Lífið

Cosby Show leikarinn fékk tilboð um að snúa aftur á skjáinn

Andri Eysteinsson skrifar
Til vinstri má sjá a mynd af Owens við störf afgreiðslustörf í verslun keðjunnar Trader Joe's í New Jersey í Bandaríkjunum. Til hægri má sjá Owens er hann var á hátindi Cosby-ferilsins á níunda áratugnum.
Til vinstri má sjá a mynd af Owens við störf afgreiðslustörf í verslun keðjunnar Trader Joe's í New Jersey í Bandaríkjunum. Til hægri má sjá Owens er hann var á hátindi Cosby-ferilsins á níunda áratugnum. Mynd/Samsett

The Cosby Show leikarinn Geoffrey Owens sem komst í fréttirnar í vikunni eftir að hann var myndaður við afgreiðslustörf í verslun Trader Joes í New Jersey í Bandaríkjunum, hefur nú verið boðið starf á hvíta tjaldinu.

Owens sem varð fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum á dögunum eftir að mynd af honum við störf á kassa hafði fengið stuðning víða úr skemmtanageiranum og nú hefur leikarinn, handritshöfundurinn, leikstjórinn og framleiðandinn Tyler Perry boðið Owens hlutverk í þáttaröð sinni The Haves and the Have Nots sem byggt er á samnefndu leikriti Perry frá árinu 2011.

Perry greindi frá þessu á Twitter síðu sinni. Þar segist Perry bera mikla virðingu fyrir fólki sem vinnur milli leiklistarstarfa og bauð honum að starfa með sér í þáttaröðinni sem hann segir vera aðal dramaseríuna á sjónvarpsstöð Opruh WinfreyOWN(Oprah Winfrey Network).


 

Owens er 57 ára og fór, með hlutverk eiginmanns Söndru Huxtable, elstu dóttur Huxtable-hjónanna í síðustu fimm þáttaröðum hinna geysivinsæluThe Cosby Show.

Hann hefur síðan farið með hlutverk í þáttum á borð við Law & Order og Its Always Funny in Philadelphia. Þá hefur Owens einnig farið með hlutverk á sviði, kennt leiklist og unnið sem leikstjóri síðan hann lagði Cosby-skóna á hilluna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.