Handbolti

Hafnarfjarðarmótið flutt úr Strandgötu og yfir á Ásvelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukamaðurinn Daníel Ingason skorar í leik á móti FH á síðustu leiktíð.
Haukamaðurinn Daníel Ingason skorar í leik á móti FH á síðustu leiktíð. Fréttablaðið/Anton

Fjögur af fimm efstu liðum Olís-deildar karla í fyrra taka þátt í hinu árlega Hafnarfjarðarmóti sem hefst í kvöld. Það er því von á góðum handbolta og spennandi keppni.

Hafnarfjarðarmótið hefur verið spilað á Strandgötunni undanfarin ár en mótið hefur nú verið flutt yfir í Schenkerhöllina á Ásvöllum. Þetta mót hefur verið fastur liður á haustin og þar spila oftast mjög sterk lið við Hafnarfjarðarfélögin tvö. Engin breyting er á því í ár.

„Mótið í ár er haldið í ár til heiðurs 150 ára fæðingarafmælis Séra Friðriks. Þess vegna verður mótið spilað í Schenkerhöllinni og veður það spilað þriðjudag, fimmtudag og laugardag og eru þáttakendur mótsins í ár Haukar, FH, Selfoss og Valur,“ segir í frétt á heimasíðu Hauka.

Íslands- og bikarmeistarar ÍBV eru eina liðið úr topp fimm sem ekki er með á þessu móti.

Selfyssingar urðu í öðru sæti í deildarkeppninni og FH-ingar komust alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

Haukarnir duttu út úr úrslitakeppninni á móti verðandi Íslandsmeisturum ÍBV en höfðu áður slegið Val út í átta liða úrslitunum.


 
Leikjaplan mótsins í ár er þannig:

Þriðjudagurinn 21. ágúst
Klukkan 18.00 Haukar – Valur
Klukkan 20.00 FH – Selfoss

Fimmtudagurinn 23. ágúst
Klukkan 18.00 FH – Valur
Klukkan 20.00 Haukar – Selfoss

Laugardagurinn 25. ágúst
Klukkan 14.00 Selfoss – Valur
Klukkan 16.00 Haukar – FH.

Frítt er inn á mótið og verða allir leikir mótsins eru líka sýndir beint á Haukar TV.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.