Lífið

Úthúðaði „apakjötinu“ í Bláa lóninu í beinni útsendingu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Jacquees var ánægður með Ísland -  að frátöldu kjötinu í Bláa lóninu.
Jacquees var ánægður með Ísland - að frátöldu kjötinu í Bláa lóninu. Instagram
Þó svo að bandaríski tónlistarmaðurinn Jacquees segist hafa skemmt sér vel ofan í Bláa lóninu hafði hann ekki sömu sögu af segja af matnum sem hann fékk eftir sundsprettinn.

Tónlistarmaðurinn var hér á landi á dögunum og leyfði aðdáendum sínum á Instagram, sem telja um 3 milljónir, að fylgjast með ævintýrum sínum á Íslandi.

Jacquees, sem skaust upp á stjörnuhimininn með lagi sínu B.E.D. árið 2016, heimsótti meðal annars Bláa lónið og birti bæði ljósmynd og myndskeið frá heimsókninni. Að sundinu loknu ákvað söngvarinn að snæða á veitingstað lónsins, Lava, þar sem hann pantaði sér kjötrétt.

Eitthvað virðist þó máltíðin þó hafa farið öfugt ofan í Jacquees því hann sá sig tilneyddan til að greina frá viðbrögðum sínum í beinni útsendingu á Instagram. Útsendingin varði alls í um 10 mínútur og má sjá upptöku af henni hér að neðan.

Í útsendingu sinni lýsti Jacquees matnum sem hann fékk á Lava sem „ógeðslegum“ (e. nasty) og að hann líktist helst „apakjöti.“ Ekki fylgir þó sögunni hvort hann hafi áður bragðað apakjöt og hafi því einhvern samanburð í þessum efnum.

Þrátt fyrir að vera ósáttur við matinn er tónlistarmaðurinn þó heilt yfir hæstánægður með Íslandsheimsóknina. Segist hann meðal annars vera þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að koma hingað til lands.

Upptöku af útsendingu Jacquees af Lava er hægt að sjá hér að neðan. Þar má meðal annars heyra fyrrnefndan úthúðun, sem og tilraunir tónlistarmannsins til að læra íslensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×