Handbolti

Óli Stef kenndi innri ró og skólaði Íslandsmeistara til með gongi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Stefánsson er engum líkur.
Ólafur Stefánsson er engum líkur.

Olís-deildirnar fara senn af stað en í kvöld fer fram Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki þegar að ÍBV tekur á móti Fram í Vestmannaeyjum. Leikurinn hefst klukkan 18.30 og verður bein útsending á Stöð 2 Sport HD.

Strax eftir leik verður upphitunarþáttur Seinni bylgjunnar þar sem spáð verður í spilin fyrir veturinn. Logi Geirsson þreytir frumraun sína í þættinum og verður ásamt þeim Jóhanni Gunnari Einarssyni og Sebastian Alexanderssyni.

Til að hita upp fyrir Olís-deildirnar setti Olís upp skemmtilega þraut eins og var gert fyrir úrslitakeppnina í vetur. Nú var komið að silfurdrengjunum að keppa við Íslandsmeistara enda tíu ár liðin frá silfrinu í Peking.

Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson kepptu við Karen Knútsdóttur, fyrirliða Íslandsmeistara Fram, og Agnar Smára Jónsson sem varð Íslandsmeistari með ÍBV á síðustu leiktíð.

Leikurinn snérist um að hitta gong sem hekk í marki af um 20 metra færi. Skemmtileg þraut og skemmtilegt fólk. Sjón er sögu ríkari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.