Gömul og ný dómsmál Óttar Guðmundsson skrifar 15. september 2018 08:00 Í Íslandsklukku Halldórs Laxness er lýst hrakningum Jóns Hreggviðssonar í íslenska dómskerfinu á 18. öld. Honum var gefið að sök að hafa myrt böðul konungsins, sakfelldur og dæmdur til dauða. Aldrei tókst að sanna neitt á Jón og sjálfur neitaði hann sök. Honum tókst að komast undan og mál hans var tekið upp að nýju. Hann var sýknaður og kom aftur heim frjáls maður með hatt á höfði. Aftur eru þungir dómar í meintu morðmáli til endurupptöku. Mín kynslóð man vel eftir Geirfinnsmálinu, leitinni að mönnunum tveimur, blaðamannafundum, Leirfinni, handtökum, réttarhöldum og dómum. Valdamenn kröfðust þess að málið yrði upplýst. Hópurinn í kringum Sævar heitinn Ciesielski hentaði sérlega vel í hlutverk sakborninga í þessu máli. Þau voru lokuð í einangrun, yfirheyrð af mikilli hörku og allir lögðust á eitt að fá fram játningu. Þegar þungir fangelsisdómar voru kveðnir upp í Hæstarétti héldu allir að málinu væri lokið. Löngu síðar kynntist ég Sævari. Hann sagði mér frá viðskiptum sínum við réttvísina, einangrun, niðurlægingu og andlegum og líkamlegum pyntingunum. Brotið var á honum á öllum stigum málsins. Sævar líkt og Jón Hreggviðsson trúði á réttlætið innra með sjálfum sér og krafðist endurupptöku málsins. Allir sjá hversu fáránlegir dómarnir voru fyrir 40 árum. Aldrei tókst að sanna að brot hefðu verið framin. Bæði Jón Hreggviðsson og Sævar voru gripnir af því að þeir lágu vel við höggi. Réttvísina skorti sökudólga og þunga dóma til að sýna vald sitt og róa þjóðina. „Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti,“ hefði Jón Hreggviðsson sagt við Sævar. Vonandi eru það ekki orð að sönnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Í Íslandsklukku Halldórs Laxness er lýst hrakningum Jóns Hreggviðssonar í íslenska dómskerfinu á 18. öld. Honum var gefið að sök að hafa myrt böðul konungsins, sakfelldur og dæmdur til dauða. Aldrei tókst að sanna neitt á Jón og sjálfur neitaði hann sök. Honum tókst að komast undan og mál hans var tekið upp að nýju. Hann var sýknaður og kom aftur heim frjáls maður með hatt á höfði. Aftur eru þungir dómar í meintu morðmáli til endurupptöku. Mín kynslóð man vel eftir Geirfinnsmálinu, leitinni að mönnunum tveimur, blaðamannafundum, Leirfinni, handtökum, réttarhöldum og dómum. Valdamenn kröfðust þess að málið yrði upplýst. Hópurinn í kringum Sævar heitinn Ciesielski hentaði sérlega vel í hlutverk sakborninga í þessu máli. Þau voru lokuð í einangrun, yfirheyrð af mikilli hörku og allir lögðust á eitt að fá fram játningu. Þegar þungir fangelsisdómar voru kveðnir upp í Hæstarétti héldu allir að málinu væri lokið. Löngu síðar kynntist ég Sævari. Hann sagði mér frá viðskiptum sínum við réttvísina, einangrun, niðurlægingu og andlegum og líkamlegum pyntingunum. Brotið var á honum á öllum stigum málsins. Sævar líkt og Jón Hreggviðsson trúði á réttlætið innra með sjálfum sér og krafðist endurupptöku málsins. Allir sjá hversu fáránlegir dómarnir voru fyrir 40 árum. Aldrei tókst að sanna að brot hefðu verið framin. Bæði Jón Hreggviðsson og Sævar voru gripnir af því að þeir lágu vel við höggi. Réttvísina skorti sökudólga og þunga dóma til að sýna vald sitt og róa þjóðina. „Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti,“ hefði Jón Hreggviðsson sagt við Sævar. Vonandi eru það ekki orð að sönnu.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar