Heimir þakkaði fyrir sig Benedikt Bóas skrifar 3. ágúst 2018 10:00 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, þykir gull af manni og mætti þannig daginn eftir að hann lenti á Íslandi eftir átökin í Rússlandi með flautuna til að dæma á krakkamóti í Vestmannaeyjum. Heimir átti í einstöku sambandi við stuðningsmenn íslenska landsliðsins og urðu fundir hans með stuðningsmönnunum á Ölveri heimsfrægir fyrir heimaleikina þar sem hann fór yfir hvað liðið ætlaði að gera í komandi leik. Aldrei brást traustið og mikil virðing skapaðist. Heimir hringdi í nokkra stjórnarmenn Tólfunnar, trúlega alla án þess að það hafi fengist staðfest, og þakkaði fyrir samstarfið. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að þetta lýsi Heimi vel. „Við áttum gott spjall saman. Hann er auðvitað gull af manni, það vita allir og það var gaman að heyra í honum hljóðið. Við þökkuðum hvor öðrum fyrir þessi ár saman, en ég veit ekki hvort hann hafi hringt í fleiri, ég hef ekki verið í sambandi við alla eftir Rússland. Það er smá ládeyða eftir HM áður en næsta verkefni fer af stað. En þetta lýsir honum ágætlega, hann er svo fallegur að innan sem utan.“ Benjamín segir að það sé undir nýjum þjálfara komið að halda í þær hefðir sem Heimir skapaði. „Það er samtal sem við munum eiga við nýjan þjálfara. Þegar sambandið ræður einhvern þá verður gaman að eiga fund með þeim aðila og sjá hvernig stemningin er.“ Benjamín segir það vera mikinn heiður að hafa kynnst Heimi svona náið. Hann sé stoltur af því. „Hann er jarðbundinn og er elskaður og dáður hérlendis og erlendis. Hann er einstakur maður og gaman að fá að hafa kynnst honum og mikill heiður. En nú er ég spenntur að sjá hvað sambandið mun bjóða upp á og taka í spaðann á nýjum þjálfara. Hvort hann sé þenkjandi fyrir svona hluti eins og Heimir skapaði því við viljum halda áfram. Hvort það verður er þjálfarans að segja. Vonandi, því þetta er góð hefð en það mun koma í ljós.“ benediktboas@frettabladid.is Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, þykir gull af manni og mætti þannig daginn eftir að hann lenti á Íslandi eftir átökin í Rússlandi með flautuna til að dæma á krakkamóti í Vestmannaeyjum. Heimir átti í einstöku sambandi við stuðningsmenn íslenska landsliðsins og urðu fundir hans með stuðningsmönnunum á Ölveri heimsfrægir fyrir heimaleikina þar sem hann fór yfir hvað liðið ætlaði að gera í komandi leik. Aldrei brást traustið og mikil virðing skapaðist. Heimir hringdi í nokkra stjórnarmenn Tólfunnar, trúlega alla án þess að það hafi fengist staðfest, og þakkaði fyrir samstarfið. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að þetta lýsi Heimi vel. „Við áttum gott spjall saman. Hann er auðvitað gull af manni, það vita allir og það var gaman að heyra í honum hljóðið. Við þökkuðum hvor öðrum fyrir þessi ár saman, en ég veit ekki hvort hann hafi hringt í fleiri, ég hef ekki verið í sambandi við alla eftir Rússland. Það er smá ládeyða eftir HM áður en næsta verkefni fer af stað. En þetta lýsir honum ágætlega, hann er svo fallegur að innan sem utan.“ Benjamín segir að það sé undir nýjum þjálfara komið að halda í þær hefðir sem Heimir skapaði. „Það er samtal sem við munum eiga við nýjan þjálfara. Þegar sambandið ræður einhvern þá verður gaman að eiga fund með þeim aðila og sjá hvernig stemningin er.“ Benjamín segir það vera mikinn heiður að hafa kynnst Heimi svona náið. Hann sé stoltur af því. „Hann er jarðbundinn og er elskaður og dáður hérlendis og erlendis. Hann er einstakur maður og gaman að fá að hafa kynnst honum og mikill heiður. En nú er ég spenntur að sjá hvað sambandið mun bjóða upp á og taka í spaðann á nýjum þjálfara. Hvort hann sé þenkjandi fyrir svona hluti eins og Heimir skapaði því við viljum halda áfram. Hvort það verður er þjálfarans að segja. Vonandi, því þetta er góð hefð en það mun koma í ljós.“ benediktboas@frettabladid.is
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið