Lífið

Myrtur þegar hún var rétt ókomin í heiminn: Fjórtán ára rappari ætlar að lifa draum föður síns

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flau'jae var mögnuð á sviðinu.
Flau'jae var mögnuð á sviðinu.

Hin fjórtán ára Flau'jae frá Savannah i Bandaríkjunum kom, sá og sigraði í áheyrnaprufu í skemmtiþáttunum America´s Got Talent í vikunni. Hún mætti með frumsamið lag sem ber nafnið Guns Down. 

Faðir hennar var rapparinn Camoflauge sem var myrtur árið 2003, aðeins tveimur dögum áður en hann átti að skrifa undir samning við plötufyrirtækið Universial Records.

„Mamma mín var ólétt af mér þegar pabbi minn var skotinn til bana. Markmiðið mitt er að klára það sem faðir minn byrjaði á. Hann dó allt of snemma. Hann átti sína drauma og ég ætla láta þá rætast fyrir hann,“ sagði Flau'jae rétt áður en hún flutti lagið Guns Down.

Áheyrnaprufan var stórkostleg, svo góð að gestadómarinn Chris Hardwick sá sig knúinn til að ýta á gullhnappinn vinsæla. Því er hún komin beint í úrslit í þáttunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.