Lífið

Ariana Grande slasaðist við tökur á Carpool Karaoke

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ariana Grande hér á góðgerðartónleikunum, One Love, sem hún stóð fyrir eftir árásina við Manchester Arena.
Ariana Grande hér á góðgerðartónleikunum, One Love, sem hún stóð fyrir eftir árásina við Manchester Arena. Vísir/Getty

Söngkonan Ariana Grande slasaðist lítillega á hendi við tökur á dagskráliðnum vinsæla Carpool Karaoke sem Bretinn James Corden heldur úti í spjallþætti sínum.

Þar fer Corden á rúntinn með helstu listamönnum heims og saman syngja þau helstu slagara viðkomandi listamanns.

„Umbúðirnar líta bara nokkuð vel út. Ég mun einn daginn jafna mig James Corden,“ segir Grande á Twitter en kallar sig hálfvita á Instagram.

Von er á Carpool Karaoke með Grande á næstu dögum eða vikum en ekki kemur fram hvað í raun og veru gerðist fyrir söngkonuna á rúntinum. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.