Lífið

Ari Eldjárn hleypur í minningu látins bróður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ari Eldjárn er líklega vinsælasti uppistandari landsins.
Ari Eldjárn er líklega vinsælasti uppistandari landsins. Vísir/Vilhelm

„Ég hef ákveðið að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til að safna áheitum fyrir Minningarsjóð Kristjáns Eldjárns,“ segir grínistinn Ari Eldjárn í færslu á Facebook.

Þar kemur fram að fjölskyldan hafi stofnað minningarsjóðinn í kjölfar þess að elsti bróðir hans lést árið 2002.

„Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf ætlað mér að gera en aldrei haft mig í vegna gríðarlega lítils líkamlegs forms – en nú öllum afsökunum lokið af minni hálfu og ég ætla að láta slag standa.“

Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns verðlaunar framúrskarandi tónlistarfólk árlega.

„Ég yrði afar þakklátur fyrir ykkar stuðning í þessu verkefni og hvet alla til að styrkja þennan frábæra sjóð.“

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.