Japanar framleiða moskur á hjólum fyrir múslima á Ólympíuleikunum í Tókýó Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 19. ágúst 2018 11:00 Framleiðandinn segir að á fimmta tug manna geti lagst á bæn á sama tíma. Vísir/Youtube Japanskir verkfræðingar hafa hannað færanlegar farandmoskur á hjólum sem verða nýttar til að gefa múslimum sín eigin bænarými þegar Ólympíuleikarnir í Tókýó fara fram eftir tvö ár. Það tók fjögur ár að hanna og framleiða moskurnar. Grunnurinn er 25 tonna trukkur sem hægt er að opna og láta breiða úr sér til að mynda 48 fermetra rými. Þar getur vel á fimmta tug manna lagst á bæn í einu.Með þessu vilja skipuleggjendur Ólympíuleikanna leggja áherslu á hugtakið „omotenashi“ en það er sérstakt japanskt afbrigði af gestrisni sem nær aðeins lengra en svipuð hugtök gera á öðrum tungumálum. Skylt hugtak er „ichigo ichie“ eða „einn fundur, eitt skipti“ sem þýðir lauslega að taka skuli á móti öllum gestum eins og þeir séu að koma í fyrsta og eina sinn. Farandmoskurnar eru hannaðar til að bregðast við vandamáli sem margir höfðu áhyggjur af í aðdraganda leikanna í Tókýó. Þannig er mál með vexti að þó að í Japan búi allt að 200 þúsund múslimar eru aðeins nokkrar, litlar moskur í höfuðborginni. Þegar fjöldi múslima kemur til að fylgjast með leikunum og keppa verður ekki nóg pláss fyrir þá alla til að biðjast fyrir á sama tíma eins og hefð gerir ráð fyrir. Farandmoskurnar verða keyrðar á milli leikvanga eftir þörfum. Trukkarnir eru útbúnir með vatnstönkum og hreinlætisaðstöðu þar sem múslimar þurfa að þrífa sig vel fyrir hverja bæn, fimm sinnum á dag. Framleiðandinn segir að auk Ólympíuleikanna verði farandmoskurnar boðnar til láns og sölu við ýmis tækifæri um allan heim. Allir sem haldi stórviðburði, þar sem margir múslimar séu meðal gesta, geti nýtt sér tæknina. Einnig sé hægt að nota trukkana til að koma upp bænarýmum við flóttamannabúðir. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Japanskir verkfræðingar hafa hannað færanlegar farandmoskur á hjólum sem verða nýttar til að gefa múslimum sín eigin bænarými þegar Ólympíuleikarnir í Tókýó fara fram eftir tvö ár. Það tók fjögur ár að hanna og framleiða moskurnar. Grunnurinn er 25 tonna trukkur sem hægt er að opna og láta breiða úr sér til að mynda 48 fermetra rými. Þar getur vel á fimmta tug manna lagst á bæn í einu.Með þessu vilja skipuleggjendur Ólympíuleikanna leggja áherslu á hugtakið „omotenashi“ en það er sérstakt japanskt afbrigði af gestrisni sem nær aðeins lengra en svipuð hugtök gera á öðrum tungumálum. Skylt hugtak er „ichigo ichie“ eða „einn fundur, eitt skipti“ sem þýðir lauslega að taka skuli á móti öllum gestum eins og þeir séu að koma í fyrsta og eina sinn. Farandmoskurnar eru hannaðar til að bregðast við vandamáli sem margir höfðu áhyggjur af í aðdraganda leikanna í Tókýó. Þannig er mál með vexti að þó að í Japan búi allt að 200 þúsund múslimar eru aðeins nokkrar, litlar moskur í höfuðborginni. Þegar fjöldi múslima kemur til að fylgjast með leikunum og keppa verður ekki nóg pláss fyrir þá alla til að biðjast fyrir á sama tíma eins og hefð gerir ráð fyrir. Farandmoskurnar verða keyrðar á milli leikvanga eftir þörfum. Trukkarnir eru útbúnir með vatnstönkum og hreinlætisaðstöðu þar sem múslimar þurfa að þrífa sig vel fyrir hverja bæn, fimm sinnum á dag. Framleiðandinn segir að auk Ólympíuleikanna verði farandmoskurnar boðnar til láns og sölu við ýmis tækifæri um allan heim. Allir sem haldi stórviðburði, þar sem margir múslimar séu meðal gesta, geti nýtt sér tæknina. Einnig sé hægt að nota trukkana til að koma upp bænarýmum við flóttamannabúðir.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“