Handbolti

Stjörnurnar sem snéru heim byrja af krafti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/EPA

Undirbúningstímabilið byrjar vel fyrir atvinnumennina þrjá sem snéru heim í Olís deildina í sumar. Ásgeir Örn Hallgrimsson, Fannar Þór Friðgeirsson og Arnór Freyr Stefánsson unnu allir til einstaklingsverðlauna á Ragnarsmótinu á Selfossi.

Haukar unnu mótið eftir átta marka sigur á ÍBV í úrslitaleiknum í gær. Ásgeir Örn Hallgrímsson er kominn heim í Hafnarfjörðinn og hann var valinn besti maður mótsins. Hann var markahæstur í mótinu ásamt Birki Benediktssyni.

Ásgeir kom heim í sumar eftir rúman áratug í atvinnumennsku. Hann var síðast hjá franska liðinu Nimes en hefur komið víða við.

Fannar Þór gekk til liðs við Íslands- og bikarmeistaralið ÍBV í sumar frá Hamm-Westfalen. Hann var valinn varnarmaður Ragnarsmótsins. Arnór Freyr var valinn markmaður mótsins. Hann kom til liðs við Aftureldingu frá Randers í Danmörku. Afturelding endaði í þriðja sæti mótsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.