Heimir þakkaði fyrir sig Benedikt Bóas skrifar 3. ágúst 2018 10:00 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, þykir gull af manni og mætti þannig daginn eftir að hann lenti á Íslandi eftir átökin í Rússlandi með flautuna til að dæma á krakkamóti í Vestmannaeyjum. Heimir átti í einstöku sambandi við stuðningsmenn íslenska landsliðsins og urðu fundir hans með stuðningsmönnunum á Ölveri heimsfrægir fyrir heimaleikina þar sem hann fór yfir hvað liðið ætlaði að gera í komandi leik. Aldrei brást traustið og mikil virðing skapaðist. Heimir hringdi í nokkra stjórnarmenn Tólfunnar, trúlega alla án þess að það hafi fengist staðfest, og þakkaði fyrir samstarfið. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að þetta lýsi Heimi vel. „Við áttum gott spjall saman. Hann er auðvitað gull af manni, það vita allir og það var gaman að heyra í honum hljóðið. Við þökkuðum hvor öðrum fyrir þessi ár saman, en ég veit ekki hvort hann hafi hringt í fleiri, ég hef ekki verið í sambandi við alla eftir Rússland. Það er smá ládeyða eftir HM áður en næsta verkefni fer af stað. En þetta lýsir honum ágætlega, hann er svo fallegur að innan sem utan.“ Benjamín segir að það sé undir nýjum þjálfara komið að halda í þær hefðir sem Heimir skapaði. „Það er samtal sem við munum eiga við nýjan þjálfara. Þegar sambandið ræður einhvern þá verður gaman að eiga fund með þeim aðila og sjá hvernig stemningin er.“ Benjamín segir það vera mikinn heiður að hafa kynnst Heimi svona náið. Hann sé stoltur af því. „Hann er jarðbundinn og er elskaður og dáður hérlendis og erlendis. Hann er einstakur maður og gaman að fá að hafa kynnst honum og mikill heiður. En nú er ég spenntur að sjá hvað sambandið mun bjóða upp á og taka í spaðann á nýjum þjálfara. Hvort hann sé þenkjandi fyrir svona hluti eins og Heimir skapaði því við viljum halda áfram. Hvort það verður er þjálfarans að segja. Vonandi, því þetta er góð hefð en það mun koma í ljós.“ benediktboas@frettabladid.is Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, þykir gull af manni og mætti þannig daginn eftir að hann lenti á Íslandi eftir átökin í Rússlandi með flautuna til að dæma á krakkamóti í Vestmannaeyjum. Heimir átti í einstöku sambandi við stuðningsmenn íslenska landsliðsins og urðu fundir hans með stuðningsmönnunum á Ölveri heimsfrægir fyrir heimaleikina þar sem hann fór yfir hvað liðið ætlaði að gera í komandi leik. Aldrei brást traustið og mikil virðing skapaðist. Heimir hringdi í nokkra stjórnarmenn Tólfunnar, trúlega alla án þess að það hafi fengist staðfest, og þakkaði fyrir samstarfið. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að þetta lýsi Heimi vel. „Við áttum gott spjall saman. Hann er auðvitað gull af manni, það vita allir og það var gaman að heyra í honum hljóðið. Við þökkuðum hvor öðrum fyrir þessi ár saman, en ég veit ekki hvort hann hafi hringt í fleiri, ég hef ekki verið í sambandi við alla eftir Rússland. Það er smá ládeyða eftir HM áður en næsta verkefni fer af stað. En þetta lýsir honum ágætlega, hann er svo fallegur að innan sem utan.“ Benjamín segir að það sé undir nýjum þjálfara komið að halda í þær hefðir sem Heimir skapaði. „Það er samtal sem við munum eiga við nýjan þjálfara. Þegar sambandið ræður einhvern þá verður gaman að eiga fund með þeim aðila og sjá hvernig stemningin er.“ Benjamín segir það vera mikinn heiður að hafa kynnst Heimi svona náið. Hann sé stoltur af því. „Hann er jarðbundinn og er elskaður og dáður hérlendis og erlendis. Hann er einstakur maður og gaman að fá að hafa kynnst honum og mikill heiður. En nú er ég spenntur að sjá hvað sambandið mun bjóða upp á og taka í spaðann á nýjum þjálfara. Hvort hann sé þenkjandi fyrir svona hluti eins og Heimir skapaði því við viljum halda áfram. Hvort það verður er þjálfarans að segja. Vonandi, því þetta er góð hefð en það mun koma í ljós.“ benediktboas@frettabladid.is
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira