Menntastefna og færniþörf efnahagslífsins Lilja Alfreðsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 06:15 Íslenska menntakerfið er gott en við viljum gera það ennþá betra. Vinna er hafin við mótun nýrrar menntastefnu til ársins 2030 sem mun setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta-, atvinnu- og velferðarmálum. Þetta verkefni er unnið í breiðu samráði og nú í haust fer af stað fundaröð, úti um allt land, þar menntakerfið okkar og ný menntastefna verður til umfjöllunar. Menntamál snerta okkur öll og fólki er umhugað um menntakerfið sitt. Hagsæld framtíðarinnar grundvallast að miklu leyti á gæðum menntunar. Örar tækniframfarir eins og aukin nýting gervigreindar í atvinnulífinu krefjast þess að menntakerfið okkar geti tekist á við breytingar. Íslenskt samfélag er kjörið til þess að fást við þessar áskoranir, þar sem tæknibreytingar gagnast oft fámennum samfélögum þar sem tæknin hefur verið nýtt til að einfalda og auka skilvirkni mannaflsfrekra atvinnugreina. Til þess að nýta tækniframfarir verður þekkingargrunnurinn að vera öflugur og tilbúinn að takast á við breytta tíma. Vinna er hafin við að meta færni- og menntunarþörf á Íslandi. Ekki er hægt að spá með mikilli nákvæmni um framtíðina en við getum hins vegar undirbúið okkur fyrir hana. Þessi vinna er okkur mikilvæg og getur kortlagt betur samspil atvinnulífs og menntakerfis og stuðlað að því að þau vinni betur saman. Sífellt fleiri ríki heims átta sig nú á mikilvægi þess að sýna aukna framsýni í stefnumótun ólíkra málaflokka. Afar brýnt er að mótun menntastefnu til ársins 2030 taki mið af færniþörf efnahagslífs framtíðarinnar. Stjórnvöld hafa sannarlega metnað til að efla menntakerfið okkar. Við mótun nýrrar menntastefnu munum við rýna í þau gögn, rannsóknir og tölfræði sem fyrir liggja og einnig horfa til þess sem best hefur reynst í löndunum í kringum okkur. Það er brýnt að stefnumótun byggi ávallt á bestu þekkingu hverju sinni – þannig tryggjum við að menntakerfið sé samkeppnishæft og þjóni best þörfum nemenda sinna og samfélagsins í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Íslenska menntakerfið er gott en við viljum gera það ennþá betra. Vinna er hafin við mótun nýrrar menntastefnu til ársins 2030 sem mun setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta-, atvinnu- og velferðarmálum. Þetta verkefni er unnið í breiðu samráði og nú í haust fer af stað fundaröð, úti um allt land, þar menntakerfið okkar og ný menntastefna verður til umfjöllunar. Menntamál snerta okkur öll og fólki er umhugað um menntakerfið sitt. Hagsæld framtíðarinnar grundvallast að miklu leyti á gæðum menntunar. Örar tækniframfarir eins og aukin nýting gervigreindar í atvinnulífinu krefjast þess að menntakerfið okkar geti tekist á við breytingar. Íslenskt samfélag er kjörið til þess að fást við þessar áskoranir, þar sem tæknibreytingar gagnast oft fámennum samfélögum þar sem tæknin hefur verið nýtt til að einfalda og auka skilvirkni mannaflsfrekra atvinnugreina. Til þess að nýta tækniframfarir verður þekkingargrunnurinn að vera öflugur og tilbúinn að takast á við breytta tíma. Vinna er hafin við að meta færni- og menntunarþörf á Íslandi. Ekki er hægt að spá með mikilli nákvæmni um framtíðina en við getum hins vegar undirbúið okkur fyrir hana. Þessi vinna er okkur mikilvæg og getur kortlagt betur samspil atvinnulífs og menntakerfis og stuðlað að því að þau vinni betur saman. Sífellt fleiri ríki heims átta sig nú á mikilvægi þess að sýna aukna framsýni í stefnumótun ólíkra málaflokka. Afar brýnt er að mótun menntastefnu til ársins 2030 taki mið af færniþörf efnahagslífs framtíðarinnar. Stjórnvöld hafa sannarlega metnað til að efla menntakerfið okkar. Við mótun nýrrar menntastefnu munum við rýna í þau gögn, rannsóknir og tölfræði sem fyrir liggja og einnig horfa til þess sem best hefur reynst í löndunum í kringum okkur. Það er brýnt að stefnumótun byggi ávallt á bestu þekkingu hverju sinni – þannig tryggjum við að menntakerfið sé samkeppnishæft og þjóni best þörfum nemenda sinna og samfélagsins í heild.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun