grótta fær liðsstyrk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjartur er hér nýbúinn að skrifa undir samning við Gróttuna.
Bjartur er hér nýbúinn að skrifa undir samning við Gróttuna.

Olís-deildarlið Gróttu fékk í dag liðsstyrk er Bjartur Guðmundsson skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Bjartur kemur til félagsins frá Fram þar sem hann spilaði 22 leiki í Olís-deildinni í fyrra og í þeim leikjum skoraði hann 34 mörk.

„Bjartur er klókur miðjumaður en einnig mjög öflugur varnarmaður og mun koma hans gera mikið fyrir leikmannahóp liðsins,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Gróttu.

Bjartur er kominn með leikheimild með liðinu og mun spila gegn uppeldisfélagi sínu, Vali, á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.