Nágrannar kæra húsaþyrpingu og hótelbyggingu í Heysholti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. ágúst 2018 07:30 Hótel Landborgir og frístundahúsabyggð í hönnun Arkís arkitekta eins og hún er lögð fram í kynningargögnum. Deilt er um skipulagið. Arkís Arkitektar Eigendur jarða sem liggja að Heysholti í Rangárþingi ytra hafa kært deiliskipulag sem sveitarstjórnin samþykkti og heimilar byggingu hótels og frístundahúsa í Heysholti. Í kæru eigenda fimm jarða til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að gert sé ráð fyrir byggingu þriggja hæða, 90 herbergja hótels auk um 40 frístundahúsa „í miðju sveitahéraði,“ eins og það er orðað. Fjöldi gesta geti orðið allt að 448 og við bætist svo starfsmenn. Rangárþing ytra hafi ekki kynnt skipulagsbreytinguna samkvæmt reglum. „Landeigendur sem eiga land að nýja skipulagsreitnum (Heimaland, Þúfa, Lækjarbotnar og Flagbjarnarholt) sem og aðrir nágrannar höfðu ekki hugmynd um hvað var í gangi fyrr en búið var að samþykkja skipulagið með verulegum breytingum frá upphaflegu plani þar sem stærð, umfang og hæð bygginga var komin fram úr öllu hófi. Það er ljóst að áhrifasvæði hinna fyrirhuguðu mannvirkja nær langt út fyrir Heysholtsreitinn og því hefði átt að upplýsa og ræða við nágranna,“ segir í kærunni. Þá segja kærendurnir umhugsunarvert að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við fjölmörgum ábendingum frá Umhverfisstofnun. Sú umsögn hafi verið rituð þegar deiliskipulagstillagan miðaði við að hótelið yrði tvær hæðir. „Í staðinn samþykkir sveitarfélagið að skipulagið þróist í öfuga átt þar sem meðal annars meira byggingarmagn er leyft, hótelbygging hækkuð í þrjár hæðir og umfang fyrirhugaðrar starfsemi aukin með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Byggingarnar verða staðsettar nálægt viðkvæmu votlendi og var sérstaklega bent á mikilvægi verndunar þess í umsögn Umhverfisstofnunar,“ segja kærendurnir. Garðar G. Gíslason, lögmaður eigenda Heysholts, segir í bréfi til úrskurðarnefndarinnar að sveitarstjórnin beri ábyrgð á deiliskipulaginu. Þrjátíu daga kærufrestur hafi verið runninn út þegar kæran barst og því beri að vísa henni frá. Í tölvupósti til Rangárþings ytra gerir Garðar því skóna að nágrannarnir hafi lagt fram kæru til úrskurðarnefndarinnar að áeggjan sveitarfélagsins. „Umbjóðendur mínir furða sig á og eru ansi hreint óhressir með að sveitarfélagið sýnist hafa lagt að kærendum í málinu að kanna möguleika á því að skjóta málinu til nefndarinnar,“ segir í bréfi lögmannsins sem kveður jarðeigendurna vænta þess að sveitarfélagið grípi til varna í málinu enda sé það hlutverk þess en ekki eigendanna. Skipulagsnefnd Rangárþings hafnar því að ekki hafi verið staðið rétt að auglýsingu og tekur undir með lögmanni eigenda Heysholts um að kærufrestur hafi verið liðinn. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Eigendur jarða sem liggja að Heysholti í Rangárþingi ytra hafa kært deiliskipulag sem sveitarstjórnin samþykkti og heimilar byggingu hótels og frístundahúsa í Heysholti. Í kæru eigenda fimm jarða til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að gert sé ráð fyrir byggingu þriggja hæða, 90 herbergja hótels auk um 40 frístundahúsa „í miðju sveitahéraði,“ eins og það er orðað. Fjöldi gesta geti orðið allt að 448 og við bætist svo starfsmenn. Rangárþing ytra hafi ekki kynnt skipulagsbreytinguna samkvæmt reglum. „Landeigendur sem eiga land að nýja skipulagsreitnum (Heimaland, Þúfa, Lækjarbotnar og Flagbjarnarholt) sem og aðrir nágrannar höfðu ekki hugmynd um hvað var í gangi fyrr en búið var að samþykkja skipulagið með verulegum breytingum frá upphaflegu plani þar sem stærð, umfang og hæð bygginga var komin fram úr öllu hófi. Það er ljóst að áhrifasvæði hinna fyrirhuguðu mannvirkja nær langt út fyrir Heysholtsreitinn og því hefði átt að upplýsa og ræða við nágranna,“ segir í kærunni. Þá segja kærendurnir umhugsunarvert að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við fjölmörgum ábendingum frá Umhverfisstofnun. Sú umsögn hafi verið rituð þegar deiliskipulagstillagan miðaði við að hótelið yrði tvær hæðir. „Í staðinn samþykkir sveitarfélagið að skipulagið þróist í öfuga átt þar sem meðal annars meira byggingarmagn er leyft, hótelbygging hækkuð í þrjár hæðir og umfang fyrirhugaðrar starfsemi aukin með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Byggingarnar verða staðsettar nálægt viðkvæmu votlendi og var sérstaklega bent á mikilvægi verndunar þess í umsögn Umhverfisstofnunar,“ segja kærendurnir. Garðar G. Gíslason, lögmaður eigenda Heysholts, segir í bréfi til úrskurðarnefndarinnar að sveitarstjórnin beri ábyrgð á deiliskipulaginu. Þrjátíu daga kærufrestur hafi verið runninn út þegar kæran barst og því beri að vísa henni frá. Í tölvupósti til Rangárþings ytra gerir Garðar því skóna að nágrannarnir hafi lagt fram kæru til úrskurðarnefndarinnar að áeggjan sveitarfélagsins. „Umbjóðendur mínir furða sig á og eru ansi hreint óhressir með að sveitarfélagið sýnist hafa lagt að kærendum í málinu að kanna möguleika á því að skjóta málinu til nefndarinnar,“ segir í bréfi lögmannsins sem kveður jarðeigendurna vænta þess að sveitarfélagið grípi til varna í málinu enda sé það hlutverk þess en ekki eigendanna. Skipulagsnefnd Rangárþings hafnar því að ekki hafi verið staðið rétt að auglýsingu og tekur undir með lögmanni eigenda Heysholts um að kærufrestur hafi verið liðinn.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira