Drifkraftur hagkerfisins Una Steinsdóttir skrifar 19. september 2018 15:09 Rétt yfir 97% íslenskra fyrirtækja eru með veltu undir 500 milljónum króna og hlutfall þeirra í heildarveltu fyrirtækja á árinu 2016 var um 56%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu um lítil og meðalstór fyrirtæki (LMF) sem Reykjavík Economics vann nýlega fyrir Íslandsbanka. Önnur afgerandi niðurstaða er sú að 99% fyrirtækja eru með færri en 49 starfsmenn í vinnu og innan við 200 fyrirtæki hafa 100 starfsmenn eða fleiri. Í þessari greiningu var skilgreiningin á LMF þrengd miðað við það sem tíðkast almennt annarsstaðar í Evrópu, annars hefðu afar fá fyrirtæki verið skilgreind sem stór hér á landi. Meðal þess sem vakti athygli er að fyrirtæki með veltu á bilinu 250-500 milljónir króna hafa vaxið mjög hratt síðustu árin og þegar litið er til arðsemi, sem skiptir höfuðmáli í rekstri, hefur arðsemi minni fyrirtækja síst verið lakari en þeirra stærri. Þannig getur fyrirtæki með litla veltu en mikla arðsemi verið mikilvægara fyrir þjóðarbúskapinn og viðgang hagvaxtar en fyrirtæki með mikla veltu en litla arðsemi. Margur er knár þó hann sé smár, það á líka við í einfaldri hagfræði. Fyrirtækjum hefur fjölgað verulega í öllum landshlutum á árunum 2008-2016 og ánægjulegt er að sjá að landsbyggðin hefur meira en haldið hlut sínum í þeim vexti. Hlutfallsleg fjölgun utan suðvesturhornsins var til að mynda 37% á Vestfjörðum og eins og um allt land er það ferðaþjónustan sem á stóran þátt í þeirri fjölgun. Þetta er að gerast þrátt fyrir lítillega fækkun íbúa og er merki um öfluga frumkvöðlastarfsemi á svæðinu. Það er ánægjulegt að sjá í skýrslunni svart á hvítu að skuldsetning meginþorra LMF hefur minnkað síðustu árin og um leið hafa eiginfjárhlutföll hækkað. Fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdri starfsemi eru þó enn skuldsettari en önnur fyrirtæki. Skuldsetning þessara fyrirtækja skýrist eðlilega af miklum fjárfestingum sem óhjákvæmilega fylgja hröðum vexti. Þrátt fyrir það hefur skuldsetning þeirra lækkað verulega undanfarið og nálgað það sem tíðkast í öðrum atvinnugreinum. Bætt eiginfjárstaða skapar klárlega betra svigrúm til að takast á við framtíðaráföll í hagkerfinu. LMF eru hryggjarstykki raunhagkerfisins, jafnt á Íslandi sem og í öðrum löndum. Þau eru einnig drifkraftur sköpunar í gegnum frumkvöðlavirkni og nýsköpun. Öll forgangsröðun sem miðar að því að létta undir með þessum fyrirtækjum, til að mynda þegar kemur að regluverki og eða skattamálum, skilar sér með fullum þunga inn í samfélagið okkar. Það er gott að minna sig á reglulega að lítið getur líka verið stórt.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Rétt yfir 97% íslenskra fyrirtækja eru með veltu undir 500 milljónum króna og hlutfall þeirra í heildarveltu fyrirtækja á árinu 2016 var um 56%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu um lítil og meðalstór fyrirtæki (LMF) sem Reykjavík Economics vann nýlega fyrir Íslandsbanka. Önnur afgerandi niðurstaða er sú að 99% fyrirtækja eru með færri en 49 starfsmenn í vinnu og innan við 200 fyrirtæki hafa 100 starfsmenn eða fleiri. Í þessari greiningu var skilgreiningin á LMF þrengd miðað við það sem tíðkast almennt annarsstaðar í Evrópu, annars hefðu afar fá fyrirtæki verið skilgreind sem stór hér á landi. Meðal þess sem vakti athygli er að fyrirtæki með veltu á bilinu 250-500 milljónir króna hafa vaxið mjög hratt síðustu árin og þegar litið er til arðsemi, sem skiptir höfuðmáli í rekstri, hefur arðsemi minni fyrirtækja síst verið lakari en þeirra stærri. Þannig getur fyrirtæki með litla veltu en mikla arðsemi verið mikilvægara fyrir þjóðarbúskapinn og viðgang hagvaxtar en fyrirtæki með mikla veltu en litla arðsemi. Margur er knár þó hann sé smár, það á líka við í einfaldri hagfræði. Fyrirtækjum hefur fjölgað verulega í öllum landshlutum á árunum 2008-2016 og ánægjulegt er að sjá að landsbyggðin hefur meira en haldið hlut sínum í þeim vexti. Hlutfallsleg fjölgun utan suðvesturhornsins var til að mynda 37% á Vestfjörðum og eins og um allt land er það ferðaþjónustan sem á stóran þátt í þeirri fjölgun. Þetta er að gerast þrátt fyrir lítillega fækkun íbúa og er merki um öfluga frumkvöðlastarfsemi á svæðinu. Það er ánægjulegt að sjá í skýrslunni svart á hvítu að skuldsetning meginþorra LMF hefur minnkað síðustu árin og um leið hafa eiginfjárhlutföll hækkað. Fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdri starfsemi eru þó enn skuldsettari en önnur fyrirtæki. Skuldsetning þessara fyrirtækja skýrist eðlilega af miklum fjárfestingum sem óhjákvæmilega fylgja hröðum vexti. Þrátt fyrir það hefur skuldsetning þeirra lækkað verulega undanfarið og nálgað það sem tíðkast í öðrum atvinnugreinum. Bætt eiginfjárstaða skapar klárlega betra svigrúm til að takast á við framtíðaráföll í hagkerfinu. LMF eru hryggjarstykki raunhagkerfisins, jafnt á Íslandi sem og í öðrum löndum. Þau eru einnig drifkraftur sköpunar í gegnum frumkvöðlavirkni og nýsköpun. Öll forgangsröðun sem miðar að því að létta undir með þessum fyrirtækjum, til að mynda þegar kemur að regluverki og eða skattamálum, skilar sér með fullum þunga inn í samfélagið okkar. Það er gott að minna sig á reglulega að lítið getur líka verið stórt.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun