Japanar framleiða moskur á hjólum fyrir múslima á Ólympíuleikunum í Tókýó Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 19. ágúst 2018 11:00 Framleiðandinn segir að á fimmta tug manna geti lagst á bæn á sama tíma. Vísir/Youtube Japanskir verkfræðingar hafa hannað færanlegar farandmoskur á hjólum sem verða nýttar til að gefa múslimum sín eigin bænarými þegar Ólympíuleikarnir í Tókýó fara fram eftir tvö ár. Það tók fjögur ár að hanna og framleiða moskurnar. Grunnurinn er 25 tonna trukkur sem hægt er að opna og láta breiða úr sér til að mynda 48 fermetra rými. Þar getur vel á fimmta tug manna lagst á bæn í einu.Með þessu vilja skipuleggjendur Ólympíuleikanna leggja áherslu á hugtakið „omotenashi“ en það er sérstakt japanskt afbrigði af gestrisni sem nær aðeins lengra en svipuð hugtök gera á öðrum tungumálum. Skylt hugtak er „ichigo ichie“ eða „einn fundur, eitt skipti“ sem þýðir lauslega að taka skuli á móti öllum gestum eins og þeir séu að koma í fyrsta og eina sinn. Farandmoskurnar eru hannaðar til að bregðast við vandamáli sem margir höfðu áhyggjur af í aðdraganda leikanna í Tókýó. Þannig er mál með vexti að þó að í Japan búi allt að 200 þúsund múslimar eru aðeins nokkrar, litlar moskur í höfuðborginni. Þegar fjöldi múslima kemur til að fylgjast með leikunum og keppa verður ekki nóg pláss fyrir þá alla til að biðjast fyrir á sama tíma eins og hefð gerir ráð fyrir. Farandmoskurnar verða keyrðar á milli leikvanga eftir þörfum. Trukkarnir eru útbúnir með vatnstönkum og hreinlætisaðstöðu þar sem múslimar þurfa að þrífa sig vel fyrir hverja bæn, fimm sinnum á dag. Framleiðandinn segir að auk Ólympíuleikanna verði farandmoskurnar boðnar til láns og sölu við ýmis tækifæri um allan heim. Allir sem haldi stórviðburði, þar sem margir múslimar séu meðal gesta, geti nýtt sér tæknina. Einnig sé hægt að nota trukkana til að koma upp bænarýmum við flóttamannabúðir. Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Japanskir verkfræðingar hafa hannað færanlegar farandmoskur á hjólum sem verða nýttar til að gefa múslimum sín eigin bænarými þegar Ólympíuleikarnir í Tókýó fara fram eftir tvö ár. Það tók fjögur ár að hanna og framleiða moskurnar. Grunnurinn er 25 tonna trukkur sem hægt er að opna og láta breiða úr sér til að mynda 48 fermetra rými. Þar getur vel á fimmta tug manna lagst á bæn í einu.Með þessu vilja skipuleggjendur Ólympíuleikanna leggja áherslu á hugtakið „omotenashi“ en það er sérstakt japanskt afbrigði af gestrisni sem nær aðeins lengra en svipuð hugtök gera á öðrum tungumálum. Skylt hugtak er „ichigo ichie“ eða „einn fundur, eitt skipti“ sem þýðir lauslega að taka skuli á móti öllum gestum eins og þeir séu að koma í fyrsta og eina sinn. Farandmoskurnar eru hannaðar til að bregðast við vandamáli sem margir höfðu áhyggjur af í aðdraganda leikanna í Tókýó. Þannig er mál með vexti að þó að í Japan búi allt að 200 þúsund múslimar eru aðeins nokkrar, litlar moskur í höfuðborginni. Þegar fjöldi múslima kemur til að fylgjast með leikunum og keppa verður ekki nóg pláss fyrir þá alla til að biðjast fyrir á sama tíma eins og hefð gerir ráð fyrir. Farandmoskurnar verða keyrðar á milli leikvanga eftir þörfum. Trukkarnir eru útbúnir með vatnstönkum og hreinlætisaðstöðu þar sem múslimar þurfa að þrífa sig vel fyrir hverja bæn, fimm sinnum á dag. Framleiðandinn segir að auk Ólympíuleikanna verði farandmoskurnar boðnar til láns og sölu við ýmis tækifæri um allan heim. Allir sem haldi stórviðburði, þar sem margir múslimar séu meðal gesta, geti nýtt sér tæknina. Einnig sé hægt að nota trukkana til að koma upp bænarýmum við flóttamannabúðir.
Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira