Menntastefna og færniþörf efnahagslífsins Lilja Alfreðsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 06:15 Íslenska menntakerfið er gott en við viljum gera það ennþá betra. Vinna er hafin við mótun nýrrar menntastefnu til ársins 2030 sem mun setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta-, atvinnu- og velferðarmálum. Þetta verkefni er unnið í breiðu samráði og nú í haust fer af stað fundaröð, úti um allt land, þar menntakerfið okkar og ný menntastefna verður til umfjöllunar. Menntamál snerta okkur öll og fólki er umhugað um menntakerfið sitt. Hagsæld framtíðarinnar grundvallast að miklu leyti á gæðum menntunar. Örar tækniframfarir eins og aukin nýting gervigreindar í atvinnulífinu krefjast þess að menntakerfið okkar geti tekist á við breytingar. Íslenskt samfélag er kjörið til þess að fást við þessar áskoranir, þar sem tæknibreytingar gagnast oft fámennum samfélögum þar sem tæknin hefur verið nýtt til að einfalda og auka skilvirkni mannaflsfrekra atvinnugreina. Til þess að nýta tækniframfarir verður þekkingargrunnurinn að vera öflugur og tilbúinn að takast á við breytta tíma. Vinna er hafin við að meta færni- og menntunarþörf á Íslandi. Ekki er hægt að spá með mikilli nákvæmni um framtíðina en við getum hins vegar undirbúið okkur fyrir hana. Þessi vinna er okkur mikilvæg og getur kortlagt betur samspil atvinnulífs og menntakerfis og stuðlað að því að þau vinni betur saman. Sífellt fleiri ríki heims átta sig nú á mikilvægi þess að sýna aukna framsýni í stefnumótun ólíkra málaflokka. Afar brýnt er að mótun menntastefnu til ársins 2030 taki mið af færniþörf efnahagslífs framtíðarinnar. Stjórnvöld hafa sannarlega metnað til að efla menntakerfið okkar. Við mótun nýrrar menntastefnu munum við rýna í þau gögn, rannsóknir og tölfræði sem fyrir liggja og einnig horfa til þess sem best hefur reynst í löndunum í kringum okkur. Það er brýnt að stefnumótun byggi ávallt á bestu þekkingu hverju sinni – þannig tryggjum við að menntakerfið sé samkeppnishæft og þjóni best þörfum nemenda sinna og samfélagsins í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Íslenska menntakerfið er gott en við viljum gera það ennþá betra. Vinna er hafin við mótun nýrrar menntastefnu til ársins 2030 sem mun setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta-, atvinnu- og velferðarmálum. Þetta verkefni er unnið í breiðu samráði og nú í haust fer af stað fundaröð, úti um allt land, þar menntakerfið okkar og ný menntastefna verður til umfjöllunar. Menntamál snerta okkur öll og fólki er umhugað um menntakerfið sitt. Hagsæld framtíðarinnar grundvallast að miklu leyti á gæðum menntunar. Örar tækniframfarir eins og aukin nýting gervigreindar í atvinnulífinu krefjast þess að menntakerfið okkar geti tekist á við breytingar. Íslenskt samfélag er kjörið til þess að fást við þessar áskoranir, þar sem tæknibreytingar gagnast oft fámennum samfélögum þar sem tæknin hefur verið nýtt til að einfalda og auka skilvirkni mannaflsfrekra atvinnugreina. Til þess að nýta tækniframfarir verður þekkingargrunnurinn að vera öflugur og tilbúinn að takast á við breytta tíma. Vinna er hafin við að meta færni- og menntunarþörf á Íslandi. Ekki er hægt að spá með mikilli nákvæmni um framtíðina en við getum hins vegar undirbúið okkur fyrir hana. Þessi vinna er okkur mikilvæg og getur kortlagt betur samspil atvinnulífs og menntakerfis og stuðlað að því að þau vinni betur saman. Sífellt fleiri ríki heims átta sig nú á mikilvægi þess að sýna aukna framsýni í stefnumótun ólíkra málaflokka. Afar brýnt er að mótun menntastefnu til ársins 2030 taki mið af færniþörf efnahagslífs framtíðarinnar. Stjórnvöld hafa sannarlega metnað til að efla menntakerfið okkar. Við mótun nýrrar menntastefnu munum við rýna í þau gögn, rannsóknir og tölfræði sem fyrir liggja og einnig horfa til þess sem best hefur reynst í löndunum í kringum okkur. Það er brýnt að stefnumótun byggi ávallt á bestu þekkingu hverju sinni – þannig tryggjum við að menntakerfið sé samkeppnishæft og þjóni best þörfum nemenda sinna og samfélagsins í heild.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar