Brotist inn og íbúðin lögð í rúst: „Maður er svo berskjaldaður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2018 12:18 Andrea Sif Hilmarsdóttir segir að sér finnist sárast að búið var að rústa módelinu sem hú gerði af deiliskipulagi í Reykjanesbæ. Andrea Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um sex leytið í gær tilkynnt að brotist hefði verið inn í íbúð í Berjarima í Grafarvogi og hún lögð í rúst. Andrea Sif Hilmarsdóttir, sem býr í íbúðinni með kærasta sínum og fjögurra ára dóttur þeirra, skrifaði stöðuuppfærslu í Facebookhópinn Íbúar í Grafarvogi þar sem hún biðlar til íbúa að láta sig eða lögreglu vita ef þeir búa yfir vitneskju um innbrotið. Andrea og fjölskylda voru síðast í íbúðinni klukkan eitt í gær en það var þá sem þau keyrðu út á flugvöll til að fara til Kaupmannahafnar. Athugull nágranni Andreu tók eftir því að opið var inn til þeirra. Hann leit inn og var talsvert brugðið þegar hann sá að búið var að leggja íbúðina í rúst. Nágranninn tilkynnti þetta strax til lögreglu.Miklar skemmdir á innanstokksmunum og matur úti um allt „Það var búið að dreifa mat út um allt, allur matur sem leyndist inn í skápunum og ísskápnum, það var bara búið að dreifa honum út um allt; fara með inn í svefnherbergi og upp í rúm og út um allt,“ segir Andrea í samtali við fréttastofu. Búið var að krota á hurð og veggi og rífa ljósmyndir af fjögurra ára dóttur þeirra í tætlur. Það sem vekur furðu er að svo virðist sem engu hafi verið stolið, fyrir utan lyklum að íbúðinni. „Við höfum náttúrulega ekki farið þarna en af myndum að dæma þá virðist ekkert hafa verið tekið og bara munir skemmdir.“ Andrea hefur fengið þær upplýsingar frá lögreglu að fótsporin inn í íbúðinni hafi verið fremur lítil sem bendi þá til þess að skemmdarvargarnir séu ungir að árum. Margra daga vinna farin í súginn „Það sem mér finnst kannski verst, þar sem ég er arkitekt, er að ég var að klára módel af deiliskipulagi í Reykjanesbæ sem var á eldhúsborðinu og var rústað. Þarna var margra daga vinna – dag og nótt – farin á einu bretti.“ Þá segir Andrea að henni þyki virkilega óþægileg tilhugsun að ókunnugir hefðu rótað til inn í svefnherberginu sem eigi að vera griðastaður. „Þeir voru búnir að taka af rúmunum og opna fataskápinn hjá mér. Maður er svo berskjaldaður og það verður örugglega ekki þægilegt að koma heim og leggjast í rúmið sitt,“ segir Andrea sem flýgur heim annað kvöld. Andrea segir að lögreglan hafi engan grunaðan að svo stöddu en málið er áfram í rannsókn. „Þeir voru þarna í allt gærkvöld að rannsaka; taka fingraför og skóför og svo framvegis. Ætli þetta sé ekki bara í ferli hjá þeim í dag.“ Andrea vill koma þeim skilaboðum áleiðis til lesenda að láta sig eða lögreglu vita ef þeir telja sig búa yfir upplýsingum um innbrotið. Þá biðlar hún til foreldra í hverfinu að láta sig vita ef þeir finna lyklakippu með viðarkúlu á og nokkrum lyklum. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um sex leytið í gær tilkynnt að brotist hefði verið inn í íbúð í Berjarima í Grafarvogi og hún lögð í rúst. Andrea Sif Hilmarsdóttir, sem býr í íbúðinni með kærasta sínum og fjögurra ára dóttur þeirra, skrifaði stöðuuppfærslu í Facebookhópinn Íbúar í Grafarvogi þar sem hún biðlar til íbúa að láta sig eða lögreglu vita ef þeir búa yfir vitneskju um innbrotið. Andrea og fjölskylda voru síðast í íbúðinni klukkan eitt í gær en það var þá sem þau keyrðu út á flugvöll til að fara til Kaupmannahafnar. Athugull nágranni Andreu tók eftir því að opið var inn til þeirra. Hann leit inn og var talsvert brugðið þegar hann sá að búið var að leggja íbúðina í rúst. Nágranninn tilkynnti þetta strax til lögreglu.Miklar skemmdir á innanstokksmunum og matur úti um allt „Það var búið að dreifa mat út um allt, allur matur sem leyndist inn í skápunum og ísskápnum, það var bara búið að dreifa honum út um allt; fara með inn í svefnherbergi og upp í rúm og út um allt,“ segir Andrea í samtali við fréttastofu. Búið var að krota á hurð og veggi og rífa ljósmyndir af fjögurra ára dóttur þeirra í tætlur. Það sem vekur furðu er að svo virðist sem engu hafi verið stolið, fyrir utan lyklum að íbúðinni. „Við höfum náttúrulega ekki farið þarna en af myndum að dæma þá virðist ekkert hafa verið tekið og bara munir skemmdir.“ Andrea hefur fengið þær upplýsingar frá lögreglu að fótsporin inn í íbúðinni hafi verið fremur lítil sem bendi þá til þess að skemmdarvargarnir séu ungir að árum. Margra daga vinna farin í súginn „Það sem mér finnst kannski verst, þar sem ég er arkitekt, er að ég var að klára módel af deiliskipulagi í Reykjanesbæ sem var á eldhúsborðinu og var rústað. Þarna var margra daga vinna – dag og nótt – farin á einu bretti.“ Þá segir Andrea að henni þyki virkilega óþægileg tilhugsun að ókunnugir hefðu rótað til inn í svefnherberginu sem eigi að vera griðastaður. „Þeir voru búnir að taka af rúmunum og opna fataskápinn hjá mér. Maður er svo berskjaldaður og það verður örugglega ekki þægilegt að koma heim og leggjast í rúmið sitt,“ segir Andrea sem flýgur heim annað kvöld. Andrea segir að lögreglan hafi engan grunaðan að svo stöddu en málið er áfram í rannsókn. „Þeir voru þarna í allt gærkvöld að rannsaka; taka fingraför og skóför og svo framvegis. Ætli þetta sé ekki bara í ferli hjá þeim í dag.“ Andrea vill koma þeim skilaboðum áleiðis til lesenda að láta sig eða lögreglu vita ef þeir telja sig búa yfir upplýsingum um innbrotið. Þá biðlar hún til foreldra í hverfinu að láta sig vita ef þeir finna lyklakippu með viðarkúlu á og nokkrum lyklum.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira