Handbolti

Handboltaveturinn hefst í kvöld með meistaraleik og Seinni bylgjunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eyjamenn lyftu Íslandsmeistaratitlinum í vor.
Eyjamenn lyftu Íslandsmeistaratitlinum í vor. vísir/andri marinó

Handboltaveturinn fer af stað með pomp og prakt í kvöld þegar að ÍBV tekur á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ í Vestmannaeyjum en þar mæta þrefaldir meistarar síðasta árs silfurliði bikarsins.

Leikurinn hefst klukkan 18.30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en Guðjón Guðmundsson keyrir veturinn í gang klukkan 18.20 þegar að útsending hefst frá Eyjum.

Klukkan 21.00 eða að leik loknum verður svo upphitunarþáttur Seinni bylgjunnar á dagskrá á Stöð 2 Sport HD þar sem að Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans spá í spilin fyrir veturinn; fara yfir leikmannahópanna, bestu menn og þá sem geta breytt gangi mála.

Atvinnumenn eru komnir heim til að styrkja liðin en sumir hafa misst meira en önnur. Rýnt verður í sterkustu liðin sem félögin geta stillt upp, breidd og farið yfir þjálfarana, vonir og væntingar.

Nokkrir nýir liðir verða kynntir til leiks eins og Topp 5-listinn þar sem farið verður yfir málefni í deildinni á skemmtilegan hátt í vetur og einnig verður aðeins rifist í Lokaskotinu í lok þáttar.

Logi Geirsson er genginn í raðir Seinni bylgjunnar og verður í þættinum í kvöld ásamt þeim Jóhanni Gunnari Einarssyni og Sebastian Alexanderssyni sem fóru á kostum á síðasta vetri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.