Lífið

Svona verður Þjóðhátíðartískan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Álfrún þekkir tískuna betur en flestir.
Álfrún þekkir tískuna betur en flestir.
Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour á Íslandi, ræddi um Þjóðhátíðartískuna í morgunþættinum Brennslan á FM957 í morgun.

„Í ár er Verslunarmannahelgin gósentíð fyrir þræla tískunnar því að útivistafatnaður hefur aldrei verið í jafnmikilli tísku og akkúrat núna,“ segir Álfrún.

„Nú á bara að láta vaða og vera í fimmlaga flíkunum og vera alls ekki kalt. Þú átt að líta út fyrir að vera við öllu búinn. Ég fór í 66 Gráður Norður í gær og þar virtust gömlu góðu smekkbuxurnar vera inn. Þetta er til í öllum litum og ég spái því að þetta verði eitt af trendunum á Þjóðhátíð í ár.“

Álfrún segir að Íslendingar eigi að vera pollagallapollakallar um helgina, eins og segir í laginu.

„Það eru alltaf nokkur trend sem slá í gegn og eins og í fyrra voru það hættupeysurnar.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Álfrúnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×