
Er „sjálfbærni“ bara einhverjar tölur?
Í framhaldi af því, ræddi blaðamaður við Gísla Víkingsson á Hafrannsóknastofnun, sem fullyrti, að enginn vafi væri á því, að þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, væru sjálfbærar.
Í þessu sambandi vaknar auðvitað spurningin um það, hvað „sjálfbærni“ þýði. Það er illt til þess að vita, að jafn vel menntaður, reyndur og á margan hátt mætur maður og Gísli Víkingsson skuli halda, að „sjálfbærni“ þýði bara einhverjar tölur; svo og svo mörg dýr eru talin og þá má bara drepa svo og svo mörg dýr.
Er matið á umhverfinu, lífríkinu, fánunni og hinum margvíslegu þáttum þess virkilega svona einfalt? Bara að telja og reikna, svo bara að byrja að veiða og drepa?
Eftir að þetta viðtal við Gísla birtist, sendum við – Jarðarvinir – þessa athugasemd til blaðsins:
„Nútímaleg skilgreining á „sjálfbærni“ við veiðar í „hinum siðmenntaða heimi“ er þessi:
1. Stofn dýrs sé vel á sig kominn og veitt sé vel innan marka viðkomu stofns
2. Þörf sé á veiðunum eða skýr efnahagslegur tilgangur sé með þeim
3. Veitt sé með mannúðlegum aðferðum, þannig, að dýr séu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti.
Skv. Þessari skilgreiningu eru þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, engan veginn sjálfbærar.
2. Þörf á veiðunum er engin. Efnahagslegur tilgangur er líka vafasamur, þar sem illa hefur gengið að selja langreyðakjöt síðustu árin. Skv. CITES-samningnum, sem um 190 þjóðir eru aðilar að, er verzlun með og flutningur á langreyðaafurðum bönnuð í lögsögu þessara landa. Punktur 2 stenzt því ekki.
3. Eins og skýrslur sýna, m.a. skýrsla dr. Egil Ole Öen frá 2014, er mörg langreyðurin drepin með hörmulegum og kvalafullum hætti, og stendur dauðastríð dýranna í allt að 15 mínútur – þar sem stálkló skutuls tætir líffæri, innyfli og hold dýranna, með heiftarlegum kvölum fyrir þau -, en þetta hefur auðvitað ekkert með „mannúðlega aflífun“, þar sem dýr eru drepin með skjótum og sársaukalausum hætti, að gera. Auk þess er verið að drepa nær fullþroska langreyðarkálfa, í kviði kúnna, með mæðrum þeirra. – Atriði 3 stenzt því heldur alls ekki.
Ef punktur 1 einn sér á að gilda um „sjálfbærni“, verður sú skilgreining að teljast einföld, frumstæð og úrelt“.
Því miður vildi blaðið ekki birta þessa athugasemd, en, í ágætu samtali undirritaðs við blaðamann, vildi hann fá að vita, hvaðan þessi skilgreining á sjálfbærni væri komin. Ef hún væri frá virtum og viðurkenndum alþjóðasamtökum komin, gæti hann skoðað birtingu.
Margvísleg vitneskja og afstaða myndast með mönnum í gegnum langa ævi; á grundvelli lesturs og þess, sem maður heyrir og sér á förnum vegi.
Undirritaður hefur lengi fylgst með þróun í umhverfis- og dýravernd, og höfum við – í Jarðarvinum – skilgreint nútímalega sjálfbærni við veiðar villtra dýra með ofangreindum hætti.
Punktur 2, um það að ekki skuli veiða eða drepa dýr án þarfar eða efnahagslegs tilgangs, er, auk þess, sterklega studdur í lögum nr. 64/1994, þar sem öll vilt dýr eru fyrst friðuð skv. 6. grein, og undanþága frá friðun – leyfi til veiða – er háð skýru ákvæði um nýtingu bráðar, „að æskilegt sé að veiða“ (14. gr.) eða til að firra tjóni af völdum dýranna.
Varðandi punkt 3, þá er hann í fullu samræmi við lög nr. 55/2013, þar sem m.a. segir í gr. 21 „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætt...“ og í gr. 27 „Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum og kvölum“.
Við teljum því, að okkar skilgreining á „sjálfbærni“ standist ekki aðeins á grunni nýrrar alþjóðlegrar vitundar, mannúðar og siðfræði, heldur líka á grunni gildandi íslenzkra laga.
Hvort Gísla Víkingssyni beri skylda til, að skilja „sjálfbærni“ með sama hætti, er svo önnur saga, en hann ætti alla vega að fara varlega í svarthvítar yfirlýsingar um „sjálfbærni“. Það sama gildir um aðra vísindamenn svo og ráðamenn; ekki sízt margan ráðherrann.
Höfundur er stofnandi Jarðarvina.
Skoðun

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar