Hvers vegna er stjórnarskráin brotin? Björgvin Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Hvers vegna er afstaða stjórnvalda á Íslandi neikvæð til eldri borgara? Hvers vegna eru stjórnvöld hér ekki að leggja sig fram um að bæta kjör aldraðra og gera þeim lífið sem léttast? Þannig er það í grannlöndum okkar. Þar leggja stjórnvöld sig fram um að gera lífið sem bærilegast, lífskjörin sem léttust síðasta hluta æviskeiðsins. Formaður í samtökum eldri borgara, sem fór að heimsækja systursamtök sín í Danmörku fyrir mörgum árum, undraðist hvað stjórnvöld þar voru jákvæð í garð aldraðra; átti því ekki að venjast hér. Gott dæmi um neikvæða afstöðu til aldraðra er hjá núverandi ríkisstjórn. Stjórnin hefur verið við völd í 8 mánuði en hún hefur ekki lyft litla putta til þess a bæta kjör eða aðstöðu aldraðra. Þó á að heita svo, að „róttækur sósíalistaflokkur“ veiti stjórninni forstöðu. Hvað veldur sinnuleysi stjórnarinnar? Það er rannsóknarefni. Vinstri grænir skertu kjör aldraðra og öryrkja 2009 ásamt Samfylkingunni í kjölfar bankahrunsins en þá voru skuldir ríkisins orðnar yfir 200 milljarðar króna. Það hefði því átt að vera kærkomið tækifæri fyrir VG nú að bæta kjör aldraðra og öryrkja, þegar staða þjóðarbúsins er orðin betri. En VG telur greinilega ekki þörf á því; heldur hagar sér eins og enn sé kreppa í landinu gagnvart þeim sem verst standa í þjóðfélaginu! Ég hef minnst á það áður, að ég tel, að það hve lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið lágum hér sé brot á stjórnarskránni. Samkvæmt 76. gr stjórnarskrárinnar á ríkið að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þarf. Það þarf frekari aðstoð til þeirra kvæntra aldraðra, sem eingöngu hafa 204 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn af þeirri hungurlús. Aðeins húsaleiga er hátt í 200 þúsund kr. á mánuði og þó húsnæðiskostnaður sé heldur lægri hjá þeim, sem eiga sitt húsnæði munar það ekki mjög miklu. Þá er einnig eftir að greiða allan annan kostnað, matvæli, fatnað, samgöngukostnað, rafmagn, hita, síma, sjónvarp, tölvu, læknishjálp, afþreyingu, gjafir til barna og barnabarna, o.s.frv. o.s.frv. Það er engin leið að lifa af þessum lága lífeyri, sem ríkið skammtar öldruðum og öryrkjum. Það er í rauninni verið að svelta aldraða og öryrkja með því að halda þeim svona niðri og neita að leiðrétta lífeyrinn. Réttlætinu verður ekki frestað sagði Katrín Jakobsdóttir, þegar hún var í stjórnarandstöðu 2017 og var að gagnrýna Bjarna Benediktsson. Þá vildi hún ekki fresta leiðréttingu á lífeyri; vildi ekki fresta réttlætinu. Nú er hún að fresta því!! Þó einhleypir aldraðir hafi nokkrum krónum hærri lífeyri munar það engum ósköpum. Einhleypir aldraðrir, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, hafa 239 þús. á mánuði eftir skatt. Síðan er það furðulegt, að stjórnvöld skuli komast upp með það að mismuna öldruðum og öryrkjum eftir því hvort þeir eru einhleypir eða í hjónabandi (eða sambúð). Það er svona svipað og sagt væri við verkamenn, að þeir fengju lægra kaup fyrir vinnu sína, ef þeir væru giftir! Það stenst ekki, hvorki hjá verkafólki né hjá öldruðum eða öryrkjum. Það er engin spurning, að stjórnvöld eru að brjóta stjórnarskrána á öldruðum og öryrkjum. Það er furðulegt, að stjórn undir forustu „róttæks sósíalistaflokks“ skuli gera það. Það verður að stöðva brot á stjórnarskránni strax. Ég hef undanfarið birt samanburð á kjörum aldraðra hér, á hinum Norðurlöndunum og innan OECD . Þessi samanburður leiðir í ljós að Ísland rekur lestina, að því er greiðslur ríkisins til eftirlauna varðar. Það hefur lengi verið vitað að Norðurlöndin standa okkur framar í þessu efni en það kemur á ávart, að ríkin innan OECD skuli einnig standa okkur framar í þessu efni, miðað við eftirlaun sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Hvað þýðir þetta? Það þýðir það, að íslenskir stjórnmálamenn hafa svikið aldraðra að því er varðar greiðslu eftirlauna til þeirra. Íslenska ríkið hefur greitt þeim lægri eftirlaun en önnur OECD ríki til jafnaðar eða 2% af vergri landsframleiðslu miðað við 8% í ríkjum OECD. Samt hefur hagvöxtur verið meiri hér síðustu árin en í flestum löndum Evrópu. Hvað verður um hagvöxtinn? Aldraðir njóta hans ekki.Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Sjá meira
Hvers vegna er afstaða stjórnvalda á Íslandi neikvæð til eldri borgara? Hvers vegna eru stjórnvöld hér ekki að leggja sig fram um að bæta kjör aldraðra og gera þeim lífið sem léttast? Þannig er það í grannlöndum okkar. Þar leggja stjórnvöld sig fram um að gera lífið sem bærilegast, lífskjörin sem léttust síðasta hluta æviskeiðsins. Formaður í samtökum eldri borgara, sem fór að heimsækja systursamtök sín í Danmörku fyrir mörgum árum, undraðist hvað stjórnvöld þar voru jákvæð í garð aldraðra; átti því ekki að venjast hér. Gott dæmi um neikvæða afstöðu til aldraðra er hjá núverandi ríkisstjórn. Stjórnin hefur verið við völd í 8 mánuði en hún hefur ekki lyft litla putta til þess a bæta kjör eða aðstöðu aldraðra. Þó á að heita svo, að „róttækur sósíalistaflokkur“ veiti stjórninni forstöðu. Hvað veldur sinnuleysi stjórnarinnar? Það er rannsóknarefni. Vinstri grænir skertu kjör aldraðra og öryrkja 2009 ásamt Samfylkingunni í kjölfar bankahrunsins en þá voru skuldir ríkisins orðnar yfir 200 milljarðar króna. Það hefði því átt að vera kærkomið tækifæri fyrir VG nú að bæta kjör aldraðra og öryrkja, þegar staða þjóðarbúsins er orðin betri. En VG telur greinilega ekki þörf á því; heldur hagar sér eins og enn sé kreppa í landinu gagnvart þeim sem verst standa í þjóðfélaginu! Ég hef minnst á það áður, að ég tel, að það hve lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið lágum hér sé brot á stjórnarskránni. Samkvæmt 76. gr stjórnarskrárinnar á ríkið að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þarf. Það þarf frekari aðstoð til þeirra kvæntra aldraðra, sem eingöngu hafa 204 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn af þeirri hungurlús. Aðeins húsaleiga er hátt í 200 þúsund kr. á mánuði og þó húsnæðiskostnaður sé heldur lægri hjá þeim, sem eiga sitt húsnæði munar það ekki mjög miklu. Þá er einnig eftir að greiða allan annan kostnað, matvæli, fatnað, samgöngukostnað, rafmagn, hita, síma, sjónvarp, tölvu, læknishjálp, afþreyingu, gjafir til barna og barnabarna, o.s.frv. o.s.frv. Það er engin leið að lifa af þessum lága lífeyri, sem ríkið skammtar öldruðum og öryrkjum. Það er í rauninni verið að svelta aldraða og öryrkja með því að halda þeim svona niðri og neita að leiðrétta lífeyrinn. Réttlætinu verður ekki frestað sagði Katrín Jakobsdóttir, þegar hún var í stjórnarandstöðu 2017 og var að gagnrýna Bjarna Benediktsson. Þá vildi hún ekki fresta leiðréttingu á lífeyri; vildi ekki fresta réttlætinu. Nú er hún að fresta því!! Þó einhleypir aldraðir hafi nokkrum krónum hærri lífeyri munar það engum ósköpum. Einhleypir aldraðrir, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, hafa 239 þús. á mánuði eftir skatt. Síðan er það furðulegt, að stjórnvöld skuli komast upp með það að mismuna öldruðum og öryrkjum eftir því hvort þeir eru einhleypir eða í hjónabandi (eða sambúð). Það er svona svipað og sagt væri við verkamenn, að þeir fengju lægra kaup fyrir vinnu sína, ef þeir væru giftir! Það stenst ekki, hvorki hjá verkafólki né hjá öldruðum eða öryrkjum. Það er engin spurning, að stjórnvöld eru að brjóta stjórnarskrána á öldruðum og öryrkjum. Það er furðulegt, að stjórn undir forustu „róttæks sósíalistaflokks“ skuli gera það. Það verður að stöðva brot á stjórnarskránni strax. Ég hef undanfarið birt samanburð á kjörum aldraðra hér, á hinum Norðurlöndunum og innan OECD . Þessi samanburður leiðir í ljós að Ísland rekur lestina, að því er greiðslur ríkisins til eftirlauna varðar. Það hefur lengi verið vitað að Norðurlöndin standa okkur framar í þessu efni en það kemur á ávart, að ríkin innan OECD skuli einnig standa okkur framar í þessu efni, miðað við eftirlaun sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Hvað þýðir þetta? Það þýðir það, að íslenskir stjórnmálamenn hafa svikið aldraðra að því er varðar greiðslu eftirlauna til þeirra. Íslenska ríkið hefur greitt þeim lægri eftirlaun en önnur OECD ríki til jafnaðar eða 2% af vergri landsframleiðslu miðað við 8% í ríkjum OECD. Samt hefur hagvöxtur verið meiri hér síðustu árin en í flestum löndum Evrópu. Hvað verður um hagvöxtinn? Aldraðir njóta hans ekki.Höfundur er viðskiptafræðingur
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun