Brotist inn og íbúðin lögð í rúst: „Maður er svo berskjaldaður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2018 12:18 Andrea Sif Hilmarsdóttir segir að sér finnist sárast að búið var að rústa módelinu sem hú gerði af deiliskipulagi í Reykjanesbæ. Andrea Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um sex leytið í gær tilkynnt að brotist hefði verið inn í íbúð í Berjarima í Grafarvogi og hún lögð í rúst. Andrea Sif Hilmarsdóttir, sem býr í íbúðinni með kærasta sínum og fjögurra ára dóttur þeirra, skrifaði stöðuuppfærslu í Facebookhópinn Íbúar í Grafarvogi þar sem hún biðlar til íbúa að láta sig eða lögreglu vita ef þeir búa yfir vitneskju um innbrotið. Andrea og fjölskylda voru síðast í íbúðinni klukkan eitt í gær en það var þá sem þau keyrðu út á flugvöll til að fara til Kaupmannahafnar. Athugull nágranni Andreu tók eftir því að opið var inn til þeirra. Hann leit inn og var talsvert brugðið þegar hann sá að búið var að leggja íbúðina í rúst. Nágranninn tilkynnti þetta strax til lögreglu.Miklar skemmdir á innanstokksmunum og matur úti um allt „Það var búið að dreifa mat út um allt, allur matur sem leyndist inn í skápunum og ísskápnum, það var bara búið að dreifa honum út um allt; fara með inn í svefnherbergi og upp í rúm og út um allt,“ segir Andrea í samtali við fréttastofu. Búið var að krota á hurð og veggi og rífa ljósmyndir af fjögurra ára dóttur þeirra í tætlur. Það sem vekur furðu er að svo virðist sem engu hafi verið stolið, fyrir utan lyklum að íbúðinni. „Við höfum náttúrulega ekki farið þarna en af myndum að dæma þá virðist ekkert hafa verið tekið og bara munir skemmdir.“ Andrea hefur fengið þær upplýsingar frá lögreglu að fótsporin inn í íbúðinni hafi verið fremur lítil sem bendi þá til þess að skemmdarvargarnir séu ungir að árum. Margra daga vinna farin í súginn „Það sem mér finnst kannski verst, þar sem ég er arkitekt, er að ég var að klára módel af deiliskipulagi í Reykjanesbæ sem var á eldhúsborðinu og var rústað. Þarna var margra daga vinna – dag og nótt – farin á einu bretti.“ Þá segir Andrea að henni þyki virkilega óþægileg tilhugsun að ókunnugir hefðu rótað til inn í svefnherberginu sem eigi að vera griðastaður. „Þeir voru búnir að taka af rúmunum og opna fataskápinn hjá mér. Maður er svo berskjaldaður og það verður örugglega ekki þægilegt að koma heim og leggjast í rúmið sitt,“ segir Andrea sem flýgur heim annað kvöld. Andrea segir að lögreglan hafi engan grunaðan að svo stöddu en málið er áfram í rannsókn. „Þeir voru þarna í allt gærkvöld að rannsaka; taka fingraför og skóför og svo framvegis. Ætli þetta sé ekki bara í ferli hjá þeim í dag.“ Andrea vill koma þeim skilaboðum áleiðis til lesenda að láta sig eða lögreglu vita ef þeir telja sig búa yfir upplýsingum um innbrotið. Þá biðlar hún til foreldra í hverfinu að láta sig vita ef þeir finna lyklakippu með viðarkúlu á og nokkrum lyklum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um sex leytið í gær tilkynnt að brotist hefði verið inn í íbúð í Berjarima í Grafarvogi og hún lögð í rúst. Andrea Sif Hilmarsdóttir, sem býr í íbúðinni með kærasta sínum og fjögurra ára dóttur þeirra, skrifaði stöðuuppfærslu í Facebookhópinn Íbúar í Grafarvogi þar sem hún biðlar til íbúa að láta sig eða lögreglu vita ef þeir búa yfir vitneskju um innbrotið. Andrea og fjölskylda voru síðast í íbúðinni klukkan eitt í gær en það var þá sem þau keyrðu út á flugvöll til að fara til Kaupmannahafnar. Athugull nágranni Andreu tók eftir því að opið var inn til þeirra. Hann leit inn og var talsvert brugðið þegar hann sá að búið var að leggja íbúðina í rúst. Nágranninn tilkynnti þetta strax til lögreglu.Miklar skemmdir á innanstokksmunum og matur úti um allt „Það var búið að dreifa mat út um allt, allur matur sem leyndist inn í skápunum og ísskápnum, það var bara búið að dreifa honum út um allt; fara með inn í svefnherbergi og upp í rúm og út um allt,“ segir Andrea í samtali við fréttastofu. Búið var að krota á hurð og veggi og rífa ljósmyndir af fjögurra ára dóttur þeirra í tætlur. Það sem vekur furðu er að svo virðist sem engu hafi verið stolið, fyrir utan lyklum að íbúðinni. „Við höfum náttúrulega ekki farið þarna en af myndum að dæma þá virðist ekkert hafa verið tekið og bara munir skemmdir.“ Andrea hefur fengið þær upplýsingar frá lögreglu að fótsporin inn í íbúðinni hafi verið fremur lítil sem bendi þá til þess að skemmdarvargarnir séu ungir að árum. Margra daga vinna farin í súginn „Það sem mér finnst kannski verst, þar sem ég er arkitekt, er að ég var að klára módel af deiliskipulagi í Reykjanesbæ sem var á eldhúsborðinu og var rústað. Þarna var margra daga vinna – dag og nótt – farin á einu bretti.“ Þá segir Andrea að henni þyki virkilega óþægileg tilhugsun að ókunnugir hefðu rótað til inn í svefnherberginu sem eigi að vera griðastaður. „Þeir voru búnir að taka af rúmunum og opna fataskápinn hjá mér. Maður er svo berskjaldaður og það verður örugglega ekki þægilegt að koma heim og leggjast í rúmið sitt,“ segir Andrea sem flýgur heim annað kvöld. Andrea segir að lögreglan hafi engan grunaðan að svo stöddu en málið er áfram í rannsókn. „Þeir voru þarna í allt gærkvöld að rannsaka; taka fingraför og skóför og svo framvegis. Ætli þetta sé ekki bara í ferli hjá þeim í dag.“ Andrea vill koma þeim skilaboðum áleiðis til lesenda að láta sig eða lögreglu vita ef þeir telja sig búa yfir upplýsingum um innbrotið. Þá biðlar hún til foreldra í hverfinu að láta sig vita ef þeir finna lyklakippu með viðarkúlu á og nokkrum lyklum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira