Lífið

„Taktleysi“ Theresu May vekur kátínu netverja

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Theresa May dansar með börnunum.
Theresa May dansar með börnunum. Vísir/EPA
Myndband af forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, þar sem hún dansar ásamt hópi skólakrakka í Höfðaborg í Suður-Afríku hefur vakið athygli netverja. Greinilegt þykir að May er ekki á heimavelli í fjörugum dansinum og hafa margir gert sér mat úr myndbandinu á Twitter.

May er stödd í opinberri heimsókn í Suður-Afríku um þessar mundir. Í fyrradag heimsótti May Mkhize-barnaskólann í Höfðaborg og steig þar dans með nemendum. Hún hefur lagt áherslu á viðskiptasamband Suður-Afríku og Bretlands í heimsókn sinni og hét því að fá fleiri bresk fyrirtæki til að fjárfesta í Afríku.

Myndband af dansinum má sjá í upprunalegri mynd hér að neðan.

Eftir að myndbandið var birt tóku Twitter-notendur margir upp á því að grínast með „taktleysi“ May. Einn þeirra sagði hana til að mynda líta út fyrir að hafa látið „fjarlægja allan takt í líkama sínum með skurðaðgerð.“

Aðrir hafa notað tækifærið og skeytt vinsælum lögum inn á myndbandið. Hér að neðan má til að mynda sjá May dilla sér við tóna rappsveitarinnar Migos og rapparans Drake.


Tengdar fréttir

Bretar andsnúnir áformum May

Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu.

Brexit án samnings „enginn heimsendir“

Forsætisráðherra Bretlands gerir lítið úr skýrslu eigin fjármálaráðuneytis um skaðleg efnahagsleg áhrif Brexit án samnings við ESB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×