Lífið

„Ég er að reyna tala en mér er svo illt í tungunni“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cera stóð sig að lokum nokkuð vel.
Cera stóð sig að lokum nokkuð vel.

Leikarinn Michael Cera var á dögunum gestur í þætti First We Feast á You-Tube en þeir kallast einfaldlega Hot Ones.

Cera er þekktur fyrir sín hlutverk í kvikmyndinni Superbad og þáttunum Arrested Development.

Í þáttunum ræða þáttastjórnandinn og gesturinn saman en á sama tíma borða þau vel sterka vængi með mismunandi sterkum sósum.

Sósurnar verða alltaf sterkari og sterkari þegar líður á þáttinn og undir lokin er í raun orðið óbærilegt að tala. Það má með sanni segja að Cera hafi átt í erfileikum með þessa áskorun og er hann greinilega ekki vanur sterkum mat.

Til að byrja með fer Cera nokkuð vel yfir það hvernig ferillinn byrjaði hjá honum og allt saman gekk þetta ágætlega. Þegar um 16 mínútur voru liðnar af þættinum fór að sjá á leikaranum.

„Ég er að reyna tala en mér er svo illt í tungunni. Ég gæti alveg eins verið að slefa, tek bara ekki eftir því,“ sagði Cera í þættinum.

Hér að neðan má sjá viðtalið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.