Heimir þakkaði fyrir sig Benedikt Bóas skrifar 3. ágúst 2018 10:00 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, þykir gull af manni og mætti þannig daginn eftir að hann lenti á Íslandi eftir átökin í Rússlandi með flautuna til að dæma á krakkamóti í Vestmannaeyjum. Heimir átti í einstöku sambandi við stuðningsmenn íslenska landsliðsins og urðu fundir hans með stuðningsmönnunum á Ölveri heimsfrægir fyrir heimaleikina þar sem hann fór yfir hvað liðið ætlaði að gera í komandi leik. Aldrei brást traustið og mikil virðing skapaðist. Heimir hringdi í nokkra stjórnarmenn Tólfunnar, trúlega alla án þess að það hafi fengist staðfest, og þakkaði fyrir samstarfið. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að þetta lýsi Heimi vel. „Við áttum gott spjall saman. Hann er auðvitað gull af manni, það vita allir og það var gaman að heyra í honum hljóðið. Við þökkuðum hvor öðrum fyrir þessi ár saman, en ég veit ekki hvort hann hafi hringt í fleiri, ég hef ekki verið í sambandi við alla eftir Rússland. Það er smá ládeyða eftir HM áður en næsta verkefni fer af stað. En þetta lýsir honum ágætlega, hann er svo fallegur að innan sem utan.“ Benjamín segir að það sé undir nýjum þjálfara komið að halda í þær hefðir sem Heimir skapaði. „Það er samtal sem við munum eiga við nýjan þjálfara. Þegar sambandið ræður einhvern þá verður gaman að eiga fund með þeim aðila og sjá hvernig stemningin er.“ Benjamín segir það vera mikinn heiður að hafa kynnst Heimi svona náið. Hann sé stoltur af því. „Hann er jarðbundinn og er elskaður og dáður hérlendis og erlendis. Hann er einstakur maður og gaman að fá að hafa kynnst honum og mikill heiður. En nú er ég spenntur að sjá hvað sambandið mun bjóða upp á og taka í spaðann á nýjum þjálfara. Hvort hann sé þenkjandi fyrir svona hluti eins og Heimir skapaði því við viljum halda áfram. Hvort það verður er þjálfarans að segja. Vonandi, því þetta er góð hefð en það mun koma í ljós.“ benediktboas@frettabladid.is Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, þykir gull af manni og mætti þannig daginn eftir að hann lenti á Íslandi eftir átökin í Rússlandi með flautuna til að dæma á krakkamóti í Vestmannaeyjum. Heimir átti í einstöku sambandi við stuðningsmenn íslenska landsliðsins og urðu fundir hans með stuðningsmönnunum á Ölveri heimsfrægir fyrir heimaleikina þar sem hann fór yfir hvað liðið ætlaði að gera í komandi leik. Aldrei brást traustið og mikil virðing skapaðist. Heimir hringdi í nokkra stjórnarmenn Tólfunnar, trúlega alla án þess að það hafi fengist staðfest, og þakkaði fyrir samstarfið. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að þetta lýsi Heimi vel. „Við áttum gott spjall saman. Hann er auðvitað gull af manni, það vita allir og það var gaman að heyra í honum hljóðið. Við þökkuðum hvor öðrum fyrir þessi ár saman, en ég veit ekki hvort hann hafi hringt í fleiri, ég hef ekki verið í sambandi við alla eftir Rússland. Það er smá ládeyða eftir HM áður en næsta verkefni fer af stað. En þetta lýsir honum ágætlega, hann er svo fallegur að innan sem utan.“ Benjamín segir að það sé undir nýjum þjálfara komið að halda í þær hefðir sem Heimir skapaði. „Það er samtal sem við munum eiga við nýjan þjálfara. Þegar sambandið ræður einhvern þá verður gaman að eiga fund með þeim aðila og sjá hvernig stemningin er.“ Benjamín segir það vera mikinn heiður að hafa kynnst Heimi svona náið. Hann sé stoltur af því. „Hann er jarðbundinn og er elskaður og dáður hérlendis og erlendis. Hann er einstakur maður og gaman að fá að hafa kynnst honum og mikill heiður. En nú er ég spenntur að sjá hvað sambandið mun bjóða upp á og taka í spaðann á nýjum þjálfara. Hvort hann sé þenkjandi fyrir svona hluti eins og Heimir skapaði því við viljum halda áfram. Hvort það verður er þjálfarans að segja. Vonandi, því þetta er góð hefð en það mun koma í ljós.“ benediktboas@frettabladid.is
Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning