Tottenham rúllaði yfir Man. Utd á Old Trafford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Tottenham fagna í kvöld.
Leikmenn Tottenham fagna í kvöld. vísir/getty
Tottenham rúllaði yfir Manchester United, 3-0, er liðin mættust á Old Trafford í dag. Eftir að staðan var markalaus í hálfleik reyndust gestirnir sterkari.

Man. Utd stillti upp fimm manna varnarlínu. Ander Herrera var einn af þremur miðvörðum og það kom mörgum á óvart að sjá hann í miðri vörninni.

Í fyrri hálfleik voru heimamenn sterkari. Þeir fengu færin til að komast yfir; Romelu Lukaku í tvígang en náðu ekki að koma boltanum í netið. Markalaust í hálfleik.

Mauricio Pochettino hefur heldur betur messað yfir sínum mönnum í hálfleik og þeir komust yfir eftir fimm mínútur í síðari hálfleik er Harry Kane skallaði hornspyrnu Kieran Trippier í netið.

Tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Rangstöðutaktík United klikkaði illa og Christian Eriksen kom boltanum á Lucas Moura. Moura kom boltanum laglega í netið og United í vandræðum.

Fljótlega eftir það skipti Mourinho úr fimm manna vörninni og skellti Alexis Sanchez og Marouane Fellaini inn á. Ekki skánaði það mikið og þriðja markið var einnig Tottenham.

Harry Kane gerði vel í að koma boltanum á áðurnefndan Moura sem skoraði annað mark sitt og þriðja mark Tottenham á 84. mínútu. Lokatölur 3-0.

Tvö töp í fyrstu þremur leikjunum hjá United sem eru einungis með þrjú stig eftir þrjá leiki á meðan Tottenham er í öðru sætinu með fullt hús stiga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira